Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 6

Neytendablaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 6
UMHVERFISVERND Jónas Bjarnasonframkvœmda- stjóri FÍB telur nauðsynlegt að hér fáist sterkara blýslaust bensín til að vinna gegn umhverfismengun. Óheyrileg skattlagning FÍB vinnur nú að því að fá til landsins sterkara blýlaust bensín, svonefnt Euro- norm sem er 95 oktan. Ef slíkt bensín væri fáanlegt hér gætu 85% íslenskra bifreiða ekið á blýlausu bensíni, að sögn Jónasar Bjarnasonar. En þetta bensín er dýrara en blýlausa bensínið sem nú er til sölu og tel- ur Jónas nauðsynlegt að ríkið lækki skatta á bensíni þegar þetta bensín kemur til landsins. „Skattlagning ríkisins er nú 70% af verði bensíns. Við höfum gert könnun á verði blýlauss bensíns og komumst að því, miðað við verð 8. apríl sl., að ísland var með 8. hæsta verð á blýlausu bensíni af 133 löndum. Löndin sem voru með hærra verð voru eins og áður segir að mestu ein- stök Afríkuríki. í sömu könnun kom í ljós að verð á kraft-bensíni hér á landi er það 15. hæsta í heiminum. Rannsóknir hafa leitt í ljós að bensín- eyðsla er meiri ef notað er blýlaust bensín. Sú staðreynd eykur enn á mikilvægi þess að ríkið komi inn í og taki þátt í þeim kostnaði sem fylgir því að minnka um- hverfismengun. Pað kostar peninga að halda landinu hreinu. Við getum ekki endalaust auglýst það sem slíkt fyrir ferðamenn. Hér á höfuðborgarsvæðinu er farið að gæta loft- mengunar sl. ár, enda hefur bílaeign og notkun aukist mjög mikið. Ríkið verður að leggja sitt af mörkum og lækka gjöld á blýlaust bensín. Það er ekki hægt að leggja álögur endalaust á bifreiðaeigend- ur. Þeireru þegar ofskattaðirhér álandi." Jónasi varð tíðrætt um skattpíningu bil'reiðaeigenda og sagði m.a. að af hverj- um 100 krónum sem ríkið fengi frá þeim, greiddi það aðeins 24 krónur til baka til umferðarinnar, þ.e. til vegagerðar, Umferðarráðs ofl. Enda er ísland með næst lélegasta vegakerfi í Evrópu. Aðeins á Tyrklandi fyrirfinnst lélegra vegakerfi, - samt hyggjast stjórnvöld enn taka af þeim peningum sem safnast með bensíngjaldi og eiga að fara í vegasjóð. Gæðaeftirlit á bensíni í september 1985 var gerður samningur milli FÍB og olíufélaganna um gæðaeftirlit á bensíni. Arið áður hafði borið á því að bensínið væri lélegt, bílar drápu á sér upp úr þurru o.s.frv. „Við tökum sýni eftir ströngustu kröfum, úr tönkum víða um land,“ sagði Jónas. „Sýnin eru síðan send til rannsóknastofu í Hollandi og hafa allar prufur staðist kröfur um gæði. Oftast er um sama bensínið að ræða hjá olíufé- lögunum þrem og ekki um merkjanlegan mun að ræða á milli þeirra,“ sagði Jónas Bjarnason og við þökkum honum fyrir spjallið. Útblástur skoðaður — í nýbyggingu Bifreiðaskoðunar Islands Pegar nýbygging Bifreiða- skoðunar Islands verður tekin í notkun í Reykjavík, mun út- blástur bifreiða vera skoðaður. Með því fá bifreiðaeigendur vitneskju um vélastillingu og ástand bensínkerfisins í bílnum, en efþau atriði eru ekki í lagi kemur þaðfram í útblœstr- inum sem er meiri mengunar- valdur en ella. Jón Baldur Þorbjörnsson bíl- averkfræðingur og deildarstjóri Tæknideildar Bifreiðaskoðun- ar var spurður um þetta atriði. „Nú er unnið að endurskoðun á reglugerð um gerð og búnað öku- tækja,“ sagði Jón Baldur, „og mun þar verða gert ráð fyrir útblástursskoðun sem einum skoðunarþætti. Petta atriði hefur verið inn í bifreiðskoðun hjá öðrum þjóðum sl. 10-15 ár. Ég geri ráð fyrir að þessi reglugerð gangi í gildi snemma á næsta ári, en nýja húsnæðið hér í Reykjavík verður væntanlega til- búið til notkunar eitthvað fyrr.“ Að sögn Jóns Baldurs þarf ekki flókinn tæknibúnað til þessara mælinga, en það er efnið kolmónoxíð sem er mælt í útblæstrinum. „Hér er ekki einungis um nýja kvöð á bifreið- aeigendur að ræða. Þeir munu fá vitn- eskju um ástand vélarinnar, en betri stilling þýðir t.d. minni bensíneyðslu. Mismunandi bensíntegundir skipta hins vegar engu máli þegar útblástur- inn er mældur, að öðru leyti en því að blý er mengunarvaldur. Loftmengun í Reykjavík hefur farið stöðugt vaxandi og hafa mælingar sýnt mun meiri mengun en fólk gerir sér almennt grein fyrir." Jón sagði að fyrst um sinn yrði útblástursskoðunin eingöngu fram- kvæmd á höfðuborgarsvæðinu, enda mengunarhættan mest þar. Gert er ráð fyrir að byggja upp skoðunarstöðvar á 11 til 13 stöðum á landinu næstu fimm ár. Hægt er að framkvæma mælingu á útblæstri í færanlegu skoðunarstöð- inni sem búið er að taka í notkun, en það hefur ekki verið gert fram að þessu. 6

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.