Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.02.1998, Blaðsíða 4

Neytendablaðið - 01.02.1998, Blaðsíða 4
Kvörtunarþjónustan Vandið verk- og kaupsamninga Oft er leitað til Neytenda- samtakanna vegna verksamn- inga eða samninga um kaup á efni í tengslum við verksamn- inga. Astæðan er ýmist á- greiningur um aukinn kostnað við verkið og umfang þess eða að kaupverð efnis er hærra en samningur gerir ráð fyrir. Það sem einkennir þessi mál er að ekki hafa verið Svikatilboð - Delphin- hreingern- ingarvélar Fyrirtækið Felix ehf. á Sel- fossi stóð að söluherferð á Delphin-hreingerningar- vélum á árunum 1996-97, og fóru sölumenn í heima- hús og buðu vélarnar til kaups. Einnig buðu sölu- menn væntanlegum kaup- endum pottasett að gjöf ef þeir útveguðu fólk á þrjár kynningar á vélinni. Fjöldi fólks sem tók til- boði sölumannana og út- vegaði fólk á þessar þrjár kynningar hefur haft sam- band við Neytendasamtök- in vegna þess að fyrirtækið Felix ehf. hefur svikið lof- orðið um pottasettið. Neyt- endasamtökin hafa haft samband við forsvarsmann fyrirtækisins vegna þessara svika og hefur hann ítrekað heitið því að staðið verði við gefið loforð. Nú er hinsvegar komið árið 1998 og enn hefur fyrirtækið ekki staðið við marggefin loforð. Neytendasamtökin fordæma þessi vinnubrögð fyrirtækisins og hvetja fólk til að gjalda varhug við lof- orðum sem þessum. gerðir fullnægjandi og tæm- andi verk- og kaupsamningar og þar af leiðandi er innihald samninganna óljóst. Algengt er að samningarnir hafi verið munnlegir eða að fólk hafi í höndunum minnisblað sem nokkrar kostnaðartölur hafa verið hripaðar á, en án undir- ritunar. Þegar fólk telur vinnu við verk ófullnægjandi eða telur að krafist sé of hárrar greiðslu fyrir vinnu og/eða efni er staða verkkaupans yfirleitt slæm. I fyrsta lagi á hann það á hættu að vinna við verk stöðvist ef hann greiðir ekki uppsett verð, eða hann fær ekki efnið sem samið var um nema hann borgi fyrst. í öðru lagi er sönnunarstaðan erfið, því verkkaupinn þarf að sýna fram á innihald þess samnings sem hann telur sig hafa gert um verkið. Vegna þessa benda Neyt- endasamtökin fólki á að ganga vel frá öllum samning- um, hafa þá formlega og und- irskrifaða af aðilum. Þegar gerðir eru verksamningar er handhægt að nota tilbúið verksamningseyðublað sem Samtök iðnaðarins hafa gefið út. A því koma fram helstu at- riði sem taka þarf fram í verk- samningum og auk þess er á eyðublaðinu gert ráð fyrir því að íslenskur byggingarstaðall, IST 30, sé hluti af samningn- um. Neytendasamtökin telja eðlilegt að fagaðilar eins og verktakar og sölumenn efnis hafi frumkvæði að því að gerðir séu formlegir samning- ar, sérstaklega þegar verðið er farið að hlaupa á hundruðum þúsunda króna og mögulegt er að það hækki. Enda er óeðlilegt að gera þá kröfu til neytenda að þeim sé kunnugt um fyrrnefnt verksamnings- eyðublað Samtaka iðnaðarins. Þessi samningseyðublöð liggja frammi á skrifstofum deilumálum neytenda vegna kaupa á vöru eða þjónustu hjá félagsmönnum í Samtökum iðnaðarins og ganga mál hratt fyrir sig hjá nefndinni. Nánari upplýsingar um nefndina fást hjá ofangreindum samtökum. Neytendasamtakanna og Samtaka iðnaðarins. Að endingu er rétt að geta þess að á vegum Neytenda- samtakanna, Húseigendafé- lagsins og Samtaka iðnaðarins er starfandi úrskurðarnefnd vegna nýbygginga og við- halds húsa. Hún úrskurðar í Gjalddagar og uppsögn trygginga Síðasta sumar keyptu Sjóvá- Almennar Húsatryggingar Reykjavíkur og yfirtóku þar með tryggingar félagsins. Á meðan Húsatryggingar Reykjavíkur störfuðu var húseigendum í Reykjavík skylt að kaupa brunatrygg- ingu hjá félaginu. Aðrar tryggingar hafa neytendur hjá öðrum tryggingafélögum og hafa þannig átt möguleika á að semja um afslátt vegna umfangs tryggingaviðskipta sinna. Þegar Húsatryggingar Reykjavíkur voru seldar Sjó- vá-Almennum varð fólki frjálst að kaupa brunatrygg- ingu hjá hvaða tryggingafé- lagi sem er. Þannig getur fólk sem keypt hefur allar sínar tryggingar hjá tilteknu félagi bætt brunatrygging- unni inn í pakkann sinn og jafnvel samið um frekari af- slátt. Til þess að þetta sé mögulegt þarf að segja upp viðkomandi tryggingu mán- uði fyrir gjalddaga. Sjóvá- Almennar sendu ekki gíró- seðil fyrir tryggingariðgjald- inu fyrr en hálfum mánuði fyrir gjalddaga og því var orðið of seint fyrir fólk að segja tryggingunni upp. Neytendasamtökin vilja benda fólki á að fylgjast með gjalddögum trygginga sinna. Einnig er eðlilegt að trygg- ingafélög sendi innheimtu- seðla, eða tilkynningar um fyrirhugaðar greiðslur til þeirra sem eru með trygg- ingaiðgjöldin á boðgreiðsl- um, það tímanlega að við- skiptavinir hafi tækifæri til að segja tryggingum sínum upp með lögmætum fyrir- vara ef þeir vilja. 4 NEYTENDABLAÐIÐ - febrúar 1998

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.