Neytendablaðið - 01.04.1983, Blaðsíða 17

Neytendablaðið - 01.04.1983, Blaðsíða 17
stofnun, en munnleg ummæli þeirra benda til þess, að engin afgerandi niðurstaða sé vænt- anleg, og telja þeir smæð sýnis- ins (lítið magn klísturs) m.a. eiga sök á því hve rannsókn reyndist iilframkvæmanleg. Seljandi segir einsdæmi að kvörtun af þessu tagi hafi borist vegna sinna véla (Philco), en þetta sé önnur kvörtunin frá sama kaupanda, og hafi þeir í fyrra skiptið látið í té nýja vél. Þess skal og getið, að seljandi lánaði viðskiptavininum aðra þvottavél meðan á rannsókn stóð. Kvörtunarþjónustu Neyt- endasamtakanna væri mikill akkur í því, að frétta frá neyt- endum sem kynnu að þekkja einhver dæmi um mál af þessu tagi, og þá ekki aðeins vegna Philcovéla. Vinsamlegast send- ið upplýsingar til Neytenda- samtakanna, kvörtunarþjón- ustu, pósthólf 1096, 121 Reykjavík, eða hringið í síma 21666 á auglýstum tíma. Skóverslunin Skæði Annan febrúar sl. hringdi kona í skrifstofu Neytendasam- takanna, og leitaði álits vegna skókaupa. Hún hafði á gamlársdag keypt spariskó í versluninni Skæði, Laugavegi 74, Reykjavík, oggaf siglíming á öðrum skónum strax. Versl- unin lét gera við skóinn á sinn kotnað. Síðan bilaði hinn skór- inn á sama hátt. Konan fór þá aftur í verslunina, en fannst undirtektir afgreiðslufólks ekki sem bestar, gefið var í skyn, að skórnir væru henni of litlir o.s.frv. Var henni sagt að koma síðar, þegar eigandi verslunar- innar væri búinn að kynna sér málið. Konan vildi nú vita hver væri réttur sinn í þessu máli. Skrif- stofa NS ráðlagði henni að gefa kaupmanninum hæfilegan frest til þess að svara, og hafa þá samband við NS aftur, er af- staða hans lægi fyrir. Daginn eftir hringdi konan og sagði að klukkan rúmlega sex kvöldið áður hefði kaup- maðurinn komið heim til sín, beðið sig afsökunar á óþæg- indunum, rétt sér skóna við- gerða og að auki u.þ.b. 50% endurgreiðslu af kaupverði skónna í bætur. Petta dæmi sýnir að til eru undantekningar frá þeirri al- mennu venju kaupmanna hér á landi, að snúa viðskiptavinum sem kvarta, út og suður án til- lits til þeirra óþæginda, tíma- eyðslu og kostnaðar sem slíkt hefur í för með sér. Til eru þeir kaupmenn sem kjósa sér að fyrirmynd þau heimsins horn, þar sem góðir viðskiptahættir tíðkast og neytendaréttur er virtur. Megi þeir sem slíka við- skiptahætti stunda verða lang- lífir í landinu. Með öflugum samtökum og upplýsingamiðl- un geta neytendur á íslandi séð til þess, að fyrirtæki sem ekki tíðka góða viðskiptahætti, lognist útaf, til mikilla hagsbóta fyrir neytendur, hvað sem öllum endurbótum á lögum líður. Lög og lenska Ekki alls fyrir löngu var í út- varpinu fjallað um vaxandi vanskil aimennings á afborgun- um fjárskuldbindinga. Teknir voru tali fulltrúar lánastofnana og annarra sem lána fé. M.a. var talað við fulltrúa seljenda (kaupmanna), og spurt hvort farið væri að bera á því, að kaupendur (neytendur), stæðu ver í skilum með afborganir en áður, og viðurlög við því. Það virðist lengi ætla að loða við landann óttablandin virð- ingin fyrir dönsku einokunar- kaupmönnunum. Fyrst og fremst er hugað að þeim sem selur varning eða þjónustu, en kaupandinn og hans raunir falla í skuggann. Reynt er á alla lund að tryggja að seljandi geti með góðum árangri krafist um- saminnar greiðslu á réttum tíma og með fulum vöxtum, ella sæti kaupandi fyllstu við- lögum og greiði allan kostnað, oft verulegan. Auðvitað er þetta eðlilegt og sjálfsagt. Auðvitað eiga menn að greiða umsamið verð fyrir það sem þeir kaupa, og bera allan kostnað af vanskilum. Þetta er svo sjálfsagt, að ekki þarf orðum að eyða. Jafn eðli- legt og sjálfsagt er að þetta gildi einnig um yanefndir seljenda, ekki bara fyrir lögum heldur einnig í daglegum samskiptum. En það eru tvær hliðar á hverjum peningi. Afborgunarkaup eru gjarn- an í formi víxla. Er það sjálf- sagt að seljandi (eða handhafi víxla) geti innheimt þá af fyllstu hörku, þótt varan sem greidd var með víxlunum liggi ónot- hæf vegna galla sem ekki fæst lagfærður? Er það sjálfsagt að kaupendur fjármagni innflutn- ingsverslun eða iðnað með vaxtalausum lánum, en greiði sjálfir fyllstu vexti til sömu aðila, ef þeir lána eftirstöðv- arnar? Hverjir kannast ekki við það, að „greitt sé inná hlut,“ til þess að hægt sé að leysa hann úr tolli eða eitthvað í þeim dúr? Stundum er full greiðsla fyrir hlutinn í fórum seljenda vikum saman án nokkurra vaxta. Hver veit hversu mikið fé þetta er samtals? Kannski er það fært sem vaxtatekjur á framtölum fyrirtækjanna. Er það sjálfsagt að kaupandi þurfi að snúast fram og aftur, stundum dögum eða vikum saman til þess að fá bætur vegna galla á vöru sem goldin var fullu verði? Er það sjálfsagt að kaupandi beri kostnaðinn af þessurn eltingaleik? Hver greiðir innheimtukostnaðinn ef greiðsla fyrir vöru reynist „gölluð“, t.d. ef víxill fellur, eða ef innistæða er ekki fyrir ávísun? Er það eðlilegt að kaupandi, sem að fullu hefur greitt verð vöru, sem síðar reynist gölluð eða ónýt, þufi að biðja nánast á hnjánum um bætur og jafnvel prútta um þær við seljandanna, sem í þessu tilfelli er sá aðilinn sem ekki stóð við gerðan samning? Hvor ætti með réttu að mylja á sér hnéskeljarnar í auðmjúkri bæn um sanngirni? Svona mætti halda áfram, nánast endalaust, að spyrja um sjálfsagða hluti. Ef til vill verð- ur það gert síðar, en vonandi gerist þess ekki þörf. En þess gerist þörf, meðan sama, sanna sagan endurtekur sig í sífellu. Sagan af konunni úr Hafnar- firði, sem keypti buxurnar með snúnu skálmunum, í verslun á Laugaveginum og greiddi með skilum 450 krónur, sem var uppsett verð fyrir ógallaðar buxur. Fjórum sinnum mátti hún gera sér ferð úr Hafnarfirði til þess að reyna að ná tali af eigandanum, fleiri símtölum kostaði hún til, uns hún að lokum gekk í Neytendasamtök- in og greiddi félagsgjald til þess að leita aðstoðar í vandræðum sínum. Reikni nú sásem reikna kann. Samkvæmt lögum á kaup- anda að vera tryggður fullur réttur í ýmsunt málum, en sitthvað eru lög og lenska. GVG KVÖRTUNARÞJÓNSUTA - SÍMATÍMI Til þess að koma á móts við þá sem ekki eiga þess kost að skreppa úr vinnu milli klukkan 15 og 17 verður viðtalstíma Neytendasamtakanna breytt í tilraunaskyni. Frá 1. apríl sl. breyttist við- talstími samtakannaog ernú ámilli klukkan 1130 og 1400 alla virka daga. Gerið skil á ógreiddum félagsgjöldum Neytendasamtökin hvetja alla þá sem skulda félagsgjöld fyrri ára, að greiða þau sem fyrst. Neytendablaðið verður framvegis einungis sent til skuldlausra félaga NEYTENDABLAÐIÐ - 15

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.