Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 18

Neytendablaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 18
of hátt kjúklingaverð Undanfarin ár hefur mikið borið á málflutningi Neytenda- samtakanna sem beinist gegn einokun og óeðlilegum verð- hcekkunum í kjúklinga- og eggjaframleiðslu. Finnst sumum nóg um þá umrœðu og telja að samtökin hafi ekkert annað baráttumál. Fyrirþá sem ekki hafa fylgst náið með málunum, er hér á eftir rifjað upp hvers vegna svo mikil áhersla er lögð á þennan mála- flokk. Einnig er Jóhannes Gunnarsson formaður samtak- anna inntur eftirþvíhver staðan í málinu er nú. Forsaga málsins er í stuttu máli sú að árið 1981 var sett reglugerð um kjarnfóð- urskatt á kjúklinga-, eggja- og svínakjöts- framleiðslu, sem Neytendasamtökin mót- mæltu ásamt framleiðendunum sjálfum. Tilgangurinn með því að setja á kjarnfóð- 18 urskatt í upphafi var sá að efla samkeppnis- stöðu kindakjöts gagnvart fugla- og svína- kjöti, vegna minnkandi neyslu kindakjöts og með setningu búvörulaganna 1985 var kerfið fest enn meir í sessi. Þá var heimil- uð framleiðslustjórnun á fugla- og svína- kjöti og þáðu kjúklinga- og eggjafram- leiðendur það í janúar 1988, þegar reglu- gerð þess efnis var undirrituð og kvóti settur á framleiðsluna. Kvótinn miðast við að þeir sem voru í greininni ákveðið við- miðunarár, munu skipta með sér fram- leiðslunni í framtíðinni. Þeir eiga fram- leiðsluréttinn, sem getur gengið kaupum og sölum, og öðrum er gert illmögulegt að hefja framleiðslu, þar sem þeir myndu ekki fá endurgreiddan hluta af kjarnfóð- urgjaldi eins og hinir. Svínakjötsframleiðendur hafa hins veg- ar ekki enn tekið upp framleiðslustjórn- un. Mikil offjárfesting og brask meö kvóta „Undanfarið hefur mikil offjárfesting átt sér stað í þessum greinum, sérstaklega í kjúklingaframleiðslunni. Framleiðslu- getan og sláturhúsin eru hvergi nærri fullnýtt,“ sagði Jóhannes Gunnarsson þegar hann var beðinn að skýra út hina miklu áherslu sem Neytendasamtökin hafa lagt á þetta mál. „Reyndar hafa eggjaframleiðendur einnig staðið í offjárfestingum. Gleggsta dæmið um það er eggjadreifingarstöðin ísegg sem var geggjuð fjárfesting, enda stóð það fyrirtæki engan veginn undir sér og var lagt niður. Flokkunarvélin sem keypt var til fyrirtækisins var svo stór að hún hefði rúmlega dugað öllu landinu. Neytendasamtökin töldu mjög óæskilegt að einokun kæmist á dreifingu eggja, enda hefur það sýnt sig að tilkoma dreifingar- stöðva, í hvaða grein sem er, leiðir til hærra verðs til neytenda. Þeir framleiðendur sem hafa rekið hag- kvæm bú hafa hagnast mikið, þrátt fyrir að offjárfesting hafi dregið þar talsvert úr. Þeir hafa fest sig vel í sessi og eru vel tryggðir í framtíðinni bæði hvað varðar framleiðslurétt og verð fyrir afurðirnar. Sumir hafa meira að segja snúið sér að annars konar atvinnureksri en auðgast samt sem áður á framleiðslunni því kvóta- kerfið býður upp á mikið brask þar sem eigendur kvóta geta leigt hann og hætt sjálfir að framleiða." Viðmiöunarbúið mjög óhagstætt Ástæðan fyrir því að Neytendsamtökin hafa nú rekið óvenju harðan áróður gegn þeirri þróun sem átt hefur sér stað í fram- leiðslu kjúklinga- og eggja, og hugleitt að fara út í neyslustöðvun er sú, að í skjóli einokunar hefur verð hækkað mjög mikið undanfarið eða um 120% á eggjum og 95% á kjúklingum, meðan framfærsl- uvísitalan hækkaði aðeins um 40%. „Neytendasamtökin verða að vera á varðbergi þegar um svona miklar hækkan- ir er að ræða og jafnvel grípa til aðgerða,“

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.