Neytendablaðið - 01.04.1983, Blaðsíða 25
Blý
í bensíni
r
l&di 'íruuL
%
i {sOtvjjun.
ó
V'
ur
6. gr.
Skoðun
Sá er ábyrgðina veitir á rétt á
því að fá bifreiðina til skoðunar
á ábyrgðartímanum. Skulu
a.m.k. tólf mánuðir vera á milli
skoðana. Bifreiðareiganda
skal greint frá því í ábyrgðar-
skírteininu eða á annan skýran
hátt á hvaða tímabili honum
beri að koma með bifreið sína
til skoðunar.
Ennfremur gildir eftirfarandi:
a) Skoðun skal vera eiganda
að kostnaðarlausu.
b) Sá er ábyrgðina veitir má
ekki binda skoðun því skil-
yrði, að jafnframt skoöun
fari fram önnur viðhalds-
eða viðgerðarþjónusta.
c) Þeimskemmdumoggöllum
á ryðvörn sem bifreiðareig-
andi ber ábyrgð á og upp-
götvast við ryðvarnar-
skoðun, skal sá er ábyrgð-
ina veitir gera bifreiðareig-
anda skriflega grein fyrir.
d) Sá er ábyrgðina veitir skal
afhenda bifreiðareiganda
skriflega staðfestsingu um
að skoðun hafi farið fram.
e) Ábyrgðin fellur ekki úr gildi
þótt ekki hafi verið komið
með bifreið í skoðun á til-
settum tíma enda séu leidd-
ar líkur að því að skoðunin
hefði ekki komið í veg fyrir
skemmdir sem fram koma
eftir að skoðunin átti að fara
fram.
7. gr.
Viðgerðir
Sá er ábyrgðina veitir skal sjá
um að viðgerðir fari fram á
þeim skemmdum og göllum
sem fram koma í ryðvörninni
og hann ber ábyrgð á skv. 3., 4.
og 5. gr. Skulu viðgerðirnar
vera bifreiðareiganda að
kostnaðarlausu.
Bifreiðareigandi lætur gera
við skemmdirog galla í ryðvörn
sem hann ber ábyrgð á, á
viðurkenndan og fullnægjandi
hátt og skal hann í því sam-
bandi fara eftir sanngjörnum
leiðbeiningum þess, sem
ábyrgðina veitir.
Viðgerðir skv. 1. og 2. mgr.
hafa engin áhrif á ábyrgðina
sem slíka og heldur hún gildi
sínu jafnt sem áður.
8. gr.
Upplýsingar um
viðhald o.fl.
Sá er ábyrgðina veitir, skal láta
bifreiðareiganda í té almennar
upplýsingar um viðhald og
meðferð bifreiðarinnar. Einnig
skal hann leiðbeina bifreiðar-
eiganda um handhægar ryð-
varnaraðferðir eftir lok ábyrgð-
artímans, svo að besta vörn
gegn ryðskemmdum sétryggð.
Óski bifreiðareigandi af ein-
hverjum ástæðum eftir frekari
ryðvörn á ábyrgðartímanum
þá getur hann látið framkvæma
hana. Slík ryðvörn hefur ekki
áhrif á ábyrgðina. í þeim tilvik-
um skal sá er ábyrgðina veitir
láta bifreiðareiganda í té upp-
lýsingar um hvaða ryðvarnar-
aöferðir eigi best viö.
9. gr.
Tilkynningarskylda
Bifreiðareigandi skal tilkynna
þeim, sem ábyrgð veitir, um
skemmdir, sem ábyrgðin tekur
til, án ástæðulauss dráttar eftir
að skemmdirnar hafa upp-
götvast, eða hefðu átt að upp-
götvast.
10. gr.
Takmörkun á ábyrgð
Sá er ábyrgðina veitir, ber ekki
ábyrgð á tjóni sem hann getur
sýnt fram á að rekja megi til
augljósrar vanhirðu bifreiðar-
eigandans.
11. gr.
Eigendaskipti
Eigendaskipti að bifreið á
ábyrgðartímanum hafa engin
áhrif á ábyrgðina.
12. gr.
Komi upp ágreiningur á
milli bifreiðareiganda og
þess sem ábyrgðina veit-
ir, skal við úrlausn máls-
ins fara eftir reglum þess
lands þar sem bifreiðin
var nýskráð.
í nóvember s.l. byrjaði mikil
herferð gegn blýi í bensíni á
vegum Evrópuráðs neytenda-
félaga, BEUC (samtök neyt-
endafélaga í löndum Efnahags-
bandalags Evrópu) og er her-
ferðin farin í samvinnu við
Evrópsku umhverfisverndar-
samtökin, EEB.
Eftirtaldar kröfur eru settar
fram:
- eigi síðar en árinu 1985
verði allar nýjar bifreiðar í
löndum Efnahagsbandalags
Evrópu framleiddar þannig að
þær geti keyrt á bensíni sem er
án blýs,
- frá árinu 1985 skal selja
bensín án blýs í löndum Efna-
hagsbandalags Evrópu,
- fram til ársins 1985 skal
blýmagn í bensíni ekki vera
meira en 0,15 g/ltr.,
- frá og með árinu 1985 selji
bensínstöðvar um sinn bensín
bæði með og án blýs.
Ljóst er að fyrirvaralaust
bann við því að selja bensín
með blýi í, myndi hafa stórfellt
vandamál í för með sér vegna
þeirra bifreiða sem fyrir eru.
Þær eru framleiddar miðað við
að ekið sé á blýblönduðu
bensíni, sem smyr hluta vélar-
innar, s.s. ventla, stimpla,
hringi og strokka.
Hins vegar eru framleiddar
bifreiðar nú í dag sem hægt er
að keyra á blýlausu bensíni.
Þetta er gert vegna þess að frá
og með árinu 1975 krefjast
bandarísk stjórnvöld þess að
nýjar bifreiðar sem seldar eru
þar í landi, keyri á bensíni sem
ekki er blý í. Tæknin er þannig
fyrir hendi.
Hér má bæta við, að sam-
kvæmt þeim kröfum sem gerð-
ar eru hér á landi, er leyfilegt
blýmagn í bensfni 0,35 g/ltr. og
eru það svipaðar kröfur og
gerðar eru í mörgum nágranna-
löndum okkar.
Hvers vegna er blý
í bensíni varasamt?
Lengi hefur verið vitað að
blý er hættulegt eitur í um-
hverfinu. Málmurinn er eitur-
efni, sem virkar á miðtauga-
kerfið og heilann. Fram hefur
komið í rannsóknum á síðustu
árum, að börnum og vanfærum
konum er enn hættara við blýi
en áður var haldið.
Þrátt fyrir að ekki komi fram
nein sérstök sjúkdómseinkenni
á börnunum, hefur komiðfram
lægri greindarvísitala, eftir-
tektarleysi, eirðarleysi og
óeðlilega mikil athafnasemi.
Að auki sýna tölur frá Banda-
ríkjunum að blý í blóði fólks
þar í landi hefur fallið um þriðj-
ung á árunum 1976 - 1980, eða
á sama tímabili og blýmagn í
benstni hefur minnkað veru-
lega.
NEYTENDABLAÐIÐ - 23