Neytendablaðið - 01.05.1996, Page 11
Landbúnaður - úttekt
Siðfræði og jurtafæði
Iskoðanakönnunum fyrir áratug
sögðust heldur fleiri Bretar vera
grænmetisætur en samkyn-
hneigðir. Núna eru grænmetisæt-
urnar þrisvar sinnum fleiri. Um
helmingi fleiri konur heldur en
karlmenn neyta jurtafæðu. Sam-
kvæmt nýlegri könnun eru 24%
breskra kvenna á aldrinum 18-24
ára jurtaætur. Hlutfallstalan hefur
hækkað um 8% frá 1984.
Á sama tíma hefur dregið úr kjötneyslu á
mann í allri Evrópu. Orsakimar em af
heilsufarsástæðum („jurtafæði er hollara
og hreinna"), af efnahagsástæðum („kjöt-
framleiðsla er misnotkun á auðlindum
jarðar“), af pólitískum ástæðum (mót-
mæli við landbúnaðarstefnu ESB sem
hyglir kjötframleiðendum) og sxðast en
ekki síst vegna dýravemdarsjónarmiða.
Ástæðumar em oft hugmyndafræði-
legar en sumir neytendur tengja kjöt að-
allega við hugsanlega sjúkdóma, skað-
lega hormóna og kólesteról. Úrval fitu-
snauðrar grænmetisfæðu er langtum
meira nú en fyrir 10 ámm. Meira fæðu-
val og upplýsingar um bætiefni gera auð-
veldara fyrir grænmetisætumar að forð-
ast hörgulsjúkdóma. Alls konar grænmeti
er nú fáanlegt allan ársins hring, ólíkt því
sem áður var. Þróun í viðskiptum og
flutningatækni hefur útrýmt hugtökum
eins og „jarðarbeijatími“.
„Sprenging“ hefur orðið í eftirspum
eftir jurtafæði og alls staðar hafa konur
forystuna. Kjötneysla hefur sérstaklega
hrapað í Bretlandi og Þýskalandi. Ástæð-
umar em blanda af áhuga á dýravemd og
heilsuvemd neytendanna. Dauðsföll af
völdum Kreutzfeldt-Jacobs-veiki, sem
hugsanlega er tengd neyslu á kjöti af
sýktum nautgripum (kúafárið, mad-cow
disease), ollu miklum samdrætti í sölu
áður en markaðurinn hmndi snögglega í
mars 1996 jafnframt því sem alheimsút-
flutningsbann var sett á breskt nautakjöt
að undirlagi ESB.
Siðfræði landbúnaðar hefur undanfar-
in ár komist í kastljósið sem aldrei fyrr.
Einkum er það í Bretlandi sem neytendur
láta sig meira skipta velferð og „réttindi“
húsdýra. Þessi málefni hafa reynst póli-
tískar og siðfræðilegar tímasprengjur,
átök harðnað og ágreiningur reynst óbrú-
anlegur. Upphaflega bar einna mest á
þeim sem andmæltu loðdýraeldi til pels-
framleiðslu. Síðan var ráðist gegn þröng-
eldi alifugla og kálfa. En dýraverndarbar-
áttan líkist snjóbolta sem hleður utan á
sig og rennur æ hraðar.
Sérfræðingar The Economist gera ráð
fyrir því að almenningur muni í auknum
mæli láta í sér heyra árið 1996 á vett-
vangi dýravemdar og siðfræði í matvæla-
framleiðslu. Stjómendur verslana vita
hvað er á seyði og hafa þegar tekið að
bregðast við. Verslunarfyrirtæki Mark’s
& Spencer á Bretlandi hefur ákveðið að
kosta kennaraembætti í „dýraheilbrigði"
við Cambrigde-háskóla.
Dýrt er að framleiða kjöt. Meiri hlut-
inn af rými landbúnaðar og tveir þriðju
hlutar koms em notaðir til að ala holda-
gripi. Við þetta fara um 90% af hitaein-
ingum forgörðum. Þrýstingur eykst á
framleiðendur í Evrópu að taka í notkun
hormóna í kjötframleiðslu. Matvæla-
stofnun SÞ hefur fallist á notkun þeirra.
Sprenging hefur oröið í eftir-
spurn eftir jurtafæði og alls
staðar hafa konur forystuna.
Kjötneysla hefur sérstaklega
hrapað í Bretlandi og Þýska-
landi. Ástæðurnar eru blanda
af áhuga á dýravernd og
heilsuvernd neytendanna.
Siðfræði landbúnaðar hefur undanfarin
ár komist í kastljósið sem aldrei fyrr.
Einkum er það i Bretlandi sem neytendur
láta sig meira skipta velferð og
„ réttindi“ húsdýra.
Árið 1996 er reiknað með að fjórðungur
aligripa í Bandaríkjunum sé alinn á þeim.
Kínveijar flytja ekki inn kom sökum
hungursneyðar eða fátæktar í landinu,
heldur vegna hagvaxtar og aukinnar vel-
sældar. Undanfarin fimm ár hefur orðið
þriðjungs aukning á neyslu svínakjöts en
tvöföldun á sölu nautakjöts, sem veldur
hærra heimsmarkaðsverði á fóðri. Jarðar-
búar snæða í heild sífellt meira af kjöti,
mælt í magni á íbúa, sérstaklega
kjúklinga og grísi. 1996 er gert ráð fyrir
að jarðarbúar neyti 75 milljóna tonna af
svínakjöti, sem er meira en samanlagt
nauta-, kinda- og geitakjöt til manneldis.
Bandaríkjamenn juku lítils háttar neysl-
una á svína- og nautakjöti á þessum ára-
tug.
Heimildir:
Agricultural policy in the European
Union. The consumer agenda for reform.
An analysis by the National Consumer
Council, London 1995.
The World in Figures: Industries:
Agriculture. The Economist. The World
in 1996. London 1995, 93.
Matt Ridley: ,Man ’s meat, woman ’s
veg. ” The Economist. The World in
1996. London 1995, 14-15.
NEYTENDABLAÐIÐ - Maí 1996
11