Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 13

Neytendablaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 13
TIL UMFJÖLLUNAR um við að vita hvort eigandinn vill taka áhættuna á því að liturinn dofni. Sumir vilja gera allt til að fá fötin hrein, þau væru ónýt hvort sem er ef ekki tækist að hreinsa þau.“ „Dry clean only“ Þjálfaður hreinsari þarf að þekkja um 3000 tegundir af fataefnum og efnablönd- um. Hann hefur yfir að ráða ótal tegund- um af blettaefnum og þarf að vita hvernig þau vinna á hinum ýmsu fataefnum. Þess vegna verða fötin að vera með góðum meðferðarmerkingum, þ.e. þvottamerkj- unum fjórum, og einnig þarf að koma skýrt fram hvaða efnablanda er í flíkinni. „Það er til dæmis ekki nóg að á flíkinni standi „dry clean only“. Það segir okkur ekkert úr hvaða efni hún er, né hvaða meðferð hún þolir,“ sagði Guðjón. „Fata- framleiðendur eru mjög misgóðir í þess- um merkingum. Þýskir og breskir finnst mér standa sig best, þetta er nokkuð gott á Norðurlöndum en mér finnst íslenskir framleiðendur ekki standa sig nógu vel. Einnig getur verið misbrestur á að leið- beiningarnar standist sem gefnar eru upp og ég hef séð dæmi um að miðinn sé óút- fylltur.“ „Einnota fatnaður" Ef flík er ómerkt segist Guðjón gjarnan taka hana til hreinsunar á ábyrgð verslun- arinnar sem seldi hana. „Ég hef ágæta reynslu af viðskiptum við nokkrar versl- anir á þennan hátt,“ sagði Guðjón. „Ef flíkin stenst ekki venjulega meðferð eru verslanirnar tilbúnar að semja við eigand- ann.“ Guðjón nefndi dæmi um tískufatnað sem telst ekki vera nema einnota. „Við fáum stundum fatnað sem reynist við hreinsun ekki vera merkilegri en bréfserv- étta. Þetta veldur fólki að sjálfsögðu mikl- um vonbrigðum." Nú er í bígerð að stofna sameiginlega kvörtunarnefnd Neytendasamtakanna og Félags efnalaugaeigenda og er von beggja aðila að með því samstarfi takist að leysa þau vandamál sem upp koma vegna hreinsunar á fatnaði. Að sjálfsögðu þarf þriðji aðilinn, fataverslunin, að verafústil þess samstarfs líka og er óskandi að svo verði. . .. Þjálfaður hreinsari þarf að þekkja um 3000 tegundir af fataefnum og efnablöndum. Hann hefur yfir að ráða ótal teg- undum af blettaefnum og þarf að vita hvernig þau vinna á hinum ýmsu fata- efnum . . . Guðjón Jónsson í efnalaug sinni. Samskipti neytenda og efnalauga œttu að byggjast á samvinnu jmr sem rœtt er fyrirfram um juið sem hreinsa skal. Sumir virðast halda að í efnalaugum séu galdratœki sem gera fatnað eins og nýjan, burtséð frá þeim óhreinindum sem i hann hefurfarið. 13

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.