Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.02.1998, Blaðsíða 22

Neytendablaðið - 01.02.1998, Blaðsíða 22
Bankamál Hvað kostar að gera við bílinn minn? Fáir leita eftir því fyrirfram þegar þeir fara með bílinn sinn í viðgerð hvað verk- ið muni kosta. Þegar neytandinn sækir bílinn stendur hann iðulega frammi fyrir reikningi sem er margfalt hærri en hann hafði órað fyrir. Sama á einnig iðulega við um þá sem setjast í tannlæknastólinn til að fá tannviðgerð eða leita til ráðgjafa sér til aðstoðar. Telji neytandinn reikn- inginn sem að honum er réttur vera alltof háan, þá verður hann að sýna fram á að svo sé. Samkvæmt lögum um lausafjár- kaup ber neytandanum að greiða þann reikning sem að honum er réttur nema hann sé bersýnilega ósanngjarn, hafi hann ekki samið um verð fyrir verkið fyrirfram. Gjaldskrár bannaðar Fyrir nokkrum árum varð grundvallar- breyting í íslensku þjóðfélagi þegar horf- ið var frá miðstýrðri verðstjórn og miðað við að samkeppni markaðarins mótaði verðið þar sem það væri unnt. Miðstýrða verðstjórnin hafði þó verið svo lengi við lýði að jafnt neytendur sem seljendur hafa iðulega ekki áttað sig á breyttum viðmiðunum. Seljendum þjónustu, til dæmis tannlæknum, lögmönnum, bif- vélavirkjum og fleirum, er bannað að hafa sameiginlega gjaldskrá og byggist því gjaldtaka þessara stétta, svo sem á bifreiðaverkstæðum, á grundvelli þeirrar verðlagningar sem þessir aðilar ákveða sjálfir - þó með ákveðnum takmörkun- um. Verðlagningu sína eiga þessir aðilar og aðrir þjónustuaðilar að kynna neyt- andanum fyrirfram, en fullyrt er að á því sé verulegur misbrestur. Þannig leyfi ég mér að fullyrða að þeir séu færri en fleiri, tannlæknarnir sem kynna sjúklingum sínum verðskrá sína áður en þeir setjast í tannlæknastólinn. En tannlæknar eru ekkert einir um þetta. Þjónustuaðilar láta flestir undir höfuð leggjast að gera samninga við kaupendur sína fyrirfram og því stendur neytandinn of oft frammi fyrir reikningi sem hann telur bersýnilega of háan án þess að geta auðveldlega fengið leiðrét- tingu mála sinna. Söluumboð hjá fasteignasölum Nokkuð er síðan fasteignasalar gengu frá sérstöku söluumboði, þar sem kveðið er á um söluþóknun þeirra og hvað þeir skuli gera. Þetta söluumboð er samningur milli seljanda fasteignar og fasteignasala um viðskipti þeirra. Gagnrýna má ýmis ákvæði í söluumboðinu, en á þetta er bent hér vegna þess að það er virðingar- vert að þessi starfstétt skuli viðhafa þá sjálfsögðu skyldu í samkeppnisþjóðfélagi að gera samning fyrirfram við viðskipta- vini sína. Við það verður ekki unað að aðrir að- ilar en fasteignasalar sem selja þjónustu á samkeppnisgrundvelli gangi ekki frá samningum við skjólstæðinga sína fyrir- fram. Þannig ætti það að vera metnaðar- mál fagfélaga, til dæmis félaga lögmanna og tannlækna, að útbúa samningsform sem miðað verði við að þessar stéttir noti í viðskiptum við viðskiptavini sína. Þá yrði einnig við það miðað að sá sem ekki gengi frá slíkum samningi hefði sönnun- arbyrðina fyrir því að samningur við neytanda hefði verið gerður og þá á hvaða kjörum. Samninga um bílaviðgeröir! Þótt hér séu nefndir tannlæknar og lög- menn er það eingöngu gert í dæmaskyni. Ekki er síður ástæða til þess að gengið sé frá skriflegum samningi milli bifreiðaverkstæða og viðskiptavina þeirra, þar sem það kemur fram hvers neytandinn óskar og hvað það muni kosta. Þegar um bifreiðaverkstæði er að ræða er þetta jafnvel enn nauðsynlegra en með ýmsa aðra þjónustuaðila vegna þess að í raun er samkeppni þeirra nokk- uð takmörkuð, þar sem þau eru mörg markaðsráðandi fyrir ákveðnar gerðir bifreiða og eigandi þeirrar tegundar tekur þá vissa áhættu ef hann leitar annað með bifreið sína. Verum vökul Mikið verk er óunnið í þessu efni hjá Neytendasamtökunum, en ástæða er til að hvetja alla neytendur til að vera á varðbergi og krefjast þess að gengið sé frá skritlegum samningi áður en þeir af- ráða að kaupa þjónustu þeirra sem hana bjóða án þess að geta um verð eða samn- ingsskilmála. Það er eðlilegt framhald af fráhvarfi frá miðstýrðum verðlagsákvæðum að seljendur tileinki sér eðlilega viðskiptahætti í samkeppnis- þjóðfélagi. Einn þáttur slíkra viðskipta- hátta er að gefa neytandanum glöggar upplýsingar um verð og hvað gera þurfi. Þeir söluaðilar sem gera það ekki heyra til síðasta áratug. Neytendur geta ekki unað slíkum vinnubrögðum. Jón Magnússon skrifar 22 NEYTENDABLAÐIÐ - febrúar 1998

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.