Neytendablaðið - 01.04.1983, Blaðsíða 16

Neytendablaðið - 01.04.1983, Blaðsíða 16
KVÖRTUNARÞJÓNUSTA Vegna mannfæðar á skrifstofu Neytendasamtakanna er reynt að byggja kvörtunarþjónust- una sem mest á leiðbeiningar- þjónustu um rétt neytandans og hvernig hann leysir málin á eigin spítur. Félögum Neyt- endasamtakanna standa einnig til boða leiðbeiningar lögfræð- ings, ef þurfa þykir. Fyrirtæki virðast í auknum mæli leita til Neytendasamtakanna til þess að fá álit þeirra varðandi ein- stök mál. Það er stefna Neyt- endasamtakanna, að kaupend- ur og seljendur leysi málin sín á milli, enda taka samtökin ekki að sér milligöngu í máli nema fullreynt sé, að aðilar nái ekki samkomulagi. Neytenda- samtökin reka ekki mál ein- stakra félaga fyrir dómstólun- um, en lögfræðingur samtak- anna leiðbeinir þeim félögum, sem hyggja á málsökn sjálfir vegna kvörtunarmála, sem ekki leysast á annan hátt. Spjaldskráin Fyrstu tvo mánuði ársins hafa nöfn 79 fyrirtækja verið færð á spjaldskrá kvörtunar- þjónustu NS. Yfirleitt er um einstaka kvörtun að ræða, en ákveðin fyrirtæki skera sig úr og hafa fengið á sig fleiri kvart- anir. Flestar kvartanir vegna einstaks fyrirtækis þessa fyrstu tvo mánuði ársins eru 5. Það lætur nærri að vera 30 kvartanir á ári, og leiða menn ósjálfrátt hugann að því hvort orsakanna sé að leita í óvanalegri stífni í viðskiptum eða lélegri vöru og þjónustu. Aðsjálfsögðu skiptir markaðshlutdeild miklu máli þegar litið er á fjölda kvartana vegna einstakra fyrirtækja. I ráði er að birta í Neytendablað- inu einu sinni til tvisvar á ári lista yfir þau fyrirtæki sem skera sig úr vegna hárrar kvart- anatíðni. Telja má eðlilegt að félagsmenn Neytendasamtak- anna eigi aðgang að upplýsing- um sem samtökunum berast vegna fyrirtækja sem sýna óbilgirni í viðskiptum. Mætti líkja því við vanskilamanna- 'ista í víxlaviðskiptum. Félagar NS gætu þá reynt að forðast viðskipti við fyrirtæki sem snið- ganga jafnvel lög og góða við- skiptahætti og virða samtök neytenda einskis. Er þetta ekki einhver angi af frjálsri sam- keppnií reynd? Efnalaugar Af þeim 79 fyrirtækjum sem skráð eru, eru 10 efnalaugar (fatahreinsanir). Þetta erhæsta hlutfall einstakrar viðskipta- greinar og beinir athyglinni að þeim ólestri sem þessi þjónustu- grein virðst vera í. Engin rétt- indi né kunnáttu þarf til þess að hefja starfrækslu efnalaugar og auglýsa og selja þá þjónustu fullu verði. Menn virðast hafa sjálfdæmi í því, hvaða ábyrgð þeir taka á árangrinum. Mörg kvörtunarmál sem berast NS vegna þessarar þjónustu daga uppi vegna fullyröinga seljanda um að flíkin liafi nú verið ónýt þegar hún var lögð inn, vísað er til texta á innleggskvittun þar sem seljandi undanskilur ýmiss efni allri ábyrgð, og sést hafa þar furðulegustu textar. Þess eru jafnvel ófá dæmi, að selj- endur beri fyrir sig sem vörn í málinu að þeir séu því miður ótryggðir, vegna þess hve ið- gjöld séu há! í hvaða tilfellum öðrum fá menn slík svör þegar tjóni hefur verið valdið á eigum þeirra? Ef greitt yrði t.d. 5% tryggingargjald, myndi það ekki nægja til þess að greiða fyrir flest tjón? Fatahreinsun sem eyðileggur meira en tuttugustu hverja flík ætti að loka samstundis, og starfsmenn og eigendur að leita sér að starfi sem þeir ráða við. Fram til 1. mars máttu neytendur kyngja því að greiða 7 krónur fyrir hverja flík sem lögð var inn til hreinsunar, og hét það Bruna- tryggingargjald. Hversu oft komu menn með innleggssnót- una sína að brunninni fata- hreinsun?! Sannleikurinn í því máli er vísitöluskrípaleikur stjórnvalda, sem í stað þess að veita heimild til hækkunnar þjónustugjaldsins lokuðu aug- um fyrir hækkun á brunatrygg- ingu. Mál er að linni. Neytendur hljóta að líta til löggjafans í þessunt efnum. Eins og laga- setning um flutningsábyrgð átti að vernda menn gegn óhæfi- legum viðskiptaháttum farm- flytjenda er löngu orðið tíma- bært, og reyndar óhjákvæmi- legt, að lög verði sett unt rétt til þess að selja öðrum þjónustu á borð við fatahreinsun, og lág- marksábyrgð seljenda á þeirri þjónustu sem þeir veita. Þótt slík lagasetning kosti það, að einhverjar efnalaugar leggi upp laupana, þá hefur farið fé betra. Þvottavélar - þéttihringur Nýlega lauk hjá kvörtunar- þjónustunni einu af „elstu mál- unum“. Það reis vegna þess að kaupandi taldi hurðarþétti- hring í þvottavél hafa með ein- hverjum hætti gefið frá sér gúmmíkennda kvoðu, sem klíndist í þvottinn og eyðilagði. Mál þetta sem var vegna nýrrar Philco þvottavélar, barst skrif- lega á skrifstofu NS 21. sept- ember 1982. Lokasvar frá selj- anda, Heimilstækja hf. dagsett 9. mars 1983, barst NS fyrir skemmstu. í bréfi sínu hafnaði seljandi kröfu kaupanda um riftun kaupa og endurgreiðslu. Því til stuðnings lagði hann fram telexskeyti frá framleiðanda vélarinnar, Philco á Ítalíu, sem taldi galla í v.él eða gúmmíhring vart geta verið ástæðuna fyrir efni því sem væri í þvottinum, en nefndi þess í stað notkun of sterkra þvottaefna (uppleys- andi) eða að þvegin hafi verið föt með olíu- eða fituefnum t.d. vinnugalli, og sé það klístrið í þvottinum. Kaupandi benti á að börn hennar væru haldin of- næmi og því mætti hún ekki nota nema vægustu þvottaefni, maður hennar ynni við tré- smíðar og ef um mikil óhrein- indi er að ræða sé vinnugallinn ekki þveginn í vélinni. Seljandi lét á eigin kostnað rannsaka sýni af klístrinu ásamt þétti- hringnum hjá Iðntæknistofnun íslands. Sagði seljandi rann- sókn þá hafavaldið þeim mikla drætti sem orðinn væri á lausn málsins. Engin skrifleg greinar- gerð hefur borist frá Iðntækni- 14 - NEYTENDABLADIÐ

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.