Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 16

Neytendablaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 16
NOTENDAKÖNNUN Reynsla notenda af ÖRBYLGJUOFNUM Notcndakönnunin að þessu sinni er á örbylgjuofnum. Á vegum Neytendasamtakanna var hringt í 2307 heimili, voru 86,6% á höfuðborgarsvæðinu og 13,4% utan þess. Örbylgjuofn var til á 835 heimilum, eða 36,2% þeirra sem hringt var í. 45 tegundir ofna komu fram í könnuninni og voru 15 tegundir til á 16 heimilum eða meira. Yoru það alls 730 ofnar eða 87,4% þeirra ofna sem við sögu koma. Tvær algengustu tegundirnar voru Toshiba og Sharp. Eins og í kaffivélakönnuninni sem birtist í síðasta blaði, eru konur fjölmennari í hópi viðmælenda en karlar, eða 66,4%. Tækjaeign er líka algengari á lands- byggðinni í þessari könnun eins og þeirri fyrri. Þannig áttu 49,8% aðspurðra á landsbyggðinni örbylgjuofn en aðeins 34,1% aðspurðra á höfuðborgarsvæð- inu. Nýtilkomin eign Ofnarnir voru flestir mjög nýir. 87,7% voru yngri en 5 ára, 12,7% 6-15 ára og 0,2% (tveir ofnar) eldri en 16 ára. Mjög fátítt var að ofnarnir hefðu bilað. Aðeins 3,6% allra ofnanna höfðu bilað og þar af 3,1% sem aðeins höfðu bilað einu sinni. 96,4% ofnanna höfðu aldrei bilað. Ofangreindar staðreyndir leiða svo til þess að flestir viðmælendur voru mjög ánægðir með ofninn. 87,5% sögðust mjög ánægðir, 11,4% sæmilega ánægðir og aðeins 1,1 % kvaðst vera óánægður. Ekki þurft á þjónustu seljenda að halda Þar sem ánægja er almennt mikil með ofnana og þeir flestir mjög nýir, kemur ekki á óvart að meirihlutinn segist geta mælt með ofninum sínum. 81,7% sögð- ust geta mælt með ofninum, 5,3% sögð- ust ekki geta mælt með honum og 13,0 sögðust ekki vita það. Vegna þess hve bilanatíðnin er lítil treystu fæstir sér til að meta hvort þeir væru ánægðir með þjónustu seljenda eða ekki. 79,3% sögðust ekki vita hvort þeir væru ánægðir með þjónustuna, 17,6% sögðust ánægðir með hana og 3,1% sögðust ekki ánægðir með þjónustu selj- enda. Fleiri með snúningsdisk Spurt var hvort snúningsdiskur væri í ofninum og kom í Ijós að 59,8% ofnanna voru með snúningsdisk en 40,2% ekki. Ef borin er saman ánægja með ofninn og það hvort hann er með snúningsdisk eða ekki, kemur í Ijós að það atriði skiptir mjög litlu máli hvað ánægju varðar. Ef Hlutfall tegunda (10 algengustu tegundir) Philips (8%) Siemens (7%) Samsung (6%) Tec (6%) AEG (6%) Sharp (13%) Toshiba (21%) Electrolux (2%) Hitachi (2%) Moulinex (5%) Allaraðrar (25%) ) 16

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.