Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.1996, Page 21

Neytendablaðið - 01.05.1996, Page 21
Þing Neytendasamtakanna Öflugt starf í þágu neytenda Iítarlegri stefnu- og starfsáætlun sem var samþykkt á þingi Neytendasamtak- anna segir að meginmarkmið í neytendastarfi sé að gæta hagsmuna neyt- enda gagnvart atvinnulífi og stjórnvöldum. Á starfstímanum verður lögð áhersla á eftirtalin markmið: 1. Að tryggja rétt neytenda. 2. Að tryggja upplýsingar og fræðslu til neytenda. 3. Að tryggja að eðlilegar og sanngjamar reglur ríki á markaðnum. 4. Að tryggja öryggi neytand- ans, og öryggi vöru og þjón- ustu. 5. Að tryggja heilnæmi vöru og umhverfis. Stjórnvöld taki viö sér Þing Neytendasamtak- anna krefst þess að stjórnvöld, jafnt ríkisvald sem sveitarfélög, endurskoði afstöðu sína til neytenda- starfs í landinu og styrki það í miklu meiri mæli en nú er. Ekki er farið fram á að stjómvöld styrki Neytenda- samtökin til að sinna al- mennu félagsstarfí, heldur eingöngu til að sinna verk- efnum á sviði samfélags- legrar þjónustu sem er ýmist starfrækt eða kostuð af stjórnvöldum í nágranna- löndum okkar, segir í álykt- un þingsins um stuðning op- inberra aðila við neytenda- starf. Þessi verkefni em m.a.: ■ Kvörtunar- og leiðbein- ingaþjónusta. ■ Verðkannanir - verðsam- anburður. ■ Gæðakannanir. ■ Fræðslustarfsemi. ■ Starf að aukinni neyt- endavemd. ■ Eftirlit með fákeppni. ■ Staðlavinna í þágu neytenda. ■ Öryggi neysluvöm - öryggi neytenda. ■ Fjármál heimilanna. ■ Heilnæmi matvæla og umhverfis. „Til að ná þessum mark- miðum munu Neytendasam- tökin reka öflugt neytendastarf um land allt og leita eftir stuðningi almennings, ríkis, sveitarfélaga, stéttarfélaga og annarra félaga. Aðild Islands að Evrópska efnahagssvæðinu tengir okkur lagalega og viðskiptalega þeim ákvörðunum sem teknar em sem og á vettvangi Evrópu- sambandsins. Jafnframt mun nýr samningur um Alþjóðavið- skiptastofnunina og aðild Is- lands að henni hafa áhrif á við- skiptaumhverfi okkar. Neyt- endasamtökin leggja því áherslu á að taka þátt í fjöl- þjóðlegu neytendasamstarfi og leggja áherslu á Norðurlanda- samstarf og virka þátttöku í Neytendasamtökum Evrópu til að stuðla að því að íslenskir neytendur njóti bestu réttinda sem bjóðast neytendum í okkar heimshluta." Síðan segir í ályktuninni: „Á undanfömum ámm hef- ur neytendalöggjöf hér á landi færst mjög til þess horfs sem hún er í nágrannalöndum okk- ar. Kemur þar tvennt til. I íyrsta lagi hefur samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið knúið stjómvöld til lagasetn- ingar á þessu sviði og má þar nefna lög um neytendalán, hús- göngu, skaðsemisábyrgð, ör- yggi neysluvöm og opinbera markaðsgæslu svo nokkuð sé nefnt. í öðm lagi hafa samtök neytenda knúið á um bætta löggjöf og má þar nefna lög um sölu notaðra bfla. I undir- búningi em fmmvörp til laga um innheimtustarfsemi og þjónustukaup. Vinna við þessi tvö fmmvörp em að fmm- kvæði Neytendasamtakanna og er afar brýnt út frá sjónarmið- um neytenda að þau verði sam- þykkt sem allra fyrst.“ Fulltrúar á þingi NS sam- þykktu ítar- lega stefnu- og starfsáœtl- un, auk mikils fjölda álykt- ana sem snerta hags- muni neytenda gagnvart stjórnvöldum og atvinnulífi. Ábyrgðartími verði lengdur Þing Neytendasamtakanna samþykkti að skora á viðskiptaráðherra að leggja fram í upphafi haustþings frumvarp til nýrra laga um lausafjárkaup. Núgildandi lög eru frá árinu 1922 og eru að mörgu leyti úrelt og ekki í samræmi við sambærileg lög ná- grannalanda okkar, að mati þingsins. I ályktuninni segir ennfremur: „Við setningu nýrra laga um lausafjárkaup leggja Neyt- endasamtökin áherslu á eftir- farandi: ■ Afmarka þarf gildissvið laganna þannig að ljóst sé hvað teljist vara í skilningi þeirra. I Lengja þarf ábyrgðartíma vöm. I Skilgreina þarf betur en nú er hvenær vara telst gölluð. I Setja þarf skýrari reglur um úrbætur vegna galla, t.d. hve oft seljandi hefur heim- ild til að gera við vömna og hvenær kaupandi getur kraf- ist riftunar kaupa vegna galla og/eða nýrrar vöru í stað þeirrar gölluðu. I Setja þarf skýrar reglur um rétt kaupanda til skaðabóta m.a. vegna afleidds tjóns. I Setja þarf sérstök ákvæði um neytendakaup." NEYTENDABLAÐIÐ - Maí 1996 21

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.