Neytendablaðið - 01.04.1983, Blaðsíða 2

Neytendablaðið - 01.04.1983, Blaðsíða 2
Tvöföldum félagatöluna Efnisyfirlit Bls. Borvélarprófaöar 4 Ævintýri á verslunarferð 9 Eldsneytisnotkun bifreiöa 10 Hvernig hafa hinar ýmsu bifreiöategundir reynst? 13 Kvörtunarþjónusta 14 Auglýsingar -viötal viö Kristínu Þorkellsdóttir form. SÍA 18 Á síðasta ári voru 60 kærur vegna auglýsinga -viötal viö Sigríði Haraldsdóttir 20 Augl. í Neytendablaðinu 20 Stundum er ekki hægt aö fara eftir reglunum -viötal viö Auöi Óskarsdóttir auglýsinga- stjóra sjónvarpsins 21 Norrænar reglur um ryðvörn fólksbifreiða 22 Blý í bensíni 23 Neytendakrossgáta 24 Um ábyrgö á vörum 27 Verðlag á Suðurlandi 27 Fréttir frá neytendafélögum 28 Útbreiðsluherferö 29 Öll rafföng til heimilisnota eiga aö hafa raffangaprófun -rætt viö Berg Jónsson 30 NEYTENDAblaðið Útgefandi: Neytendasamtökin, Austurstræti 6, Rvk., s. 91-21666 Ritnefnd: Dóra Stefánsdóttir, Jóhannes Gunnarsson (ábm.) og Jón Ásgeir Sigurðsson Útlit: Sigurbjörn Jónsson Upplýsingar úr Neytendablaðinu er óheimilt að nota í auglýsingum og sölu án leyfis Neytendasamtakanna. Slíkt leyfi er þó óþarft, ef alit blaðið án viðauka eða styttingar er notað við sölu beint til neyt- enda. Eftirprentun er aðeins heimil ef gefin er upp heimild. Setning og prentun: Prentsmiðja Árna Valdimarssonar SKRIFSTOFA NS er aö Austurstræti 6 og er opin alla virka daga frákl. 1130-1400. Á sama tíma er hægt aö hringja í síma samtakanna, 91-21666. MUNIÐ - síminn er 91-21666 Alþjóðadagur neytenda var í fyrsta sinn haldinn hátíðlegur víða um heim 15. marssl. Ástæða þess að slíkur dagur er nú haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn er, að fyrir 21 ári síðan, nánar tiltekið 15. mars 1962 hét Kennedy þáver- andi forseti Bandaríkjanna ræðu sem markaði tímamót í málefn- um neytenda þar í landi og raun- ar víðar um heim. Á þingi Al- þjóðasamtaka neytenda á sl. ári lagði forseti samtakanna, Anwar Fazal frá Malasíu, til að í fram- tíðinni skyldi 15. mars haldinn hátíðlegur hjá neytendasam- tökum sem víðast um heim. í ræðu sinni, sem hófst á orð- unum „Hugtakið neytandi á við um okkur öll,“ hélt Kennedy neytendum fjórum grundvallar- réttindum; - til öryggis, - til upj lýsinga, - til val rrelsis, - til áh iyrnar. Síðar hafa þrjár aðrar greinar bæst við og h otið almenna viður- kenningu; - réttur til bóta, - til heilbrigðs umhverfis, - til neytendafræðslu. Ljóst er að í mörgum tilvikum Á fundi sínum nýverið ákvað stjórn Neyt- endasamtakanna að árgjald fyrir árið 1983 verði 250 kr., en það er 67% hækkun frá því ífyrra (var 150 kr.) og er það að mestu í samræmi við verðbólguþróun. Af þess- um 250 kr. renna 50 kr. til Neytenda- samtakanna (landssamtakanna), 150 kr. til einstakra neytendafélaga og 50 kr. til útgáfu Ncytendabalaðsins. Á síðasta ári komu út tvö tölublöð af Neytendablaðinuogerþað 100% aukning frá árunum áður, en þá kom aðeins út eitt blað árlega. Á þessu ári hyggjumst við enn vantar mikið á að íslenskir neyt- endur hafi þann rétt sem í þessum sjö atriðum felst, þótt vissulega hafi orðið breyting til batnaðar á síðustu árum. Ennþá er t.d. ekkert eftirlit með þeim vörum sem fluttar eru inn í landið og benda má á hættulegan neyslu- varning hér í verslunum, án þess þó að á umbúðum slíkra vara séu varnaðarorð. Upplýsingar sem geta auðveldað neytendum val á vörum eru hér fáar og smáar og hafa t.d. Neytendasamtökin ekki getað sinnt þessu verðuga verk- efni nema í litlu mæli vegna fjárskorts. Að lokum skal nefnt hér að neytendafræðsla er vart til hér á landi, en þörfin er hins veg- ar brýn. Neytendasamtökin áttu 30 ára afmæli 23. mars s.l. Á þeim árum sem nú eru liðin frá stofnun Neyt- endasamtakanna hefur starf sam- takanna verið mismikið og hafa þar skipst á skin og skúrir. Erfið- leikatímabilin hafa verið nokkur, þar sem m.a. hefur tekist að skapa pólitíska óró í kringum samtökin. Á síðustu árum hefur afstaða almennings í vaxandi mæli þróast í jákvæðari átt og má hiklaust fullyrða að samtökin auka útgáfutíðnina og er stefnt að 4-5 tölublöðum. Einnig er ætlunin að hefja út- gáfu á fræðslubæklingum. Petta er þó sagt meö þeim fyrirvara, að skil á félagsgjöld- um verði sem best þegar innheimtan fer í gang í maí n.k. og aö útbreiðsluherferðin sem sagt er frá á öðrum stað í blaðinu takist vel. Jafnframt minnum við þá félagsmenn sem skulda fyrri árgjöld, að gera skil sem allra fyrst. Þetta er síðasta blaðið sem sent verður til þeirra sem skulda eldri árgjöld. Argjald Neytendasamtakanna 2 - NEYTENDABLAÐIÐ

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.