Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.02.1998, Blaðsíða 5

Neytendablaðið - 01.02.1998, Blaðsíða 5
Tryggðarkort Tryggðarkort - eru þau til hagsbóta? Margskonar tryggðarkerfi og -kort setja mark sitt á við- skiptin í landinu. Eins og gorkúlur spretta þau upp og neytendur eru margir ringlað- ir. Hvað hagnast ég á því að beina viðskiptum mínum til ákveðinna seljenda vöru og þjónustu vegna tryggðarkorts- ins sem þeir hafa sameinast um? Er nema von að fólk spyrji? - tryggðarkortin eru ekki öll skýr og skiljanleg fyr- ir neytendur. Neytendablaðið hefur litið nánar á þau tryggðarkort sem hér eru á markaði. Helstu nið- urstöður blaðsins eru eftirfar- andi: Skilmálar tryggðarkorta brjóta í nokkrum tilvikum gegn góðum viðskiptaháttum og fjárhagslegur ávinningur neytenda er óverulegur, að minnsta kosti hjá matvöru- verslunum og bensínstöðvum. Helst er ávinning að hafa í sérvöru og þjónustu þar sem hlutfallslegur afsláttur er meiri. Allavega er ljóst að Flórídaferðin sem Fríkortið lofar getur orðið að veruleika ef maður er að byggja hús og kaupir allt efni þar sem hægt er að nota Fríkort. Til að inn- sigla Flórídaferðina er ekki verra að kaupa jeppa í leiðinni og nota Fríkortið. Undir flest- um kringumstæðum er fjár- hagslegur ávinningur af tryggðarkortum hinsvegar lítill og fómarkostnaður getur verið verulegur ef eltast á við þá staði sem taka kortin. Því ber að hvetja neytendur að ganga hægt um gleðinnar dyr. Sumir útgefendur tryggðar- korta neita reyndar að sitt kort sé tryggðarkort, heldur sé það afsláttarkort, enda veiti kortið fyrst og fremst afslátt hjá við- komandi seljanda. Þessari skilgreiningu hafnar Neyt- endablaðið, enda eru öll þessi kort til þess fallin að hafa áhrif á neytendur þannig að þeir beini viðskiptum sínum til ákveðinna aðila, hvort sem það eru verslanir, þjónustuað- ilar, greiðslukortafyrirtæki eða sjónvarpsstöðvar. Skilmálar Umboðsmenn neytenda á Norðurlöndum, öðrum en Is- landi (enda höfum við ekki umboðsmann neytenda), hafa sett leiðbeinandi reglur um skilmála tryggðarkorta. Við- skiptaráðherra hefur lýst því yfir á alþingi að lögfesta eigi þessar reglur. Þar er meðal annars að fínna ákvæði um tvennt: Avinningi verður að vera hægt að breyta í peninga hvenær sem er, einnig við úr- sögn, og ekki má hafa ákvæði um fyrningu. Eftir þessu fara ekki öll tryggðarkortin og má þar nefna Fríkortið og Vildar- klúbb Flugleiða. Bæta má við hér að bannað er samkvæmt reglum um- boðsmannanna að bjóða upp á happdrætti, kaupauka og verðlaunaleiki í sambandi við tryggðarkortin. Því miður mundi þetta ákvæði ekki gilda hér þar sem heimilað var með samkeppnislögum að nýta sér slíkt í markaðsfærslu hér á landi, enda nýta sum tryggð- arkortin sér þetta til hins ítr- asta. Fjárhagslegur ávinningur ertakmarkaður Mat á fjárhagslegum ávinn- ingi tryggðarkorta er erfíður. Verð vöru og þjónustu er breytilegt og eiginleikar og gæði mismunandi, einkum þegar kemur að sérvöru og þjónustu. Það er hinsvegar auðveld- ara að meta fjárhagslegan ávinning þegar kemur að mat- vöruverslunum og bensín- stöðvum. Samkvæmt verð- könnun Neytendasamtakanna og DV (sjá töflu á þarnæstu opnu) tekur sú matvöruversl- un sem selur á lægsta verði ekki við tryggðarkorti. Verð- lag er einnig mjög breytilegt eftir verslunum. Fjárhagslegur ávinningur af því að nota tryggðarkort í matvöruversl- unum er óverulegur í flestum tilvikum. Ódýrasta bensín- stöðin tekur ekki á móti tryggðarkorti. Ef borið er saman verð á bensínlítranum hjá sambærilegri bensínstöð (sjálfsafgreiðsla) sem er með tryggðarkort, þá er bensínið dýrara þar þótt tekið hafi ver- ið tillit til þess afsláttar sem tryggðarkortin veita. Fjár- hagslegur ávinningur af tryggðarkortum er því óveru- legur þegar kemur að elds- neytinu. Raunar má halda því fram að fjárhagslegur ávinn- ingur sé neikvæður - að menn tapi á tryggðarkortsviðskipt- unum, í þeim skilningi að hægt er að gera sömu innkaup 5 NEYTENDABLAÐIÐ - febrúar 1998

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.