Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.02.1998, Blaðsíða 14

Neytendablaðið - 01.02.1998, Blaðsíða 14
Markaðskönnun Brauðgerðarvélar gera baksturinn auðveldan Brauðgerðarvélar eru eins og einkabak- an, þær ljúka allri bakstursvinnunni fyrir mann á þremur til fjórum klukkustund- um; allt frá því að hnoða deigið til full- bakaðs brauðs. Allt sem gera þarf er að taka til hráefnið og setja það í pott vélar- innar sem taka má upp úr sjálfri vélinni. Síðan er bara að stilla vélina og kveikja á henni. Það er líka hægt að stilla hana þannig að hún byrji bakstur að nóttu og er þá hægt að vakna við ilmandi, nýbak- að brauð. Fullkomnari gerðir brauðvéla geta einnig bakað kökur. Neytendablaðið hefur gert könnun á Og svo bökum við Hvernig brauðið á að vera fer eftir smekk hvers og eins. Fjölbreytni má auka með því að nota mismunandi korntegundir og Finna út þær brauð- tegundir sem henta. Hér á eftir er grunnuppskrift að brauði: Hveiti/korn *) Salt Síróp eða púðursykur Matarolía Ylvolgt vatn Þurrger 6V2 dl **) 1 tsk. (5 g) 1 msk. (10 g) 2 msk. (25 ml) 2'/2 dl lV2tsk. (4 g) *) Hér prófar maður sig áfram. Ef það á að baka franskbrauð er bara not- að hveiti. Uppástunga að brauði, hæfi- lega grófu - við köllum það sólblóma- brauð - gæti verið eftirfarandi: 5 dl af hveiti, 1 dl af heilhveiti, V2 dl af sól- blómafræjum. Bakarinn okkar bauð starfsfólki Neytendasamtakanna að prófa glænýtt sólblómabrauð og var samdóma álit manna að það væri gott á bragðið, létt og gott að skera. Nota má fjölmargar aðrar tegundir af komi, svo sem hörfræ, hafraklíð, rúgflögur og hveitikím og blanda jafnvel saman fleiri tegundum upp í V2 dl. Bakarinn okkar taldi að ef notað væri minna en 4 V2 dl af hveiti yrði brauðið of „þungt“. **) Rúmmál og þyngd á hveiti eða korni: Hveiti 1 dl: 60 g, heilhveiti 1 dl: 70 g, annað korn 1 dl: 50 g. framboði brauðgerðarvéla í verslunum hérlendis. Könnunin sem gerð var í byrj- un janúar náði til sérvöruverslana á höf- uðborgarsvæðinu, Akureyri, Isafirði og Selfossi. Við fundum níu brauðgerðar- vélar sem kostuðu á bilinu 15-26 þúsund krónur. „International Testing“ hefur einnig nýlokið gæðakönnun á brauðgerð- arvélum, en aðeins ein þeirra sem hér er á markaði var í þeirri könnun. Allar vélarnar sem við fundum hér eru með tímastilli og er hægt að stilla þær allar 13 stundirfram í tímann. Ein vél, Aroma-vélin, er með 14V2 klst. stillingu. Allar vélarnar eru með stillingu til að halda brauðinu heitu eftir bakstur og láta vita með hljóðmerki þegar bakstri er lok- ið. Gæðakönnun í gæðakönnun International Testing var rannsakað hve vel brauðgerðarvélarnar baka og hversu auðveldar þær eru í notk- un. Aðeins ein vél af sextán í gæðakönn- un IT er seld hér, Panasonic SD-200. Þetta er raunar sú vél sem fær bestu ein- kunnina, eða 8 af 10 mögulegum. Aðrar vélar fá 6 til 7. Panasonic-vélin er hins- vegar næstdýrasta brauðgerðarvélin sem Neytendablaðið fann, og kostar 24.500 krónur. Þessar vélar eru til sölu Vörumerki, vörunúmer Stað- greiðslu- verð Þyngd véiar Hve mikið deig mest? Ide line CBM 300 14.900 1 4 kg 1 kg Le chef BGB 404 14.9002 7 kg 1 kg Wifta/lde line TS 2388 15.900 7 kg 900 g Boman CB 527 16.055 8 kg 1 kg Melissa BMH 550 16.8003 8,5 kg 900 g Aroma ABM 230 16.5004 7,7 kg 1 kg Severin BM 3980 16.9005 6 kg 750 g Panasonic SD-200 24.5006 7,1 kg 750 g El-Gemel HB 021E 25.9007 6,2 kg 750 g Athugasemdir: Uppgefið verð í töflu er lægsta staðgreiðsluverð sem fannst. 1) Seld á þessu verði í Jókó á Akureyri, kostar 15.440 kr. í Radíóbúðinni. 2) Seld á þessu verði í Siemens-búðinni á Akureyri, kostar 16.900 kr. hjá Rafha. 3) Seld á þessu verði í KEA-byggingavörum. Kostar allt að 17.900 kr. 4) Seld á þessu verði í Radíóvinnustofunni, Akureyri. Seld í verslunum víða um land og kostar allt að 19.817 kr. 5) Seld á þessu verði í Straumi á ísafirði. Seld í verslunum víða um land á allt að 17.955 kr. sem er algengt verð 6) Seld á sama verði í Pfaff og Radíóvinnustofunni, Akureyri. 7) Seld á þessu verði í KÁ, Selfossj. Kostar 25.935 kr. hjá Einari Farestveit. 14 NEYTENDABLAÐIÐ - febrúar 1998

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.