Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.1996, Síða 9

Neytendablaðið - 01.05.1996, Síða 9
Tuddinn á myndinni er belgískur og hef- ur verið kynbœtíur þannig að vöðvar hans séu sem mestir. Fœtur hans eru hins vegar eins og á hverjum meðal- tudda. Ljósmynd: Sture Andersson. Mistekist hafi að ná markmiðum varð- andi tekjur bænda og þróun í dreifbýli og enn sé stefnan hvati að lítt vistvænum framleiðsluaðferðum og trufli alþjóða- viðskipti. er völundarhús, stjórnlínur ómarkvissar og misferli stórfellt vandamál. Starfshóp- ur innan ESB taldi að tapið vegna bú- vörusvindls næmi að staðaldri um 1,3% af framlögum ESB til landbúnaðar. innan landbúnaðarins að gagni nema stórbændum. Um 80% af landbúnaðarút- gjöldum ESB fara til um 20% bændanna. Óhagkvæmnin heldur auk þess aftur af efnahagsþróun í öllum aðildarríkjum ESB því landbúnaðarbagginn á sam- bandsþjóðum hindrar framfarir á öðrum sviðum sameiginlega markaðarins. í skýrslunni frá 1988 skoraði Breska neyt- endaráðið á stjórnvöld aðildarríkjanna og framkvæmdanefnd ESB að sameinast um áætlun til endurbóta þar sem minni áhersla væri lögð á þrönga verðstefnu en markmiðið sett á víðtækari ráðstafanir í skipulagsmálum, félagslegum efnum og umhverfismálum. I nýju skýrslunni frá 1995 er viður- kennt að þokast hafi í rétta átt á átta árum. Heildarniðurstaðan er hins vegar að almenna landbúnaðarstefnan sé enn til bölvunar. Ójafnvægi ríki í mörgum fram- leiðslugeirum, verð til neytenda sé enn of hátt og bitni sérstaklega á láglaunafjöl- skyldum. Landbúnaðurinn gleypi enn um helming ESB-fjárlaganna þótt aðeins 6% íbúa starfi í landbúnaði. Fé skattborgara sé enn sóað í útflutning, geymslu og förgun matvæla. Stefnan þrúgi enn hag- kerfið, takmarki samkeppnishæfni á al- þjóðamarkaði og haldi við atvinnuleysi. Orsök og afleiðing Flestir átta sig nú á að vítahringur auk- inna framleiðslustyrkja innan ESB hefur orsakað hækkandi verð á landi og fram- leiðslukvótum. Þetta hefur valdið hærri fjárfestingarkostnaði, dregið úr hagræð- ingu og möguleikum nýrra bænda á að hefja búskap. Allt þetta minnkar með tímanum möguleika landbúnaðar til þess að þróast og vera samkeppnisfær á al- þjóðamarkaði. Fjármagn, hráefni, vinnu og tíma sem eytt var innan landbúnaðar- geirans og í tengslum við hann hefði mátt nýta með arðbærari hætti á öðrum vettvangi. Landbúnaðurinn hefur að mati Breska neytendaráðsins dregið úr sam- keppnishæfni efnahagslífsins í Evrópu og möguleikum á að minnka atvinnuleysi. Við þetta bætist að landbúnaðarkerfið Breska neytendaráðið taldi að stefnan ylli alltof háu matvælaverði, takmarkaði valfrelsi neytenda, drægi úr vörugæðum og stríddi gegn ráðleggingum næringarfræðinga. Hagkvæmni eykst en verð hækkar Skoða verður landbúnað í Evrópu með hliðsjón af matvælaframleiðslu jarðar í heild. (Fiskveiðiþjóð eins og íslendingar gleymir því oft að landbúnaður er aðal- fæðulindin). Með ýmsu móti er reynt að draga úr búvöruframleiðslu í iðnríkjum. Evrópubændur munu taka 8-12% ræktan- legs lands úr notkun á árinu 1996 og Bandaríkjamenn um 14,4 millj. hektara. Hins vegar hafa horfur aldrei verið betri á því að tekist geti að fæða alla heims- byggðina skammlaust. Búvöruframleiðsla á hvern jarðarbúa hefur aukist undanfarna áratugi og upp- skera á flatareiningu sífellt orðið meiri. Landbúnaðarframleiðsla er nú 140% þess sem hún var 1950. Ræktarland hefur að- eins stækkað um 6% á undanfömum 40 árum en 100% fleira fólk fengið næringu sína af því. A raunvirði er komverð nú um þriðjungur af því sem það var fyrir einni öld og 10% ef miðað er við vísitölu meðallauna. Undanfarin 14 ár hefur hveitiverð í heiminum hins vegar ekki verið hærra en undir árslok 1995 og birgðir ekki mælst minni í 20 ár. Veruleg orsök hækkandi heimsmarkaðsverðs á korni er aukinn hagvöxtur í Kína og neyslubreytingar NEYTENDABLAÐIÐ - Maí 1996 9

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.