Neytendablaðið - 01.04.1983, Blaðsíða 21

Neytendablaðið - 01.04.1983, Blaðsíða 21
þeim vegna aðildar okkar að Evrópusamtökum auglýsinga- stofa (EAAA). Ofbeldi Þriðja grein siðareglna SÍA segir að ekki skuli að ástæðu- lausu höfða til ótta fólks, hjátrúar og auglýsingar skuli ekki innihalda neitt sem getur leitt til ofbeldisverka. Eftir að vera búin að horfa oft á fræga auglýsingu frá Samhjálp og séð fyrir jólin í hitteðfyrra tvær óhugnanlegar bókaauglýsingar spyr ég Kristínu um það hvern- ig henni finnist þetta ákvæði haldið. „Ég hef engar afsakanir fyrir þessum auglýsingum. Sam- hjálparauglýsingin hygg ég að sé erlend. Hinar tvær eru ís- lenskar. En þar sem sjónvarpið tekur við auglýsingum frá fleirum en SÍ A stofum, fer hluti auglýsing- anna þar inn án þess að sjálfsagi siðareglanna hafi haft áhrif á gerð þeirra. SIA stofur neita birtingum ofbeldiskenndra auglýsinga. Hjá SÍA starfar siðanefnd sem á- að virka inn á við og koma í veg fyrir brot SÍ A félaga á siðareglum. En það er ekki nóg. Eitt þarf yfir alla að ganga sem vinna að auglýsingum. Siðanefndin vinnur nú að til- lögum um hvernig slíkt megi verða og býst ég við að málin skýrist nú á næstunni í þeim efnum.“ Samstarfið við fjölmiðla Út frá þessu liggur beinast við að spyrja hvernig samstarf- ið við fjölmiðlana gangi. Aug- lýsingadeildir blaðanna, út- varps og sjónvarps, veita þar aðhald og reyna að tryggja það að vondar auglýsingar fari ekki inn? „Útgefandi, eigandi fjölmið- ils eða hver annar aðili sem birtir, miðlar eða dreifir auglýs- ingum skal viðhafa réttmæta varúð er hann tekur við auglýs- ingum og kemur þeim á fram- færi við almenning,“ svo vitnað sé í margnefndar siðareglur. Pví miður eru siðareglurnar lítt virtar utan SÍ A en ef siðareglur Alþjóða verslunarráðsins væru virtar af öllum auglýsendum og auglýsingadreifendum væri hag neytenda borgið.“ Ég hafði haft með mér nokkrar auglýsingar, sem ég klippti út úr blöðum, með mér í viðtalið. Bað ég Kristínu að segja mér skoðun sína á þeim. Þær eru hérna á síðunum. Sú fyrsta sem rætt var um var skóauglýsingin frá Torginu. Svona sagðist ég vilja hafa aug- lýsingar. Þarna kemur allt fram sem neytandinn þarf að vita. Efnið í hlutnum, litur, stærð og síðast en ekki síst verðið. Það finnst mér allt of sjaldan sjást í auglýsingum. Skókaupmenn hafa hins vegar verið fremstir í flokki við að auglýsa nær alltaf verð á vöru sinni. „Það vill svo til að hluti landsmanna er tilbuinn að kaupa skó óséða vegna fjar- lægðar frá skóverslunum. Þess- ar auglýsingar þjóna því sem verðlistar og eru frá einstökum verslunum. Það fer vaxandi að gefa upp aður SAAB bíll var auglýstur sem næst besti kosturinn! Hvað fannst Kristínu um þetta? „Parket auglýsingin er auð- vitað brot á siðareglunum nema tilgreind sé hlutlaus rann- sóknarheimild til þess að fólk geti tekið afstöðu til þess hvort það treysti henni eða ekki. En svona í gamni, við keyptum notaðan SAAB og er ég tilbúin að trúa fullyrðing- unni vegna eigin reynslu!“ Þá er það auglýsing sem segir að Furunálabað frá K.S. sé jafn ómissandi og sápa. Auk þess sé það ódýrt og endingargott. „Fyrri fullyrðinguna er ég ekki tilbúin til að verja. En það getur vel verið að það sé ódýrt og endingargott." Bíóauglýsingar eru sérlega Gættu að þeim sem er vinstra megin. Hafíð alltafendurskynsmerkin í lagi. Umferð og myrkur geta í sameiningu verið lífshættuleg. Danska blaðið Politiken efndi til verðlaunasamkeppni undir heitinu „lifandi auglýsingar" og var þessi auglýsing ein þeirra sem verðlaun hlaut. Nevtcndusumtökin hafa oft gagnrýnt skrumkenndar auglýsingar hins vegar eru saintökin fylgj- andi auglýsingum þar sem fram koma skynsamlegar upplýsingar. Og oft er hægt að ger það án margra orða eins og í þessari auglýsingu. verð í auglýsingum en er þó oft erfiðleikum bundið. Oft er það framleiðandinn sem auglýsir vöru sem seld er í fjölmörgum verslunum á mis- jöfnu verði. Því er ekki hægt að gefa tæmandi upplýsingar um verð. Dýrar sjónvarpsauglýs- ingar verða fljótt ónothæfar í verðbólgunni ef greint er frá verði í þeim. Ef hljóðsetja á auglýsingu að nýju vegna þess að vöruverð hækkar getur það tekið viku til 10 daga. Á meðan er ekki hægt að nota auglýsing- una.“ Það besta eða næstbesta Næstar voru tvær auglýsingar sem byggðust upp á saman: burði. Amerískt parkett var auglýst sem „það besta“ og not- gjarnar á að innihalda fullyrð- ingar um að myndin sé hasar- spennandi eða magnþrungin til dæmis. Hvað um þær? „Bíóauglýsingarnar eru ekki unnar af SIA stofum og falla því undir það sem ég sagði áðan um auglýsingadeildir blað- anna.“ Blöðin hafa verið með margs konar áskriftarsamkeppni. Hefur Verðlagsstofnun meðal annars sett út á það. En hvað finnst formanni SÍ A um slíkt? „í lögum nr. 56 frá 16. maí 1968 um verðlag, samkeppnis- hömlur og óréttmæta við- skiptahætti er þessi aðferð bönnuð, en í 33. grein stendur: Útgefendum blaða og tímarita er þó heimilt að úthluta vinn- ingum með hlutkesti í sam- bandi við lausn verðlaunasam- keppni.“ Og þá eru það sjónvarps- auglýsingarnar. í auglýsingu fyrir Myllubrauð er sagt: „Allir sem nærast á Myllubrauði, efl- ast og eiga framtíð bjarta." Kannski fer hún fyrst og fremst í taugarnar á mér vegna þess að hún segir svo opinskátt það sem aðrar sjónvarpsauglýsingar gefa í skyn, að menn verði ekki hamingjusamir nema þeir kaupi hitt eða þetta. „Þetta er eina dæmið sem þú hefur nefnt mér um auglýsingu í þessu samtali okkar sem unnin er af SÍA stofu. Mér finnst þetta vel unnin auglýsing að öllu öðru leyti en hvað þenn- an texta varðar. Hann stenst auðvitað ekki. Ég hygg þó að auglýsingin hafi orðið til áður en menn höfðu almennt gert sér grein fyrir innihaldi siða- reglanna og geri ekki ráð fyrir að slíkt endurtaki sig nema fyrir slysni Hamingjuímyndin En hvað vill formaður Sam- bands íslenskra auglýsinga- stofa segja að lokum um þá hamingjuímynd sem verið er að birta okkur með auglýsing- um. Að við getum ómögulega orðið hamingjusöm nema að kaupa hitt eða þetta, drekka fremur þennan drykkinn en hinn og svo framvegis? „Ég vil mótmæla því að aug- lýsingar haldi því fram að við getum ómögulega orðið ham- ingjusöm nema . . . o.s.frv. Það er vitað að í auglýsingum þarf að setja fram skilaboð á einfaldan auðskilinn hátt og það þarf að ná til sem flestra líklegra neytanda. Sumir meðtaka skilaboð „vitsmunalega" aðrir „tilfinn- ingalega“. Til seinni hópsins er ekki hægt að ná nema með auglýsingum sem höfða til til- finninga á einhvern hátt. Og myndir segja oft á tíðum meira en orð. Það munu því alltaf ein- hverjir auglýsendur við ein- hverjar aðstæður velja tilfinn- ingalega leið til að ná sambandi við ákveðinn hóp manna frem- ur en vitsmunalega og samsetn- ing beggja aðferða er líklega til að ná athygli stærsta hópsins. í dagdraumum verða loft- kastalar alltaf byggðir - með eða án hjálpar auglýsinga," sagði Kristín Þorkelsdóttir. DS NEYTENDABLAÐIÐ - 19

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.