Neytendablaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 21
UR BARATTUNNI
María E. Ingvadóttir, varaformaður Neytendasamtakanna:
UMHVERFIÐ
OKKAR
- ERUM VIÐ NÓGU GÓÐ FYRIR ÞAÐ?
Mikið er rætt og ritað um umhverfismál
þessa dagana, enda ekki vanþörf á. Það
vill gjarnan verða þannig að ákveðin mál
ná ekki eyrum fólks, hvað þá áhrifa-
manna, fyrr en þau nálgast það, að vera
komin í hálfgert óefni.
Auðvitað hafa umhverfismál alltaf
verið til staðar, en ef til vill hefur verið
unnið of mikið með máltækið í huga,
„lengi tekur sjórinn við“, en það
gleymst, að fyrr eða síðar skilar sjórinn
því sem í hann er látið og jafnvel þá í
mun ófegurri mynd.
Á síðasta þingi var lagt fram frumvarp til laga um samræmda
stjórn umhverfismála. Það er vissulega fagnaðarefni, ef stjórn
umhverfismála verður komið í það horf, að unnt verði að vinna
markvisst að umbótum og síðast en ekki síst, að horfa til framtíðar,
vera á verði gagnvart því, sem gæti haft skaðleg áhrif á loft, láð og
lög. Mér finnst að oftar mætti hafa í huga, aö það sem er skaðlegt
umhverfi okkar, skaðar einnig okkur mennina, fyrr eða síðar.
Það eru ekki svo mörg ársíðan, aðalgengt varaðsjásorphauga
í útjaðri þorpa og kaupstaða. Þegar reynt var að fela þá á bak við
móabörð og hóla, fór fyrir þeim eins og óhreinu börnunum hennar
Evu. Upp komst um felustaðinn þegar reykjarmökkur, með tilheyr-
andi fnyk, lagðist yfir byggðina og læddi sér inn um glugga og dyr.
Það gæti verið ágæt hugmynd fyrir fólk sem ætlar að ferðast
umhverfis landið okkar í sumar, það er aka hringveginn og þurfa á
íinhverri skemmtilegri hugmynd að halda til að hafa ofan af fyrir
börnunum, að láta þau telja bílhræin sem sjáanleg eru frá vegin-
um. Þau eru gjarnan tvö til þrjú við suma bæina, jafnvel heill bíla-
kirkjugarður, þ.e.a.s., kirkjugarður fyrir ójarðaða bíla. Til að lífga
upp á herlegheitin, sést ein og ein sláttuvél, jafnvel rakstrarvél.
Blessuð börnin vita auðvitað ekkert til hvers svona gamaldags
gripir voru notaðir, halda sjálfsagt að þarna séu komin amboðin úr
krossgátunum. Eðajafnvel nýlistasafn.
Það er leitt, að eigendur þessara gripa skuli ekki sjá sér fært
að fjarlæga þá. Þeir hafa varla ánægju af að vita, að næst þegar
leiðin liggur fram hjá bænum þeirra, veröa litlir fingur á lofti og
svo verður talið, hversu mörg hræ hafi bæst við í hauginn frá því
í fyrra og hvaða tegund það var sem nú gafst upp á rólinu.
Flokkun sorps næst á dagskrá
Síðastliðin ár, hafa sveitarfélögin tekið sín sorplosunarmál
mun fastari tökum. Flokkun sorps er það sem koma skal og er
vonandi að hvar sem er á landinu, verði henni komið á. Það er
sorglegt að hugsa til þess, hvernig gengið hefur til með að losna
við bílhræ hér á höfuðborgarsvæðinu. Svo virðist, sem lengi vel
hafi enginn vitaö, hvað við þau ætti að gera. Of dýrt var að
pressa þau og koma þeim síðan úr landi til endurvinnslu.
Ómögulegt er að urða þau og menga þar með jarðveginn
umhverfis urðunarstaðinn og jafnvel vatnsból eða vatnsföll.
Þegar litið er til kostnaðar vegna losunar úrgangs, megum við
ekki gleyma mikilvægi þess, að það sem við höfum ekki lengur
not fyrir, mun aðeins skaða okkur, ef við komum því ekki
þangað, sem það helst getur nýst aftur.
Næst er bara að sjá, hvort áldósaflóðið fær að leggja landið
undir sig, áður en pressunartækin fara að snúast. Það hefði nú
verið meiri glæta í að koma þeim málum strax á hreint, en að
eyða tíma og fyrirhöfn í að ákveða hvort bjórtegundirnar ættu að
vera fjórar, sjö eða fleiri.
Þegar talað er um endurvinnslu, dettur manni fljótlega í hug
endurvinnsla á pappír. Reikna má með, að árlega falli til nokkur
hundruð tonn af pappír hér á landi. Hér er starfrækt verksmiðja
sem framleiðir eggjabakka úr endurunnum pappír. Eggjafram-
leiðendur sjá sér varla fært að nota þessa bakka, vegna ónógra
gæöa, en vonandi tekst að bæta úr því. Það er vissulega verðugt
verkefni, bæði frá umhverfissjónarmiði og fyrir þá sem efla vilja
innlenda framleiðslu, að athuga hagkvæmni þess, að framleiða
hér vöru sem standast mundi verð- og gæðasamanburð, með
það pappírsmagn í huga sem til fellur hér á landi.
21