Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 8

Neytendablaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 8
NÆRIN G ARFRÆÐI Valgeröur Hildibrands- dóttir næringarráðgjafi mun verða með fastan pistil um næringarfræði i blaðinu. Velkomið er að leita svara við spurn- ingum hjá henni. HVAÐ eigum við að borða til að okkur líði vel? Hversu mikla orku þurfum við? Orkuþörf okkar byggist meöal annars á aldri, kyni, og hreyfingu. Unglingsstrákur þarf um 14.3 KJ (3.400 kkal) á dag. Svipaö magn af orku þarf fullorðinn karlmaður í erfiðisvinnu. Unglingsstúlka þarf um 10.5 KJ (2.500 kkal). Sviþað magn af orku þarf fullorðinn kven- maður í meðalþungri vinnu. Orkuþörf einstaklinga er sem sagt mjög mismunandi. Auðveldasta leiðin til að fylgjast með að kjör- þyngd haldist er að vigta sig reglubundið á sama tíma sólahrings- ins. Góðar matarvenjur eru mikilvægar! ( dag lifum við almennt kyrrlátara lífi en áður fyrr. Það eru færri sem stunda erfiðisvinnu. Það er mjög mikilvægt að velja af kost- gæfni það sem við borðum þannig að I íkaminn fái þau næringar- efni sem hann þarf á að halda án þess að fá of mikla orku. Síðustu áratugi hafa matarvenjur breyst mikið. í sumum tilfellum til hins betra. En því miður einnig í sumum tilfellum til hins verra. í dag borðum við of mikið af fitu og sykri og of lítið af trefjum. Með góðum matarvenjum er hægt að minnka hættuna á að fá hina ýmsu kvilla og sjúkdóma. Óæskilegt mataræði getur aukið hættu á hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki, offitu, tann- skemmdum, hægðatregðu, járnskorti, o.fl. Engin fæðutegund inniheldur allt það sem líkaminn þarf á að halda, en allar fæðutegundir innihalda eitthvað af því. Til þess að okkur líði vel er þess vegna best að borðafjölbreytt fæði, sem sagt sitt lítið af hverju. Sumir borða of mikið og nýta ekki alla þá orku sem þeir láta í sig. Ef það á sér stað oft eða ef hreyfing er í lágmarki þá vill útkoman gjarnan verða offita. Að borða einhæft fæði er heldur ekki æskilegt. Það getur haft í för með sér hina ýmsu kvilla. Orkuríkur matur og næringarríkur matur Orka og næring er ekki það sama. Líkaminn þarf á orku að halda fyrir starfsemi sína t.d. þegar við öndum, göngum, hlaupum, syndum, hjólum. Maturinn inniheldur meðal annars fitu og kolvetni sem eru orkugjafar og prótein sem er byggingarefni og orkugjafi. Orkugildi fitunnar er rúmlega helmingi meira en kolvetna og pró- teins. Líkaminn þarf ekki bara á orku að halda, hann þarf einnig efni til uþþbyggingar og viðhalds á vefjum og frumum og til fram- leiðslu efnahvata og hormóna. Ef maturinn á að vera næringarrík- ur þarf hann umfram innihald af orku einnig að innihalda ríkulegt magn af öðrum næringarefnum svo sem vítamínum, steinefnum, trefjum og vatni. 8 Manneldisfélag Islands vill vekja athygli á nýútkom- inni nœringarefnatöflu. Næringarefnataflan er til sölu í bókaverslun Máls og Menningar, Laugavegi 18 og kostarkr. 175. Hœgt er aðfá upplýsingar um nœringarefnatöfluna hjá Valgerði Hildibrandsdóttur formanni Manneldis- félags íslands, í síma 652626. GEFIN ÚT AF MANNELDISFÉLAGI ISLANDS

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.