Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 30

Neytendablaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 30
ERLENDAR FRETTIR Bandaríkin Neytendasamtök Bandaríkjanna (Consumers Union) hafa birt opið bréf til George Bush þar sem þau fara fram á að hinn nýkjörni forseti Bandaríkjanna styðji öfluglega við bakið á neytendasjón- armiðum sem hafi verið stórlega vanrækt á átta ára stjórnartíma Reagans. Meðal annars fara bandarísku neyt- endasamtökin (CU) fram á að Bush verði í fararbroddi fyrir átaki til að endurreisa lasburða heilbrigðisþjónustu sem um þessar mundir nær ekki til 37 milljóna Bandaríkj amanna sem eru fátækir og hafa ekki keypt tryggingu. Fullnægjandi húsa- skjól fyrir vaxandi fjölda heimilislausra, sæmandi húsnæði fyrir fátæklinga, strang- ari kröfur um skaðlausan iðnvarning, framkvæmd laga gegn auðhringamyndun (antitrust) verði hert og nýir skattar á tóbak og áfengi eru meginkröfurnar, segir CU í bréfi sínu. „ . . . Á undanförnum átta árum hafa neytendasjónarmið ekki notið samúðar og skilnings í stjórnarráðinu“ segir í bréf- inu. „Neytendur treysta því, hr. Bush, að þér styðjið þær neytendaréttarkröfur sem Kennedy forseti setti fram á sínum tíma og að þér haldið áfram á þeirri braut varð- andi neytendamál, sem mörkuð var af Johnson, Nixon, Ford og Carter fyrrver- andi Bandaríkjaforsetum." fíréf bandarísku neytendasamtakanna til Bush forseta. Bretland Breska verðlagsstofnunin (The Office of Fair Trading, OFT) gaf nýlega út yfirlit yfir útfararkostnað sem vakið hefur mikla athygli. Yfirlitið er byggt á viðtölum við tæplega 900 manns sem þurftu að sjá um útfarir á árinu 1987. Könnunin leiddi í ljós, að útfararkostnaður hefur hækkað um tæp 30% umfram verðbólgu og 40% aðspurðra höfðu engar upplýsingar fengið um verðið fyrirfram. Mjög fáir könnuð verðið á fleiri en einum stað. U.þ.b. 650.000 manns deyja árlega á Bretlandseyjum og lágmarkskostnaður vegna útfarar er nú u.þ.b. 400 sterlings- pund (ISK 36.000) fyrir útför án nokkurr- ar viðhafnar. Vaxandi útfararkostnaður hefur meira að segja rekið einn nýjunga- gjarnan kaupmann til þess að bjóða „do- it-yourself“ líkkistusett. FYLGIST MEÐ VÖRUVERÐI Lesið verðkannanir Verðlagsstofnunar. Blaðið er sent endurgjaldslaust til allra sem þess óska. Áskriftarsíminn er 91-27422 RDKÖNNUN VERÐIAGSSIOFNUNAR 30

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.