Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.02.1998, Blaðsíða 15

Neytendablaðið - 01.02.1998, Blaðsíða 15
Heilbrigði Borgar umstangið sig? Að hverju þarf að gæta: Leiðarvísir, uppskriftir Leiðarvísar eru misgóðir og ekki alltaf á íslensku. Rétt er að ganga úr skugga um að maður kunni að nota vélina að fullu, til þess er hún jú keypt. Sumir seljendur láta einnig fylgja með uppskriftabæk- linga eða -blöð. Hraðbakstur Eitt hnoðstigið fellur út og styttir tímann um klukkustund en brauð- ið kann að verða minna en venju- lega. Valmöguleikar Flestar vélar hafa þann eiginleika að hnoða deigið og lyfta því og stöðva síðan. Þá má taka deigið úr vélinni og forma það að vild, svo sem í pítsubotn, bollur eða annað. Neytendablaðið hefur reiknað út hvað kostar að baka sjálfur í brauðgerðarvél- inni. Verð á hráefni var kannað í lág- vöruverðsverslun, stórmörkuðum og klukkubúðum. Ef miðað er annarsvegar við að allt sé keypt þar sem það er ódýr- ast og hinsvegar þar sem það er dýrast kostar hráefni eftirfarandi í 615 g brauð: Franskbrauð 15-30 krónur, heilhveiti- brauð 16-31 krónurog sólblómabrauð 23-42 krónur. Samkvæmt upplýsingum blaðsins kostar rafmagnsnotkunin við baksturinn um 7 kr. á hvert brauð. Við könnuðum verð á brauði í versl- unum og bakaríum. Þegar tekið var með- alverð og það umreiknað til sömu þyngdar og sólblómabrauðið okkar er verðið eftirfarandi: Franskbrauð 175 kr., heilhveitibrauð 185 kr. og fjölkoma- brauð 200 kr. Við miðum við íjölskyldu sem borðar ljögur slík brauð á viku og er hlutfallið 30% af fransk- og heilhveitibrauðum og 70% af fjölkornabrauði. Miðað er við meðalverð á hráefni eins og það reyndist vera í könnun Neytendablaðsins. Þá kostar á ári að baka heima í brauðgerðar- vélinni 7.800 kr., en það kostar 40.500 kr. að kaupa sama magn í búð eða bak- aríi. Sparnaðurinn er þvf 32.700 kr. á ári og er það nokkru hærri upphæð en verð dýrustu brauðgerðarvélarinnar sem hér er á markaði. Raunar má lækka hráefnis- kostnaðinn enn meira með því að kaupa allt hráefni á lægsta mögulega verði. En minnt skal á að brauðverð er einnig breytilegt milli búða/bakaría. Það er þó ljóst að umstangið við baksturinn marg- borgar sig. Hljóðmerki fyrir rúsínur Ef þú vilt gera rúsínu- eða ávaxta- brauð gefur vélin merki þegar bæta á ávöxtunum út í. Kælimöguleiki Fullbakað brauð verður rakt og skorpan seig ef það er ekki tekið strax úr vélinni. Sumar vélar gefa möguleika á kælingu sem hindrar að þetta gerist. Ef rafmagnið slær út Kannið hjá seljanda hvað gerist ef rafmagn fer af eða slær út stutta stund. „Geymir" vélin stillinguna og heldur áfram eins og ekkert hafi í skorist þegar rafmagn kemst á aftur? Innflytjendur Sex innflytjendur selja sjálfir beint til neytenda, en ofnana má oft fá í fleiri verslunum. Fákanes og I. Guðmundsson selja ekki beint til neytenda. Einar Farestveit Fákanes Fálkinn I. Guðmundsson Japis Raftækjaverslun íslands Smith og Norland Radíóbúðin El-Gemel, Severin Le Chef Melissa Aroma Panasonic Melissa, Wifta-lde line Boman IDE line 15 NEYTENDABLAÐIÐ - febrúar 1998

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.