Neytendablaðið - 01.04.1983, Blaðsíða 30
Fréttir frá neytendafélögum
Neytendafélag Reykjavíkur og
nágrennis var stofnað 18. maí
sl. í kjölfar skipulagsbreytinga
sem gerðar voru á sl. vori er
Neytendasamtökunum var
breytt í landssamtök neytenda.
Tilgangur félagsins er að gæta
hagsmuna neytenda á höfuð-
borgarsvæðinu, upplýsa félags-
menn um réttindi þeirra og að-
stoða þá verði þeir fyrir tjóni í
viðskiptum sínum.
Verðmerkingar í
búðargluggum
Nýverið sendi félagið frá sér
niðurstöður úr könnun á verð-
merkingum í búðargluggum í
miðbæ Reykjavíkur og Kópa-
vogs. Til stóð að könnunin
næði einnig til Hafnarfjarðar,
en af því gat því miður ekki
orðið að þessu sinni.
Niðurstöður könnunarinnar
sýna að því miður ómaka ekki
allar verslanir sig við að sýna
neytendum þá lágmarks-
kurteisi að geta um verð á vör-
unni. Virðast þær telja, að með
því megi frekar fá kúnnann inn
og þá sé alltaf möguleiki að
selja eitthvað. Þetta er mikill
misskilningur, verslanir sem
upplýsa ekki á þennan hátt um
verð, missa margfalt meiri sölu
á slíku heldur en þær fá. Kann-
að var í tvígang, í fyrra skiptið
í desember sl. og aftur í febrúar
sl. Þeim verslunum sem höfðu
Dœmi um góda verðmerkingu . . .
slæma verðmerkingu í fyrra
skiptið, var sent bréf þar sem
óskað var eftir úrbótum. í
seinni könnuninni sem náði til
220 verslana, reyndust 96
þeirra (43,6%) hafa verðmerk-
ingu í lagi, 73 (33,2%) í sæmi-
legu ástandi og 51 (23,2%)
reyndist hafa slæma verðmerk-
ingu í gluggum sínum. í frétta-
tilkynningu sem félagið sendi
fjölmiðlum vegna könnunar-
innar eru neytendur hvattir til
þess að vera vakandi yfir því að
reglum um verðmerkingar sé
framfylgt og að þeir þrýsti á
kaupmenn með aðfinnslum að
slíkt verði gert.
Neytendafélag Reykjavíkur
og nágrennis hefur í hyggju
fleiri kannanir, t.d. á gæðum
ýmissa neysluvara, til að knýja
á að góðir viðskiptahættir séu í
heiðri hafðir og til að fylgja
eftir að reglum sé framfylgt.
Afgreiðslutími verslana
Nýverið sendi stjórn félags-
ins frá sér fréttatilkynningu þar
sem vakin er athygli á því
ósamræmi sem ríkir á
afgreiðslutíma verslana á
höfuðborgarsvæðinu. Bent er
á að neytendur í Reykjavík
sitja við lakara borð en neyt-
endur í nágrenni Reykjavíkur.
Jafnframt er vakin athygli á úr-
eltum reglum um hvað leyfilegt
sé að selja í söluturnum, en þar
virðist við það miðað að selja
eingöngu vörur sem kenna má
við óhollustu. í ályktuninni er
lögð áhersla á að heimilt skuli
vera að selja hvers konar mat-
vörur í söluturnum, svo fremi
sem þeir uppfylli kröfur heil-
brigðisyfirvalda, t.d. hvað
varðar kæliaðstöðu og annað.
Upplýsingar á
myndböndum
Stjórn félagsins hefur jafn-
framt í annarri ályktun vakið
athygli á því ófremdarástandi
sem ríkir í sambandi við upp-
lýsingar á myndböndum. I
mörgum tilvikum er t.d. ekki
tilgreint þótt mynd sé alls ekki
við hæfi barna, þó svo að við-
komandi mynd væri bönnuð
börnum væri hún sýnd í kvik-
myndahúsum. Hefur félaginu
borist kvartanir um slíkt frá
reiðum neytendum. Einnig
hefur verið á það bent, að upp-
lýsingar á íslensku vanti alfarið
á umbúðir snældanna, t.d.
efnisþráður í stuttu máli. Neyt-
endur viti því í mörgum tilvik-
um lítið um hvaða myndir þeir
eru að leigja. Neytendafélag
Reykjavíkur og nágr. hefur nú
skrifað öllum vídeóleigum á
höfuðborgarsvæðinu bréf, þar
sem þess er óskað að þær setji
þær upplýsingar sem getið er
um hér að framan á myndbönd
sem leigð eru út til almennings.
Neytendapistill
frá Norðurslóðum
Fátt er héðan tíðinda í neyt-
endamálum annað en það sem
plagar aðra landsmenn jafnt
sem okkur. Kvartað er undan
kartöflum, gólfteppum og
hinum aðskiljanlegustu vöru-
flokkum öðrum, svo ekki sé
minnst á þjónustu hverskonar.
Við sem í stjórn NAN
sitjum, böslum við verðkann-
anir, blaðaútgáfu o.s.frv.
kvörtum síðan hvert til annars
um félagsdoða, erfitt árferði
yfirvofandi húsnæðishrak og
ekki síst þörfinni á starfsmanni
á skrifstofu okkar.
Við velkjumst ekki í nok-
krum vafa um að það yrði snög-
gtum betri árangur af saman-
lögðu erfiði ökkar væri til stað-
ar maður til að fylgja eftir því
sem við hreyfum hverju sinni,
og vonum við að takast megi á
þessu ári að ráða í hlutastarf
mann sem sinnt gæti kvörtunar-
þjónustu, unnið að verðkönn-
unum félagsfjölgun og fræðslu-
málum svo nefnd séu dæmi
málaflokka sem við teljum
okkur viðkomandi.
Við trúum því að „neytenda-
mál séu kjaramál“ og vitum að
skilningur er fyrir hendi í
verkalýðshreyfingunni á sam-
eiginlegum hagsmunum okkar
og kætumst við þá tilhugsun að
samstarf takist, svo að öllu
samanlögðu horfum við bjart-
eyg framávið þótt úr öldudal
sé, til betri tíma með hækkandi
sól.
Kolbeinn Sigurbjörnsson
formaður NAN
. . . og aftur um slœma.
28 - NEYTENDABLAÐIÐ