Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.05.1996, Page 23

Neytendablaðið - 01.05.1996, Page 23
Fjármál heimilanna Lækkum hitareikninginn Okkur Islendingum hefur verið tamt að telja nátt- úrugæðin ótæmandi. Löngum var talið að fisk- urinn væri óþrjótandi og enn telja margir að vatns- auðlindum og orku séu lítil takmörk sett og nánast ókeypis. Svo er hins vegar ekki og árlegur húshitun- arkostnaður er meiri en margan grunar. í þessu greinarkorni mun ég gera grein fyrir tilraun Búsetafé- lagsins Holtsbúa í Hafnarfirði til að lækka húshitun- arkostnað með markvissu hitaeftirliti. Eftir Inga Rúnar Eðvarðsson Samkvæmt grein Inga Rúnars má hœglega lœkka hitareikning- inn án þess að grípa til svona ráða. í Qölbýlishúsum er húshitun- arkostnaður allverulegur þar sem um margar íbúðir er að ræða og ekki er óalgengt að 50-70% af rekstrarkostnaði húsfélags fari til húshitunar, en þar er viðhaldskostnaður undanskilinn. Arið 1995 greiddi Búsetafélagið Holts- búi t.d. 602.840 kr. í hitunar- kostnað fyrir 15 íbúðir og þrjú raðhús. Það gerir um 64% af rekstrarkostnaði húsfélagsins (annar kostnaður er rafmagn í sameign, garðsláttur, teppa- hreinsun o.fl.). Hitaeftirlit Þann 1. júní 1995 hófst virkt hitaeftirlit hjá okkur og þá voru nokkur Búsetafélög búin að reyna slíkt með góðum ár- angri um skeið. Mikilvægur þáttur í eftirlitinu hefur verið samvinna við Verkfræðistof- una Verkvang sem sérhæft hefur sig í hitamálum. Verk- fræðistofan hefur annast tæknilega hlið málsins, svo sem að jafnvægisstilla hita- kerfið og fylgjast með að það sé í lagi. Auk þess útbýr fyrir- tækið eyðublöð til aflestrar og heldur fundi með íbúum til að kynna þeim hvemig hitakerfið virkar og hvemig haga skuli umgengni til að nýta hitann sem best. Síðan felst eftirlitið í því að eftirlitsaðilar, einn í hverjum stigagangi, lesa mán- aðarlega af mælum sem sýna vatnsnotkun, hitastig, þrýsting og fleiri þætti. Niðurstöður em síðan sendar til verkfræði- stofunnai: sem reiknar út hit- unarkostnað á ársgrundvelli með tilliti til húsfélagsins og er þar sýnd neysla og hún um- reiknuð í krónur. Einnig em niðurstöður gefnar upp í línu- riti. Ef allt er með felldu þarf ekkert að aðhafast en ef of mikil notkun er þarf að upp- lýsa íbúa um slíkt. I hnot- skum má segja að grípa þurfi til eftirtalinna aðgerða: Lækka á ofnum, þ.e. að nýta hitann sem best, enn fremur að loka gluggum en lofta þess í stað út með því að opna svalahurð einu sinni til tvisvar á dag (eða þá að lækka á ofnum og hafa glugga opna eins og t.d. í svefnherbergjum). Einnig þarf að tryggja að útidyr fjölbýlis- húsa séu lokaðar. Eins og sést af þessu þá snýst hitaeftir- litið fyrst og fremst um daglega umgengni, raunar um hitamenningu. I raun má líkja þessu við eilífðar gæðaverkefni og sérstak- lega þarf að leggja áherslu á að upplýsa nýja íbúa. Glæsilegurárangur Eins og sést á meðfylgj- andi línuriti, sem sýnir hitanotkun í einum stiga- gangi, hefur náðst mjög góður árangur. Ef árangur- inn er reiknaður á ársgmnd- velli er um að ræða liðlega 150.000 kr. í spamað í orku- notkun hjá húsfélaginu ef mið er tekið af núverandi ástandi og þegar eyðslan var hvað mest. Þetta em miklir fjár- munir sem veija mætti með uppbyggilegri hætti, annað hvort með því að lækka fram- lag í rekstrarsjóð eða til ýmiss konar framkvæmda. Við í Bú- setafélaginu Holtsbúa ákváð- um að nota árangurinn af hita- eftirlitinu til þess að greiða af leiksvæði sem tekið var í notkun í júnímánuði 1995. Hins vegar ber þess að geta að nokkur stofnkostnaður fylgir hitaeftirlitinu en sá kostnaður skilar sér fljótlega í lægri hitareikningum. Ingi Rúnar er félagsfrœðingur 23 NEYTENDABLAÐIÐ - Maí 1996

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.