Neytendablaðið - 01.04.1983, Blaðsíða 23

Neytendablaðið - 01.04.1983, Blaðsíða 23
Stundum ekki hægt að fara eftir reglunum - rætt við Auði Óskarsdóttur auglýsingastjóra sjónvarpsins Auður Óskarsdóttir auglýsingastjóri „Við reynum að framfylgja þeim reglum sem okkur hafa verið settar. En stundum er það erfitt og oft er það hreinlega ekki hægt,“ sagði Auður Ósk- arsdóttir auglýsingastjóri Sjón- varpsins. í viðtali við Kristínu Þorkels- dóttur formann Sambands ís- lenskra auglýsingastofa hér í blaðinu er rætt nokkuð um sjónvarpsauglýsingar. Þar er meðal annars rætt um nokkrar sem þóttu slæmar. Nokkrar innihéldu ofbeldi og ein var að dómi Kristínar ósmekkleg þar sem hún sýndi fæðingu barns á fremur kuldalegan hátt. Því lék mér hugur á að vita hvernig sjónvarpið starfaði að því að fara yfir auglýsingar og hvað bannað og hvað leyft. Þegar sjónvarpið tók til starfa voru settar strangar regl- ur um flutning auglýsinga í þeim miðli. Þessar reglur eiga aðallega að varna því að aug- lýsingar séu skrumkenndar, ósannar, brjóta í bága við smekk og velsæmi eða vekja ótta. Eitt ákvæðið sem athygli vekur er það að ekki megi flytja fleiri en 52 auglýsingar á ári um sömu vörutegund eða sama vörumerki og aldrei fleiri en tvær hvern dag. „Þetta ákvæði stenst náttúr- lega ekki, þegar þessar reglur voru settar vissu menn ekkert út í hvað þeir voru að fara. Reglurnar eru sniðnar eftir írskum reglum sem þóttu af- skaplega góðar. En þar er allt önnur framkvæmd. Þar eru margir auglýsingatímar á dag en allir stuttir. Dagskráin er rofin vegna auglýsingar. Hér höfum við aftur tvo aðaltíma og þá langa. Dagskrá er aldrei rof- in vegna auglýsinga. Því er ekki raunhæft að láta írsku reglurn- ar gilda hér og þyrfti að endur- skoða þetta,“ sagði Auður. Allt skoðað - Hvað stoppið þið af auglýs- ingum? „Við reynum að láta ekkert fara í gegn sem gæti brotið í bága við reglurnar. Við skoðum allar filmur sem við fáum og það hefur komð fyrir að við birtum þær ekki. En ti! dæmis um jólin er þetta starf mjög erfitt. Flóðið er gífurlegt og auglýsingastofurnar skila oft inn filmum allt of seint. Það hefur komið fyrir að hætta verður við að sýna filmuna á fyrirfram pöntuðum tíma vegna þess að hún barst ekki. Oft erum við ekki einu sinni lát- in vita. Við þessi þrjú sem hér störfum erum allan liðlangan daginn að skoða filmur og bíða eftir filmum. í öllum þessum hamagangi getur verið að eitthvað sleppi í gegn sem á ekki að gera það. Það hefur komið fyrir að auglýsing var stöðvuð eftir að búið var að sýna hana. En stundum viljum við heldur ekki fara út í það vegna þess að það er oft ennþá meiri auglýsing en að halda áfram sýningum.“ - Auglýsing núna fyrir jólin um bókina Frá konu til konu kom til umræðu hjá okkur Kristínu. Fannst þér ekki ástæða til að stöðva þá auglýs- ingu? „Nei, mér fannst það ekki. Er ekki verið að fara með börn upp í sveit til þess að sýna þeim ær að bera? Hver er munurinn á þessu? Það hringdi aðeins ein kona í mig vegna þessarar aug- lýsingar. Önnur hringdi, veit ég, í útvarpsstjóra. Við tókum þá ákvörðun í sameiningu að kippa auglýsingunni ekki út.“ - Heldurðu að auglýsingar í sjónvarpi hafi meiri áhrif á börn en auglýsingar í öðrum fjölmiðlum? „Já, ég held það.“ - Hvað finnst þér þá um þær auglýsingar sem við sjáum fyrir jólin og börn eru að leika sér að einhverjum hlutum. Finnst þá ekki öðrum börnum að þau verði að eignast sama hlut? „Nei, ég held það ekki.“ - En hvað með að nota börn til þess að auglýsa fyrir önnur börn. Er það rétt eða rangt? „Ég held að það sé ekkert verra þegar það er gert í sjón- varpi en í myndaauglýsingum í blöðum. Sjónvarpið hefur að mínu mati ekki meiri áhrif á börnin en blöðin í þessu til- felli.“ Á íslensku - í reglum um auglýsingar í sjónvarpi er tekið fram að meg- intexti skuli vera á réttu ís- lensku máli. Hvað með gos- drykkjaauglýsingarnar? „Það hefur verið gerð undan- þága með sungnar auglýsingar. Sama varan er auglýst í mörg- um ólíkuin auglýsingum og alltaf leikið sama lagið. Því var gerð sú undanþága að nóg væri að einhver hluti auglýsingar- innar væri á íslensku.“ - Það kom fram í viðtalinu við Kristínu að það er erfitt að setja verð inn í sjónvarpsaug- lýsingar. Þær hreinlega eyði- leggðust ef verðið hækkaði. „Já, þetta er rétt. Ef verðið sést á myndinni er öll auglýs- ingin ónýt. Ef það kemur hins vegar aðeins fram í texta er hægt að skipta um tónband. En slíkt getur tekið nokkurn tíma. Það eru aðeins tveir aðilar í bænum sem hafa unnið þetta verk, og fyrir jólin var það meira að segja ekki nema einn. Það er því mikið að gera hjá þessum aðilum og oft þarf að bíða lengi. Þetta er líka dýrt verk,“ sagði Auður Óskars- dóttir auglýsingastjóri. DS NEYTENDABLAÐID - 21

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.