Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.1996, Síða 5

Neytendablaðið - 01.05.1996, Síða 5
Landbúnaður - úttekt mun framleiðslan aukast. Ef verð lækkar ekki í samræmi við umfram framboð munu birgðir hlaðast upp eins og venju- lega og auka kostnað vörunnar vegna birgðakostnaðar. Þetta vandamál geta bændur ekki leyst án aðstoðar og þess vegna leita þeir til stjómvalda til að fá lausn á sínum málum. Stjómvöld reyna síðan að leysa þetta með innflutnings- hömlum, innflutningstollum og ríkis- stuðningi. Stjórnsýslumistök vegna markaðsbrests Vegna markaðsbrests eru bændur undir lágmarkstekjum og em stjórnvöld notuð til að skapa þeim tekjur og auka efna- hagslegan hagnað. Bændur em vel skipu- lagður forréttindahópur sem sækist eftir tekjum með pólitískri þátttöku. Þeir fjár- festa í „lobbýisma“ til þess að skapa hag- kvæmar lausnir með pólitískum aðgerð- um. Pólitíska kerfið er samþáttað og samtvinnað þessum hagsmunahópi þar sem sjálfvirkni hagsmuna þeirra og rétt- inda er tryggð. Fyrr á tímum var stór hluti Islendinga í dreifbýli og hlutur landbúnaðarins til Vegna sögulegra tengsla og lobbýisma hefur skipulögðum hagsmunahópum tekist að ná fram kröfum sem valda ójöfnuði í íslensku þjóðfélagi. Landbúnaðurinn er gott dæmi um þetta. heildartekna þjóðfélagsins mun hærri. Geysilegar búsetu- og atvinnuháttabreýt- ingar hafa átt sér stað síðustu áratugi og landbúnaður skapar nú minni tekjur til þjóðarbúsins en áður. Hlutdeild landbún- aðarins var um 3,3% af vergri landsfram- leiðslu 1992 og 2,7% 1993. Ríkisstuðn- ingur var á hinn bóginn um 60% af heild- arverðmæti landbúnaðarins á sama tíma- bili. Stjómvaldsákvarðanir hafa ekki ver- ið í samræmi við þjóðarhag. Þvert á móti hefur lækkun framlags frá landbúnaði til vergrar landsframleiðslu kallað á hærri ríkisstuðning. Þessi niðurstaða skapast vegna öflugra krafna frá bændum og veikrar stöðu neytenda. Staðreyndin er sú að stjórnvöld og embættismannakerfið skortir vilja til Það er aðallega tvennt sem veldur mark- aðsbresti í landbúnaði, þ.e. mikil dreifing bœnda um landið og dreifmg vinnslunnar um stór svœði, segir Sigrún i' grein sinni um íslenskan landbúnað. að jafna hagsmuni í íslensku þjóðfélagi. Bændur og aðrir framleiðendur verða að treysta á sterkt forystuhlutverk bænda- samtakanna og beina kröftum sínum á það vegna bágs efnahagslegs ástands og skorts á aðlögunarhæfni í atvinnugrein- inni. Stjórnsýslumistök ríkisstjórnarinnar Stjórnmálamenn halda því fram að þeir taki ákvarðanir út frá óskum, viðhorfum og réttindum heildarinnar. En ákvarðana- takan er ekki í samræmi við réttindi þjóðfélagsins í heild. Hún er í samræmi við öfluga forréttindahópa, í þessu tilfelli framleiðendur landbúnaðarvara. Framleiðendur hafa öfluga stjórn- sýslulega sérstöðu og innri sambönd. Stjórnvöld hafa vinsamlegt viðhorf til landbúnaðarhagsmuna og leita jafnvel eftir þeim til að tryggja sér pólitíska framtíð. Stór hluti alþingismanna eru fulltrúar bænda á Alþingi og ýmis ráðu- neyti vinna eingöngu að hagsmunum þeirra. Embættismenn hafa víðtæk áhrif í landbúnaðarkerfinu vegna kerfisfræði- legrar þekkingar og eru hlekkur milli framleiðenda og stjómmálamanna. Þeirra hagsmunir liggja í því að landbúnaðar- kerfið sé flókið. Þá verður þekking og framlag þeirra ómissandi og nauðsynlegt að styðjast við sérþekkingu þeirra. Þetta gefur þeim vald og þess vegna em þeir á móti breytingum á kerfinu. Það er auð- velt fyrir embættismannakerfið að styrkja valdastöðu sína. Markaðshyggja er ekki á dagskrá, hún grefur undan valdastöðu þeirra. Svo er að sjá að þeir tali tveim tungum. Þeir halda því fram að þeir að- hyllist frjálsa verslun en eru í raun hlynntir verndarstefnu. Benda má á að undanfarin ár hafa u.þ.b. 25% af beingreiðslustuðningi rík- isins farið í hliðarstarfsemi við landbún- aðarframleiðsluna svo sem embættis- mannakerfið. Ef skoðaðir eru ríkisreikningar 1993 má sjá að heildargreiðslur úr ríkissjóði til mjólkur- og kindakjötsframleiðslu nema Sjá nánari umfjöllun um landbúnað á næstu síðum f NEYTENDABLAÐIÐ - Maí 1996 5

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.