Neytendablaðið - 01.04.1983, Blaðsíða 34
Öll rafföng til heimilisnota
eiga að hafa raffangaprófun
Rætt við Berg Jónsson, rafmagnseftirlitsstjóra
Að undangenginni nokkurri
forsögu, sem hefst áriö 1913,
má segja, aö Rafmagnseftirlit
ríkisins hafl hafiö skipulega
starfsemi sína meö gildistöku
reglugeröar um raforkuvirki, 1.
júlí 1933. En hvað er Rafmagns-
eftirlit ríkisins? Til að fá svar
við þessu og ýmsu öðru, höfum
viö fengiö Berg Jónsson raf-
magnseftirlitsstjóra til að segja
okkur frá starfsemi Rafmagns-
eftirlitsins og einkum þeim
þáttum, scm mest snerta neyt-
endur.
Rafmagnseftirlitið starfar
nú samkvæmt lögum nr. 60/
1979 og segir þar í 1. gr. að
eftirlit af hálfu ríkisins með
vörnum gegn hættu og tjóni af
raforkuvirkjum skuli vera í
höndum stofnunar er nefnist
Rafmagnseftirlit ríkisins og
heyrir það undir ráðherra þann
sem fer með orkumál. Ráð-
herra setur í reglugerð um raf-
orkuvirki nánari ákvæði um
hvernig þessu eftirliti skuli
háttað og vinnum við nú eftir
reglugerð, sem tók gildi 1. júlí
1972. StarfssviðRafmagnseftir-
litsins má í raun skipta í nokkra
þætti. Eftirlit með lágspennu-
virkjum, háspennuvirkjum og
einkarafstöðvum, reglugerðar-
samning, löggilding til rafvirkj-
unarstarfa, rannsóknir á slys-
um og tjónum sem verða af
völdum rafmagns og að end-
ingu einn stærsti þátturinn í
starfseminni, raffangaprófun-
in. Hins vegar eru undanþegin
eftirliti okkar raforkuvirki í far-
artækjum, svo sem skipum,
bifreiðum og flugvélum.
Óvenjumörg rafmagns-
slys að undanförnu
- Þú nefndir rannsókn á
slysum. Er algengt, aö slys
verði í heimahúsum af völdum
rafmagns eða rafmagnstækja?
Það er alltaf teygjanlegt hvað
er algengt og hvað ekki, því
hvert slys er einu of mikið. Ég
held þó, þegar á heildina er
litið, að slys af þessu tagi séu
ekki óeðlilega mörg miðað við
nágrannaríki okkar og miðið
við þá almennu -notkun, sem
hér er á rafmagni og þau mörgu
heimilistæki, sem almennt eru
hér á heimilum. Þetta má m.a.
þakka góðum frágangi, sem al-
mennt er hér á raflögnum. En
er við lítum á undanfarnar
vikur, held ég nú samt, að bæði
hafi orðið óvenjumörg slys,
sem betur fer ekki alvarleg, og
líka tjón af völdum raffanga
eða raforkuvirkja almennt. I
fleiri skipti hafa þessi slys verið
vegna mannlegar mistaka. I
einu tilviki var þó um að ræða
bilun í gömlu raftæki og var bil-
unin þess eðlis, að slysið hefði
mjög sennielga ekki orðið, ef
tækið hefði uppfyllt þær
öryggiskröfur sem gerðar eru í
dag til samskonar tækja. Það
leiddi út í tækinu sem ekki var
jarðtengt og það hafði ekki
heldur tvöfalda einangrun sem
við teljum vera bestu vörnina.
Raffangaprófunin
- En svo við snúum okkur
aö raflangaprófuninni. Þurfa
öll raftæki að gangast undir
prófun?
í fjórða kafla Reglugerðar-
innar um raforkuvirki segir, að
ekki megi flytja inn í landið,
selja eða afhenda til notkunar
annan rafbúnað og raftæki en
þau, sem fullnægja skilyrðum
þessarar reglugerðar. Og áfram
segir, að skylt sé að senda Raf-
magnseftirlitinu til prófunar og
viðurkenningar þær tegundir
raffanga, sem nánar eru taldar
upp í reglugerðinni. Með
öðrum orðum þá lítur dæmið
þannig út, að prófunarskyld
eru flest þau rafföng, sem al-
menningur notar og umgengst.
Þetta er svona grófasta skil-
greiningin. Hins vegar eru raf-
tæki, sem notuð eru í iðnaði al-
mennt ekki prófunarskyld. Þau
eru eftir sem áður eftirlitsskyld,
eins og raunar öll raforkuvirki.
- Eftir hvaða reglum er farið
þegar raftæki eru prófuð?
Undanfarin ár höfum við
notað prófunarstaðla, sem
gefnir eru út af fjölþjóðasam-
tökum, sem á ensku heita löngu
nafni: International Commiss-
ion for Conformity Certificat-
ion of Electrical Equipment, en
stytta þetta langa nafn í
skammstöfunina CEE. Raf-
magnseftirlitið er enn áheyrn-
araðili að þessum samtökum,
sem í eru 23 lönd sem fullgildir
aðilar og nokkur önnur sem
áheyrnaraðilar, en verður
væntanlega fullgildur aðili nú í
vor. Þátttökulönd CEE-sam-
takanna aðhæfa í vaxandi mæli
prófunarstaðla International
Electrotechnical Commission,
IEC, sem eru stærri og eldri
samtök en CEE, en bæði sam-
tökin vinna að samræmingu
staðla og prófana á rafföngum
meðal þjóða heims. Rætt er um
samruna CEE og IEC um þess-
ar mundir, og verður það sjálf-
sagt til að styrkja alþjóða-
hyggju um samræmi í smíði og
prófunum raffanga.
- Er mögulegt fyrir neytend-
ur að sjá inni í verslunum hvort
viðkomandi raftæki hafi til-
skylda raffangaprófun? Er til
sérstakt merki sem greinir frá
þessu og sem hægt er aö festa á
raftæki?
Við höfum sérstakt viður-
kenningarmerki, sem framleið-
andi eða innflytjandi getur far-
ið fram á að nota. Því miður er
ekki almenn skylda að nota
þetta merki, og það eru afar fá
rafföng, sem hægt er að finna
þetta merki á. Það er hins vegar
skylda að nota þetta merki á
vatnshitunartækjum, og á þeim
á merkið að vera, ef tækið er
viðurkennt af okkur. En því
miður verður að segjast eins og
er, að þar sem ekki er almennt
skylt að nota merkið, þá getut
neytandinn ekki séð í fljótu
bragði, hvort viðkomandi raf-
fang hafi verið samþykkt af
Rafmagnseftirlitinu eða ekki.
Hér eru á markaði óvið-
urkennd rafföng
- Teljið þið ástæðu til að
ætla, að til sölu séu í verslunum
hérlendis rafföng, sem ekki
hafa hlotið tilskilda raffanga-
prófun?
Við verðum að horfast í augu
við staðreyndir, og viðurkenna
að því miður er allt of mikið um
það, að óviðurkennd rafföng
séu hér á markaði og sjálfsagt
eru fyrir því margar ástæður.
Við reynum að fylgjast með
þessu eins og við getum. Öðru
hverju förum við í verslanir og
heildsölufyrirtæki og könnum
hvað sé til. Einnig förum við
eftir aulýsingum og ábending-
um, og margir eftirlitsmenn
okkar og rafveitna út um allt
land láta okkur vita, ef þeir
verða varir við ólögleg rafföng.
- Ef þið verðið varir við
tæki, sem er til sölu í verslun án
tilskildrar prófunar, hafíð þið
þá vald til að stöðva sölu á
þessu tæki?
Já, alveg hiklaust. Það fyrsta
sem við gerum, þegar við kom-
umst að því að óviðurkennt raf-
fang er til sölu, er að við tölum
við viðkomandi söluaðila og
fáum hann, helst með góðu, til
að bæta ráð sitt og sækja um
viðurkenningu á viðkomandi
raffangi. Ef í ljós kemur, að
þetta raffang stenst ekki prófun
og því er synjað um viðurkenn-
ingu, þá er sú staða komin upp
að taka þarf ákvörðun um það,
hvort viðkomandi fallatriði sé
svo veigamikið, að knýja verði
á um að raffangið sé innkallað,
jafnvel með auglýsinu í fjöl-
miðlum og kaupendur þannig
beðnir um að skila þeim raf-
föngum, sem þegar hafa verið
seld. Ef hins vegar raffangið
stenst prófun, er málið að sjálf-
sögðu miklu einfaldara. En ef
söluaðili þrjóskast við að fá raf-
fangið viðurkennt, kærum við
til Rannsóknarlögreglu ríkis-
ins, ef allar okkar umleitanir
eru til einskis, og því miður eru
dæmi um slíkt.
- Og er þá salan stöðvuð
þegar í stað?
Já, hún er stöðvuð þegar í
stað, og lagerinn er þá kominn
í umsjón lögreglunnar.
Misharðar kröfur eftir
löndum
- Nú eru mörg þeirra raf-
magnstækja scm hér eru á
30 - NEYTENDABLAÐIÐ