Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.02.1996, Síða 7

Neytendablaðið - 01.02.1996, Síða 7
Samanburður á húsnæðiskostnaði: Búsetakerfið hagstæðast Stefán Ingólfsson fullyrðir í úttekt sinni að húsnœðiskostnaður í félagslegri búseturéttaríbúð sé 20%-50% lœgri en ífélagslegri eignaríbúð. Mynd: E.Ól. Þessi úttekt staðfestir fullyrðingar Búseta um að húsnæðiskostnaður í fé- lagslegri búseturéttaríbúð sé 20%-50% lægri en í félagslegri eignaríbúð. Félagslegar búseturéttaríbúðir þar sem íbúar njóta einnig húsaleigubóta reynd- ust langódýrasti húsnæðiskosturinn af þeim sem kannaðir voru. Húsnæðis- kostnaður fjögurra manna fjölskyldu með 100 þúsund krónur í mánaðartekjur er 20,1 þúsund á mánuði þegar allt er talið. Það er nálægt 40% lægra en tilsvar- andi kostnaður í félagslegum eignaríbúðum. Félagsleg búseturéttaríbúð er einnig mjög hagstæður kostur þótt íbúar njóti ekki húsaleigubóta. Húsnæðis- kostnaður fer þá upp í 29,9 þúsund á mánuði sem er 10% lægra en í félags- lega húsnæðiskerfinu. Eftir Stefán Ingólfsson verkfræðing Til þess að fá inni í félagslega búseturéttarkerfinu þurfa fjöl- skyldur að lúta sömu reglum um tekjur og eignir og gilda um félagslega húsnæðiskerf- ið. Laun mega ekki vera hærri en 1.500 þúsund á ári auk 250 þúsund króna fyrir hvert bam. Ibúðir Búseta eru fjármagnað- ar að 90% með 50 ára verð- tryggðum jafngreiðslulánum. Ibúargreiða 10% íbúðarverðs fyrir búseturétt. Sú fjárhæð fæst endurgreidd með verð- bótum þegar flutt er úr íbúð- inni. Þeir sem eru yfir tekju- mörkum Húsnæðisstofnunar, sem áður eru nefnd, en undir sérstökum eignamörkum sem nú eru 1.900 þúsund krónur, eiga rétt á svonefndum al- mennum búseturéttaríbúðum. Ibúar þessara íbúða njóta einnig vaxtabóta. Húsnæðis- kostnaður fjölskyldu með 150 þúsund krónur í mánaðartekj- ur sem býr í þessu kerfi, er 30,5 þúsund á mánuði. Það er liðlega 15% lægra en gerist í félagslegum eignaríbúðum og um 10% lægra en gerist í íbúðum keyptum á almennum fasteignamarkaði með 40 ára húsbréfum. Veruleg niðurgreiðsla I félagslega búseturéttarkerf- inu bera lán aðeins 1,0% vexti svo íbúar njóta verulegrar nið- urgreiðslu vaxta. Hinn langi lánstími hefur einnig áhrif til lækkunar. Þegar íbúar njóta samtímis húsaleigubóta verður niðurstaðan jafn hagstæð og raun ber vitni. í almenna bú- seturéttarkerfinu eru vextir 4,5%. Mismuninn á hag- kvæmni þess og félagslegra eignaríbúða má að hluta rekja til þess að í félagslega kerfinu eru reiknaðar afskriftir af kaupverði sem koma til frá- dráttar við endursölu íbúð- anna. Einnig hefur það áhrif að framlög í viðhaldssjóð, sem eru hluti af mánaðargreiðslu íbúa í búseturéttaríbúðum, em reiknuð sem 0,7% af bygging- arkostnaði á ári. Viðhaldsþörf er að flestra mati meiri, 1%- 2% á ári. A meðan eignimar em nýlegar reynir lítið á við- haldssjóðina. Þegar frá líður má reikna með að Búseti þurfi að endurmeta þessar greiðslur og hækka mánaðargreiðslur. Sjá næstu síöur ► Allar fjárhæðir eru í þúsundum króna á mánuði. Valkostur Húsnæðis- Mánaðar- Búseti kostnaður laun Félagsl. með húsaleigubótum 20,1 100 Félagsleg án húsaleigubóta 29,9 100 Almenn búseturéttaríbúð 30,5 150 Félagslega kerfið Félagsl. eignaríbúðir 33,4 100 Félagsl. eignaríbúðir 37,2 167 Félagsl. íbúðir (yfir tekjum.) 38,0 175 Leiguíbúðir Með húsaleigubótum 37,1 100 Með húsaleigubótum 38,3 225 Án húsaleigubóta 47,6 Eignaríbúðir 40 ára húsbréf 38,2 225 25 ára húsbréf 38,7 225 Án húsbréfa, 7% vextir 39,4 225 Án húsbréfa, 8% vextir 42,2 225 NEYTENDABLAÐIÐ - Febrúar 1996 7

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.