Neytendablaðið - 01.04.1983, Blaðsíða 10
Meira um borvélar
Gæöakönnun sú sem birt er á blaðsíðunum hér
að framan, nær ekki til allra þeirra véla sem hér
eru á markaði. Því var ákveðið að gefa upp í sér-
stakri töflu upplýsingar um þær vélar sem hér
eru á markaði, en sem ekki ergetið í gæðakönn-
uninni. Um er að ræða níu borvélar til viðbótar
þeim ellefu sem gæðakannaðar voru.
í gæðakönnuninni eru eingöngu vélar með
stiglausa hraðastýringu á snúningshraðanum
(fjölhraðarofa), en í töflunni hér að neðan eru
hins vegarfjórarvélarsem ekki hafaslíkt. Einnig
er ástæða til að vekja athygli á að tvær af þess-
um fjórum vélum eru ekki með höggbor.
Þær upplýsingar sem birtar eru í þessari töflu
eru fengnar hjá viðkomandi innflytjanda.
Tegund Black & Decker H364 Black & Decker H68V Bosch CSB680-2E Makita 6510 SB Makita HP1300SW Millerfalls SP2213 Ryobi PD 1920 Skil 1437H
Innflytjandi G. Þorsteinss. og Johnson G. Þorsteinss. og Johnson Gunnar Ásgeirsson Þórhf. Þórhf. S. Árnason S.Árnason Fálkinn
Smásöluverð” 1543.75 1754.20 3724.00 805.00 1950.00 1788.00 2789.00 1990.00
Lengdásnúru 1.8 m 1.8m 2.5 m 1.8 m 2m 2m 2.5 m 2.5 m
Þyngd 1.9 kg 2.1 kg 2.1 kg 1.2 kg 1 7 kg 1 -7 kg 2.2 kg 1.6kg
Snúningshraöipr. mín. 0-900 0-2400 0-900 0-2400 0-1100 0-3200 2100 0-2700 500 900 2000 0-2600
Tveggjagíra kassi já já já nei nei nei já nei
„Bakkgír" l'á nei nei nei já nei nei nei
Minnsta-stærsta ummál bors 1-10mm 1.5-13 mm 1-13mm 1-10mm3) 1.5-13 mm3) -13mm 1.5-13 mm -10mm
Aflsemvélin tekurinn isig 370 w 400 w 680 w 230 w 430 w 345 w 550 w 320 w
Afl semvélin skilarfrásér - - 370 w - - - - -
Stiglaus hraöastilling já já já2) nei já nei nei já
Höggbor já já já nei já nei já já
„ Borstoppari “ nei nei já nei nei nei já nei
Athugasemdir: 1) Verö var kannaö 19. apríl sl. hjá viðkomandi innflytjendum.
2) Hægt aö faststilla snúningshraðann.
3) Hægt að kaupa rennigreipi (patrónu) sem passar fyrir minni borstærö.
Lesendur safna nýjum félögum
i síðasta tölublaði Neytendablaðsins óskuðum
við eftir aðstoð félagsmanna við að auka við
félagatölu Neytendasamtakanna. í blaðinu
fylgdi seðill þar sem sex nýir félagsmenn gátu
skrifað nafn sitt. Þetta gaf góða raun, nokkrir
félagar brugðust skjótt við og fengu vini og
frændfólk til að skrifa sig á miðann. Færum við
þeim bestu þakkir fyrir.
Við endurtökum þetta nú í þessu blaði og
hvetjum sem flesta félagsmenn til að leggja okk-
ur lið við að byggja upp sterk Neytendasamtök.
Þeir sem senda okkur sex nýja félagsmenn fá að
launum bókina Kennslubók í verslunarrétti eftir
Láru V. Júlíusdóttir lögfræðing. En í bókinni er
fjallað um flest þau lög sem snerta okkur neyt-
endur í daglegum viðskiptum okkar.
8 - NEYTENDABLAÐIÐ