Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 22

Neytendablaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 22
UR BARATTUNNI » uu >!<! m Pegar hringvegurinn er ekinn blasa alltofoft við bílhrœ við bœina, jafnvel heill bílakirkjugarður, þ.e.a.s. kirkjugarður fyrir ójarð- aða bíla. Hreinsunarbúnaður og blýlaust bensín Þó aö þarfasti þjónn nútímamannsins hafi margt til síns ágæt- is, hefur hann nokkuð fleiri ókosti, en þarfasti þjónn forfeöra okkar. Hann spúir eiturgufum hvar sem hann fer, um sveitir, um bæi eða borgina okkar allra. Það fer eins og fyrri daginn, það kemur vel á vondan. Við fyllum nef og lungu af þessum eiturgufum, eig- um varla annað skilið úr því að við köllum þessi ósköp yfir okkur. Það er verra með börnin okkar, morgunbaðið dugar nefnilega ekki á lungnaskít. Ekki veit ég hverju um er að kenna, að hreinsunarbúnaður skuli fjarlægður úr bifreiðum, þegar þær koma hingað til lands. Kannski þekkingarskorti eða almennu stjórnleysi í umhverf- isvernd, varlafjárskorti, sem þeirbera yfirleittfyrir sig, þegarþeir finnast, sem bera eiga ábyrgð á einstökum þáttum umhverfis- og hollustuverndar. Blýlaust bensín er talið minna skaðlegt en annað bensín. Því er furðulegt, að ekki skuli rekinn áróður fyrir almennari notkun þess og bifreiðainnflytjendur hvattir til að huga að þessum mál- um hjá þeim framleiðendum sem þeir versla við. Hér er sjálfsagt einnig um að kenna, umhverfismálastjórnleysi. lönaðar- eöa landbúnaöarvara? Ég hrekk alltaf ónotalega við, þegar verið er að furða sig á því, hve eftirlit með innlendum matvælum er lítið og svo til ekki neitt með innfluttum, og fjárskorti er kennt um. 22 Er ekki þarna verið að spara eyrinn en eyða krónunni? Auðvitað þarf strangt eftirlit með framleiðslu matvæla, bæði hvað varðar hreinlæti og aukefni. Innihaldslýsingar eiga að vera sjálfsagðar á umbúðum. Þær eru ekkert einkamál framleiðenda, nema þeir líti á vörurnar sem sitt einkamál, en þá hafa þær held- ur ekkert að gera í hillum verslana. Það er dálítið kúnstugt að heyra það, að reynt sé að stöðva innflutning á smjörlíki á þeim forsendum, að innflutta varan sé ekki nógu vel merkt. Ekki er þetta aðeins kúnstugt vegna þess, að innlenda varan er yfirleitt ver merkt, heldur vegna þess, að nú var tími og fjárráð til að rannsaka þessa einstöku, innfluttu og fordæmaskapandi landbúnaðariðnaðarvöru. Það skiptir nefni- lega mikli máli, hvort varan er iðnaðarvara eða landbúnaðar- vara. Ef vara telst iðnaöarvara, eins og t.d. smjörlíki og kjúkling- ar, er talað um að rekstrarskilyrðin séu mun óhagstæðari hér á landi en erlendis. Það er mikið til í því, enda stefna ríkisvaldsins að hefta sem mest eðlilega uppbyggingu iðnaðar, með allskyns sköttum og gjöldum, í stað þess að leyfa atvinnuveginum að blómstra og skila þá um leið arðsemi sinni út í þjóðfélagið, marg- falt meiri en núverandi skattaálögur. Ef innlenda iðnaðarvaran er í samkeppni við innlendar land- búnaðarvörur, eins og t.d. kjúklingarnireru, eru aðföngin skatt- lögð og reynt að koma í veg fyrir, að þessi framleiðsla fái að sitja við sama borð og landbúnaðarvörur. Það er gert með ýmsum hætti. Ekki fæst leyfi til að endurnýja stofna, bólusetja eða nota lyf, þannig að ungadauði er hlutfalls- lega mun meiri í íslenskum kjúklingabúum en erlendum.

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.