Neytendablaðið - 01.04.1983, Blaðsíða 29
Mest er kvartað vegna galla á fatnaði og gott er
að vita rétt sinn í þeim efnum.
í verslun er nú algengt að seljendur taki
fram sérstaklega, að þeir ábyrgist hið
selda. Oft eru gefin út ábyrgðarskírteini,
þar sem seljandi greinir frá því hversu víð-
tæk ábyrgð hans er á hinu selda og hversu
lengi hún gildi. Kaupmenn setja þá oft ein-
hver skilyrði fyrir því að ábyrgðin gildi,
svo sem að hið selda skipti ekki um eig-
anda á ábyrgðartímabilinu, eða kaupandi
hafi ekki sjálfur reynt að bæta úr göllum á
hinu selda.
Hver er þá réttur kaupanda til þess að
fá bættan galla, þar sem ábyrgðar er ekki
getið sérstaklega? Skal það nú rakið í
grófum dráttum. Hér verður eingöngu
fjallað um lausafjárkaup, og í lögum um
lausafjárkaup nr. 39 frá 1922 er að finna
ákvæði um galla. Þegar skera á úr því
hvort söluhiut sé áfátt verður að miða við
ástand hlutarins þegar afhending fer fram.
Kaupalögin telja upp þau úrræði sem
kaupanda eru fær, ef söluhlutur reynist
gallaður, og þau skilyrði sem sett eru fyrir
hverju einstöku af úrræði kaupanda. Ef
galli er verulegur getur kaupandi rift kaup-
um eða heimtað afslátt, stundum getur
kaupandi krafist annarra ógallaðra hluta í
stað hinna gölluðu og oft er seljanda
heimilt að bæta úr göllum á seldum hlut.
Einnig getur kaupandi oft krafist skaða-
bóta vegna galla. En hversu lengi eftir að
kaup áttu sér stað getur kaupandi kvartað
undan galla á söluhlut?,Um þetta er að
finna reglur í 52-54. gr. kaupalaganna. Þar
segir að í öllum almennum kaupum skuli
kaupandi bera fyrir sig galla á hlut án
ástæðulauss dráttar. Hafi kaupandi orðið
þess var að hlut var áfátt, eða hann hefði
átt að verða þess var, og skýri hann selj-
anda ekki frá því án ástæðulauss dráttar,
þá getur hann ekki síðar borið það fyrir sig
að hlutnum hafi verið áfátt. Vilji kaupandi
rifta kaupunum eða krefjast viðbótar eða
nýrra hluta í stað þeirra sem hann hefur
fengið, skal hann skýra seljanda frá því án
ástæðulauss dráttar, ella missir hann rétt
sinn til að hafna hlutnum eða krefjast við-
bótar. Tímamörkin miðast sem sagt við
það þegar kaupandi uppgötvaði gallann
eða hefði átt að uppgötva hann, og er það
háð mati hverju sinni hvernær ætla mátti
að kaupandi hefði átt að uppgötva galla á
söluhlut.
í 54. gr. kaupalaganna er svo að finna
sérstaka fyrningarreglu sem sett er til að
afmarka þann tíma sem kaupandi getur
kvartað undan galla á söluhlut við selj-
anda: „Nú er liðið ár frá því er kaupandi
fékk söluhlut í hendur og hann hefur ekki
skýrt seljanda frá að hann ætli að bera fyrir
sig að söluhutnum hafi ábótavant verið, og
getur hann þá eigi síðar komið fram með
neina kröfu af því tilefni nema seljandi
hafi skuldbundið sig til að ábyrgjast hlut-
inn lengri tíma, eða haft svik í frammi.“
Eins og hér hefur verið rakið, má líta
svo á, að samkvæmt kaupalögunum beri
seljandi undiröllum venjulegum kringum-
stæðurn eins árs ábyrgð á söluhlut í lausa-
fjárkaupum. Kaupandi verður aðeins að
gæta þess að tilkynna seljanda um gallann
án ástæðulauss dráttar, frá því er hann
varð gallans var.
Kaupalögin eru frávíkjanleg og gilda
aðeins ef ekkert er um annað samið eða
leiða má afvenju. Því er kaupanda ogselj-
anda heimilt aðsemjasín í milli um kaupin
á hvern þann hátt er þeir kjósa í skjóli
samningsfrelsis. Þó er í lögum um verðlag,
samkeppnishömlur og óréttmæta við-
skiptahætti (56/1978) ákvæði um það að
yfirlýsingu um ábyrgð megi því aðeins
gefa, að ábyrgðaryfirlýsingin veiti viðtak-
anda betri rétt en hann hefur skv. gildandi
lögum. Því má segja að seljandi beri að
öllu jöfnu árs ábyrgð á hugsanlega
leyndum göllum á söluvöru sinni, og jafn-
vel ríkari ábyrgð ef hann hefur tekist hana
á hendur með útgáfu sérstaks ábyrgðar-
skírteinis þar um.
Lára V. Júlíusdóttir hdl.
Verðlag á
Suðurlandi
Á Selfossi er gefið út vikublað-
ið Dagskráin og hefur þar að
undanförnu birst reglulega
verðkannanir í verslunum á
Selfossi og Hveragerði.
í blaði því sem út kom síðast
í janúarmánuði er birt verð-
könnun sem gerð var 26. janúar
sl. í þeim tveim verslunum sem
eru á Selfossi, Kaupfélaginu
Höfn og Kaupfélagi Árnes-
inga. Samtals var kannaö verð
á 57 vörutegundum (merkja-
vörur) og voru 38 þeirra til í
báðum verslununum. í 14 til-
vikum reyndust þessar vörur
ódýrari í Kaupfélagi Árnes-
inga, í 22 tilvikum í Kaupfélag-
inu Höfn og í 2 tilvikum kost-
uðu þær það sama í báðum
þessum verslunum. Ef þessar
38 vörutegundir hefðu allar
verið keyptar í Kaupfélagi
Árnesinga hefðu þær kostað
1025,35 kr., en í Kaupfélaginu
Höfn 1033,75 kr., eða 0,8%
meira.
í fyrsta tbl. febrúarmánaðar
er siðan birt samskonar
könnun sem gerð var 31. j anúar
1983 í tveimur verslunum í
Hverugerði, Olísversluninni og
útibúi Kaupfélags Árnesinga.
í þessu tilviki var kannað verð
á 59 vörutegundum og voru 32
þeirra til í báðum verslunum. í
14 tilvikum reyndust þær ódýr-
ari í Kaupfélaginu, í 17 tilvik-
um í Olís og í einu tilviki kost-
uðu þær sama. Samtals kostuðu
þessar 32 vörutegundir 661,45
í Olísversluninni, en 706,30 í
útibúi Kaupfélagsins, eða6,8%
meira.
Um miðbik febrúarmánaðar
er svo að endingu birt verð-
könnun á kökum og brauðum
sem gerð var 15. febrúar sl. í
Guðnabakaríi og Bakaríi
Kaupfélags Árnesinga, en bæði
eru þau á Selfossi. Samtals eru
35 atriði til í báðum bakaríun-
um og voru 18 þeirra ódýrari í
Bakaríi K.Á., 14 í Guðnabak-
aríi og 3 atriði kostuðu það
sama í báðum bakaríunum. Ef
þessi 35 atriði hefðu öll verið
keypt í Bakaríi K.Á. hefðu þau
kostað 716,70 kr., en 731,60 kr.
í Guðnabakaríi, eða 2,1%
meira.
Dagskráin á heiður skilinn
fyrir þessar kannanir og er
blaðið eindregið hvatt til að
halda þeim áfram. Jafnframt
ættu þessar kannanir að geta
orðið öðrum héraðsblöðum
hvatning til hins sama. Jafn-
framt vill Neytendablaðið
benda slíkum blöðum á að
neytendafélög starfandi í sama
héraði eru án efa tilbúin til sam-
starfs á þessu sviði.
NEYTENDABLAÐID - 27