Neytendablaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 15
KVÖRTUNARDEILDIN
Þegar verslun fer á
hausinn
Gjaldþrot hafa veriö tíð að undanförnu
og margir hafa beðið skaða vegna þeirra.
Þegar verslun er tekin til gjaldþrotaskipta
eru yfirleitt margir kröfuhafar og hafa þeir
þá forgang sem eiga stærstu kröfurnar.
Það verður til þess að fólk sem keypt hefur
vörur sem reynast gallaðar fær yfirleitt
ekki bætur, vegna þess að stærri kröfuhaf-
ar eru fyrir. Fólk er sem sé algjörlega
ótryggt ef verslun sem það skiptir við fer á
hausinn áður en gengið er frá bótum
vegna gallaðrar vöru.
Þannig var með konu sem keypt hafði
dragt í tískuverslun á tæpar 40.000.00
krónur. Dragtin reyndist ónýt og verslun-
in kvaðst myndu bæta hana, en daginn eft-
ir var búðinni lokað og hún tekin til gjald-
þrotaskipta. Konan stóð þá réttlaus uppi
með ónýta dragt.
Lélegar vörur frá Pilot
Leður er nú mjög í tísku og æ fleiri
verslanir sérhæfa sig í sölu á leður- og
rúskinnsfatnaði. Kvörtunardeildinni ber-
ast oft mál vegna lélegs fatnaðar af þessu
tagi og þykir ástæða að nefna eina verslun
sérstaklega, vegna þess hve margar kvart-
anir hafa borist þaðan og hve verslunar-
eigandinn er oft tregur til að bæta augljósa
galla. Þetta er verslunin Pilot í Hafnar-
stræti í Reykjavík. Nýjasta dæmi um slíkt
mál er mokkajakki, en mánuði eftir að
hann var keyptur kom í Ijós að hann var
gallaður, því það duttur göt á hann. Eig-
andi verslunarinnar ætlar ekki að bæta
þessa flík, þrátt fyrir að hafa viðurkennt
að hún sé gölluð.
Takið kvittun
Öll viðskipti eiga að staðfestast með
kvittun þar sem upphæð þess sem keypt
var kemur fram. Það er skylda allra sem
fást við sölu á vörum og þjónustu að stað-
festa þannig þau viðskipti sem átt hafa sér
stað.
Kvörtunardeildin hefur fregnað af mat-
vöruverslunum þar sem biðja þarf um að
fá strimil úr reiknivélinni, en víða er sá
útreikningur það eina sem neytandinn
hefur í höndunum til að sanna að viðskipt-
in hafi átt sér stað, t.d. ef galli finnst í því
sem keypt var, fyrir utan að geta yfirfarið
útreikning verslunarinnar. Þess má einnig
geta að söluskattssvik verða auðveldari ef
útreikningurinn fer ekki fram á löglegan
hátt.
Neytendur ættu að vera meðvitaðir um
að fá í hendur annað hvort kvittun eða
strimil úr reiknivél. Til dæmis má nefna
skyndibitastaði sem sjaldnast afhenda
kvittun, svo og söluturna.
Viðskipti myndbandaleiga eru líka oft-
ast nótulaus. Þar ætti skilyrðislaust að
gefa kvittanir fyrir því að leigjandi mynd-
bandsspólu hafi skilað henni. Dæmi eru
um að maður hafi verið krafinn um spólu
sem hann var búinn að skila. En hann
hafði ekkert í höndunum því til sönnunar
og ekki leigan heldur.
Farandsala varasöm
Póstverslun og sala við húsdyr verður æ
algengari hér á landi. Við slík viðskipti
ber margt að varast, en því miður eru eng-
ar reglur til um þau hér á landi. Umfram
allt ætti fólk að hugsa sig vel um áður en
það ákveður að festa kaup á því sem er fal-
boðið. Það er til dæmis sjálfsagt að biðja
um umhugsunarfrest.
Skilaréttur á vöru er ekki lögbundinn
hérlendis en flestar verslanir taka við vör-
um aftur ef kaupanda hefur snúist hugur.
Er þá gefin út innleggsnóta en „bestu“
verslanirnar endurgreiða
vöruna.
Kvörtunardeildin fékk til umfjöllunar
mál gamalla hjóna sem keypt höfðu teppa-
hreinsivél með ryksugu á 50 til 60 þúsund
krónur af farandsala. Þegar dóttir þeirra
fékk vitneskju um þetta sama dag og vildi
rifta kaupunum vildi fyrirtækið ekki gera
það. Mætti spyrja við hvers konar siða-
reglur slík fyrirtæki styðjast.
Kaupið ekki
lituð dekk
Hjólreiðar á BMX hjólum
eru vinsælar hjá ákveðnum
aldri barna, en það getur
reynst dýrt að kaupa ný dekk
á 10 daga fresti. Þetta dekk
var orðið gatslitið eftir 10
daga notkun og þótti ekki
athugavert í versluninni sem
seldi það. Dekkið er blátt að
lit, en gul, rauð og blá dekk
eru einmitt vinsæl á þessum
hjólum. Séu dekkin lituð eru
þau ekki sterkari en raun ber
vitni, að sögn kunnugra. Það
hlýtur að vera betra að hafa
dekkin svört og láta þau end-
ast lengur.
15