Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.02.1998, Blaðsíða 17

Neytendablaðið - 01.02.1998, Blaðsíða 17
Húseigendatryggingar asahláku, frostsprungna í vatnsleiðslukern innanhúss, sótfalls og skyndilegs snjó- þunga. Einnig er algengt að í húseigendatryggingu felist brotatryggingar ýmiskonar, til dæmis vegna brots á keramik- helluborði, hreinlætistækjum og brots á innréttingum og loftklæðningum þegar þær falla niður. Rúmur helmingur húseig- enda með tryggingu Samkvæmt upplýsingum frá SIT, Sambandi íslenskra tryggingafélaga, munu um 53-54% húseigenda hafa ver- ið með húseigendatryggingu á árunum 1992 til 1993. Þess má geta að samkvæmt upp- lýsingum frá sama aðila sáu enn fleiri ástæðu til að vá- tryggja innbú sitt á sama tíma eða nálægt 67% heimila. Ef til vill er ein ástæða þess að ekki fleiri kaupa húseigenda- tryggingu cn raun ber vilni sú að ýmsir telja að hin lögboðna brunatrygging fasteigna sé víðtækari en raun ber vitni, en sú vátrygging bætir eingöngu tjón á fasteign vegna bruna. Einnig hefur borið á þeim misskilningi á meðal fólks að það telji brunatryggingu fast- eigna bæta tjón á innbúi, cn svo er ekki. Vatnstjónin eru algengust og dýrust Samkvæmt upplýsingum frá SÍT eru alll að tveir þriðju hlular þess Ijár sem varið er til bótagreiðslna úr húseig- cndatryggingum borgaðir út vegna vatnstjóns. Tjón á gleri virðist valda um 10-15% bótagreiðslna, en af öðrum al- gengum tjónaflokkum má ncfna foktjón, innbrotstjón og tjón vegna brota og hruns á innréttingum. Rannsóknastofnun bygg- ingariðnaðarins gaf á árinu 1994 út skýrslu um vatnstjón í húsum, orsakir þeirra og af- leiðingar í tengslum við átak um forvamir og vatnstjón í samvinnu við SIT. Þar má meðal annars sjá að algeng- asta orsök vatnstjóna er bilun Vatnsskaði er undirrót þriðjungs allra tjóna ú húseignum. Það getur verið œðidýrt að lenda í slíku tjóni og vera ótryggður. í rörakerfum, eða 64% tilvika, næstalgengasta orsökin er bil- un í tækjum og búnaði (blöndunartæki, vatnslásar), eða 20% tilvika. Þriðja al- gengasta orsök vatnstjóna reyndist vera mannleg mistök. Aðhald neytenda - for- senda fyrir samkeppni Mikilvægt er að neytendur kynni sér þær húseigenda- tryggingar sem í boði eru áður en ákveðið er hvar vátrygging er keypt, og fylgist einnig með þeim breytingum sem kunna að verða gerðar á vá- tryggingaskilmálum eftir það. Þekking viðskiptavina vá- tryggingafélaga á vátrygging- unum sem þeir kaupa er ein grundvallarforsendan fyrir því að virk samkeppni ríki á milli vátryggingafélaga. Neytendur hafa oft á orði að vátrygg- ingaskilmálar séu flóknir og erfiðir yfirlestrar og margir Iesa alls ekki eða illa þá skil- mála sem um þeirra vátrygg- ingar gilda. Það er hinsvegar mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að vátrygg- ingaskilmálar eru ávallt hluti samningsins sem þeir hafa gert við viðkomandi vátrygg- ingafélag. Auglýsingar vá- tryggingafélaga eru oft á tíð- um ekki til þess fallnar að auka þekkingu fólks á inni- haldi þeirra vátrygginga sem verið er að auglýsa, heldur ber meira á almennum slag- orðum og yfirlýsingum um ágæti trygginganna eða við- komandi félags. Fólk verður því einfaldlega að lesa vá- tryggingaskilmálana, eða upp- lýsingabæklinga sem vátrygg- ingafélögin eru nú fiest farin að gefa út, til þess að kynna sér vátryggingaverndina. At- hugið að upplýsingabæklingar koma ekki í stað skilmála, en ef fólk treystir sér ekki til að lesa vátryggingaskilmálana sjálfa er betra en ekkert að lesa bæklingana. Ágreiníngur um bótaskyldu Ef ágreiningur kemur upp um það hvort tiltekið tjón er bóta- skylt úr húseigendatryggingu má leita upplýsinga hjá neyt- endamáladeild Vátrygginga- eftirlitsins, og félagar í Neyt- endasamtökunum geta leitað aðstoðar þar. Ennfremur eru starfandi tvær nefndir sem úr- skurða í deilumálum neytenda og vátryggingafélaga. Tjóna- nefnd vátryggingafélaganna er skipuð fulltrúum vátrygg- ingafélaganna og gefur álit um bótaskyldu vátryggingafé- lags, en fjallar ekki um bóta- fjárhæðir. Úrskurðarnefnd í vátryggingamálum er skipuð þrernur lögfræðingum, frá Neytendasamtökunum, Sam- bandi íslenskra tryggingafé- laga og iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytinu. Nefndin úr- skurðar um bótaskyldu, en ekki bótafjárhæðir nema að fengnu samþykki beggja að- ila, þ.e. þess sem leggur mál fyrir nefndina og viðkomandi vátryggingafélags. Ef við- komandi vátryggingafélag hafnar ekki úrskurði innan tveggja vikna frá því að það fær hann í hendur, telst úr- skurðurinn bindandi fyrir fé- lagið. Geta iðgjöldin lækkað? Hér verður ekki fjallað um ið- gjöld í húseigendatrygging- um. Þau eru venjulega háð ýmsum þáttum, svo sem stað- setningu og aldri húsnæðis, brunabótamati, tegund hús- næðis, hvort einstaklingur eða húsfélag kaupir vátrygging- una og svo framvegis. Ið- gjaldið fer auðvitað einnig eftir vátryggingaverndinni sem keypt er. Ennfremur veita sum vátryggingafélög sérstak- an afslátt ef keyptar eru svo- nefndar pakkatryggingar. Að fjalla um iðgjöld, að ekki sé talað um iðgjaldasamanburð á milli vátryggingafélaga, er því nokkuð flókið mál og efni í sérstaka athugun og umfjöll- un. Eins og að framan er rakið er langalgengast að á húseig- endatrygginguna reyni vegna vatnstjóns. Það gefur því auga leið að áhrifaríkasta leiðin til að skapa möguleika á lækkun iðgjalda er að hindra vatns- tjóni með öllum ráðum. Bóta- greiðslur eru eðlilega sá þátt- ur sem hefur mest áhrif á ið- gjaldið. Virk samkeppni á milli vátryggingafélaga er einnig nauðsynleg forsenda fyrir eðlilegu verðlagi á hús- eigendatryggingum. Ef neyt- endur bera ekki saman iðgjöld og vátryggingavernd ein- stakra vátryggingafélaga er ekki von á mikilli samkeppni. Arvekni og aðhald neytenda er áhrifaríkasta leiðin til að tryggja samkeppnina og þar með eðlileg iðgjöld. Rúrik Vatnarson Vátryggingaeftirlitinu skrifar NEYTENDABLAÐIÐ — febrúar 1998 17

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.