Neytendablaðið - 01.04.1983, Blaðsíða 22

Neytendablaðið - 01.04.1983, Blaðsíða 22
A SIÐASTA 60 kærur vegna auglýsinga Neytendamáladeild Verðlags- stofnunar sér um að veita aug- lýsendum áminningu ef brotin eru ákvæði laga sem á einhvern hátt tala um auglýsingar. Sigríður Haraldsdóttir deildar- stjóri sagði að á síðasta ári hefði deildin haft afskipti af 60 slíkum málum. Athygli vekur þegar spurt er um það hvernig þessi mál komu á borð neytendamáladeildar- innar að það voru oftast atvinnurekendur sem kærðu. í 23 tilfellum. Neytendur kærðu í 21, félagasamtök í 5, opinber- ir aðilar í öðrum 5 og 6 mál voru tekin upp að frumkvæði stofn- unarinnar sjálfrar. Nær helmingur málanna eða 29 voru vegna brota á sömu lagagreininni. Pað er grein Sigríður Haraldsdóttir númer 27. í lögum um verðlag, samkeppnishömlur og órétt- mæta viðskiptahætti frá árinu 1978. í þeirri grein er lagt bann við því að veita rangar, ófull- nægjandi eða villandi upplýs- ingar í auglýsingu. Sigríður sagði áminningarn- ar yfirleitt fá góðar viðtökur hjá þeim sem þær fengju. Yfir- leitt væri samið um málin án þess að nein illindi yrðu. En þverskallist auglýsandinn við og neiti að hætta að birta aug- lýsinguna getur Verðlagsstofn- un lagt við henni bann og beitt dagsektum. Óhætt ætti að vera að hvetja neytendur til þess að hafa sam- band við Sigríði ef þeim finnast auglýsingar rangar á einhvern hátt. DS AUGLÝSINGAR í NEYTENDABLAÐINU Margir lesendur Neytendablaösíns hafa eflaust veitt því eftirtekt, að frá og meö 1. tbl. síðasta árs var byrjað að birta auglýsingar í blaðinu. Það hafði ekki verið gert fyrr vegna aðildar samtakanna að Alþjóðasamtökum neyt- enda, en aðildarfélögum er ekki heimilt að birta auglýs- ingar í blöðum sínum. Ástæða þessarar stefnubreytingar er augljós. Neyt- endablaðið er sent til félagsmanna í samtökunum sem nú eru 4000 alls. Neytendablöð sem gefin eru út í ná- grannalöndunum hafa hins vegar margfalt fleiri áskrif- endur og þar með allt annan fjárhag. Ef tryggja á nauð- synlega útgáfutíðni Neytendablaðsins, þarf blaðið auknar tekjur. Því ákvað stjórn Neytendasamtakanna að auglýsingar sem hefðu sérstakt upplýsingagildi gagnvart neytendum skyldu birtar í blaðinu. Jafnframt skyldi þess vandlega gætt að þeir sem auglýstu í blað- inu, væru ekki í samkeppni við aðra aðila með sölu á þeirri þjónustu sem þaryrði auglýst. Einnig að leitað yrði til launþegasamtaka um stuðning með sérstökum styrktarlínum. Ritnefnd Neytendablaðsins væntir þess að lesendur sýni þessu máli skilning. Jafnframt munu Neytenda- samtökin skýra sérstöðu samtakanna gagnvart Alþjóðasamtökum neytenda ef þörf krefur, því ekki má skilja þesa nýbreytni þannig að Neytendasamtökin hyggist ganga úr Alþjóðasamtökunum. 20 - NEYTENDABLAÐID

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.