Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 3

Neytendablaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 3
EFNISYFIRLIT 4 Sterkara blýlaust bensín í viðtali við Jónas Bjarnason framkvæmdastjóra FÍB kemur fram að til þess að notkun blýlauss bensíns geti orðið almenn þurfi 95 oktan blýlaust bensín. Einn- ig er sagt frá skoðun á útblæstri bifreiða og hreinsibúnaði á bifreiðar. 8 Næringarfræöi Hvað þurfum við að borða til að okkur líði vel? spyr Valgerður Hildibrandsdóttir, næringarráðgjafi sem er nýr pistlahöfundur í blaðinu. 9 Viðkvæm fataefní í tísku Neytendasamtökunum berst mikið af tískufatnaði sem hefur þolað illa þvotta- eða hreinsimeðferð. Af því tilefni er rætt við Pétur Sigurjónsson, fyrrverandi yfirmann Trefjaefnadeildar Iðntæknistofnunar og Guðjón Jónsson, formann Félags efnalaugaeigenda. 14 Kvörtunardeildin Nefnd nokkur dæmi um mál sem berast kvörtunardeild NS, t.d. léleg dekk á BMX hjól, tjón á skemmtistöðum, lélegan leðurfatnað og farandsölu. 16 Notendakönnun - örbylgjuofnar Viðamikil könnun hefur verið gerð á reynslu notenda af örbylgjuofnum, þar sem hringt var í yfir 2000 heimili. Ýmis góö ráð varðandi örbylgjuofna er hins vegar að finna í 1. tb. Neytendablaðsins frá 1987. 18 Hið eilífa kjúklingastríð Rætt við formann Neytendasamtakanna um stöðuna í kjúklingamálinu og við- ræður sem samtökin eiga í við framleiðendur. 21 Höfum við efni á umhverfinu okkar? Þessarar spurningar spyr María E. Ingvadóttir varaformaður NS í grein sem hún skrifar um hinar margvíslegu hliðar umhverfismála. 26 Heimilisbókhald Raggý Guðjónsdóttir, stjórnarmaður í Neytendafélagi höfuðborgarsvæðisins fer yfir undirstöðuatriði heimilisbókhalds og mun halda því áfram í næstu blöðum. 28 Börn og auglýsingar Hinn 15. mars sl. hvöttu Neytendasamtökin til þess að skólabörn yrðu frædd um auglýsingar og var efni því tengt sent í skólana. Tveir skólar, Grunnskólinn á Raufarhöfn og Selásskóli í Reykjavík, brugðust vel við og létu nemendur teikna auglýsingar. Sýnishorn birtast á síðu 28 og 29. 35. ÁRGANGUR MÁLGAGN NEYTENDASAMTAKANNA, HVERFISGÖTU 59,101 REYKJAVÍK, SÍMI 91-21678 Ritstjóri og ábyrgðarmaður Elísabet Þorgeirsdóttir STJÓRN NEYTENDASAMTAKANNA: Jóhannes Gunnarsson, tormaður María Ingvadóttir, varaformaður Einar Örn Thorlacius, gjaldkeri Anna Hlín Bjarnadóttir, ritari Bryndís Steinþórsdóttir Jón Magnússon Jónas Bjarnason Kristján Valdimarsson Oddrún Sigurðardóttir Sigríður Ingibjörnsdóttir Steinar Harðarson Vilhjálmur I. Árnason Umbrot, filmuvinna og prentun: Borgarprent Pökkun: Bjarkarás Forsíðumynd: MYND - Bjarni Jónsson. Heimilt er að nota efni úr Neytenda- blaðinu í öðrum fjölmiðlum, ef heimildar er getið. Upplýsingar úr Neytendablaðinu er óheimilt að nota í auglýsingum og við sölu, án leyfis ritstjórnar. FRÁ RITSTJÓRN Bensín getur ekki talist munaöarvara á íslandi. Hér hefur stefna stjórnvalda verið sú að einkabíllinn skuli þjóna þörfum landsmanna í samgöngumálum, er þar skemmst aö minnast tollalækkunará bílum í tengslum við kjara- samninga fyrir nokkrum árum. Uppbygging almenningssam- gangna hefur algjörlega lotið í lægra haldi fyrir einkabílavæð- ingu stjórnvalda. Hinar gífurlegu hækkanir á bensíni frá ársbyrjun þessa árs hafa að mjög miklu leyti runnið í ríkissjóð. Þessar álögur geta ekki talist annað en venjulegur neysluskattur. Hér er ekki verið að skattleggja þá sem meiri fjárráð hafa, því illmögulegt hefur verið að treysta á samgöngur af öðru tagi, sérstaklega á höfuð- borgarsvæðinu. Það sem rennur til ríkisins í bensínverði og matarskattur eru útgjöld sem leggjast með miklum þunga á þau heimili landsins sem minnst bera úr býtum. ( blaðinu er fjallað um þær tvær tegundir bifreiðabensíns sem hér eru fáanlegar. Önnur tegundin leiðir til minni umhverfis- mengunar en þaö bensín er ekki nógu sterkt fyrir margar bifreið- ar. Eigendur þeirra kjósa fremur að aka á kraft-bensíni sem við- heldur blýmengun í andrúmsloftinu. Ekki er sjáanlegt að stjórn- völd leggi mikið upp úr því að stuðla að aukinni notkun á blý- lausu bensíni og hefur notkun á því dregist saman. Samkvæmt heimildum Félags íslenskra bifreiðaeigenda er bensínverð á íslandi nú næst hæst í Evrópu. Danir eru þar efstir en hyggjast lækka bensínskatt, þannig að innan skamrns er lík- legt að við eigum metið í Evrópu. Ef stefna stjórnvalda væri sú aö auka notkun blýlauss bensíns, væri hægur vandi að lækka það verð og stuðla þannig að bættu ástandi í mengunarmálum. 3

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.