Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.02.1998, Blaðsíða 7

Neytendablaðið - 01.02.1998, Blaðsíða 7
Tryggðarkort af tryggðarkortum er óverulegur Kaupgarður í Mjódd er eina matvöruverslunin sem veitir afslátt með Fríðindakortinu og nemur sá afsláttur 3%. Það er hæsti afsláttur sem mat- vöruverslun veitir gegn tryggðarkorti. Sé miðað við 600 þúsund króna innkaup af mat- og hreinlætisvöru á ári er ávinningur 18.000 kr. Sama gildir hér og um önnur kred- itkort, að taka verður tillit til verðmunar milli verslana (sjá töflu). Fríkortið Fríkort ehf. er samstarfsfyrir- tæki 14 fyrirtækja sem reka samnefnt kort, Fríkortið. Fríkortið er nokkuð frá- brugðið þeim kortum sem hér hefur verið lýst þar sem það er ekki kreditkort og Fríkortið gengur út á að korthafi safni punktum með því að eiga við- skipti við aðildarfyrirtækin. Punktarnir eru eignfærðir á reikning viðkomandi og þegar ákveðnu marki er náð er hægt að leysa út punktainneignina og fá vöru eða þjónustu hjá 13 fyrirtækum (leikhús, mat- sölustaðir, kvikmyndahús og flugfélög). Skilmálar: Sérstakir skilmál- ar gilda um Fríkortið. Sá sem vill fá Fríkort þarf ekki að skila inn skriflegri umsókn heldur jafngildir notkun á Fríkortinu samþykki fyrir að- ild að því og þeim skilmálum sem gilda um kortið. Á þriggja mánaða fresti er kort- hafa sent yfirlit yfir punkta- inneign og þar er komið á framfæri upplýsingum um hvar hægt sé að leysa út punktana, en ekki er hægt að skipta punktainneign í pen- inga. Hjón og sambúðarfólk safna punktum á sameiginleg- an reikning og það geta ein- staklingar og tjölskylda með sameiginlegt lögheimili líka gert. Punktana er ekki hægt að nýta ótakmarkað því þeir fyrnast á 4 árum. Um leið og hætt er að nota kortið er við- komandi ekki Iengur þátttak- andi í Fríkortinu. Heimilt er að léggja Fríkortið niður og breyta skilmálum þess án þess að það sé tilkynnt sérstaklega. I skilmálum fyrir Fríkortið er tekið fram að óheimilt sé að skrá sundurliðaðar upplýsing- ar um vöruúttektir einstakra korthafa. Hvað kostar kortið: Ekkert stofngjald eða árgjald er fyrir Frfkortið. Fjárhagslegur ávinningur: Erfitt er að meta fjárhagsleg- an ávinning Fríkortsins þar sem ekki er um beinan afslátt að ræða heldur punkta sem hægt er að nota til að leysa út aðrar vörur. Sé miðað við þá vöru sem þarf fæsta punkta til innlausnar þá fæst bíómiði fyrir 990 punkta, en bíó- miðinn kostar 600 krónur. Verðgildi hvers punkts er þannig 61 eyrir. Hagkaup gef- ur fimm punkta fyrir hverjar 1000 krónur við kaup á mat- og hreinlætisvöru, sem er um 0,305% afsláttur. Sé miðað við að fjölskylda kaupi þessar vörur fyrir 600.000 kr. á ári þá fær sama fjölskylda 1800 frípunkta fyrir þessi viðskipti, sem nægir þó ekki alveg fyrir tveimur bíómiðum. Sama gildir hér og að framan, að taka verður tillit til verðmunar milli verslana (sjá töflu). Fríkortið gefur einnig punkta við eldsneytiskaup hjá Skeljungi, og fæst 1,5 punktur fyrir hvern lftra. Sé aftur mið- að við bíómiða er um að ræða 91,5 eyris afslátt af hverjum lítra. 1200 lítra eyðsla á ári gefur því afslátt sem nemur 1098 kr. á ári. Á sumum stöðvum Skeljungs fást tvær krónur í afslátt dæli menn sjálfir og er þá heildarafslátt- urinn tæpar þrjár krónur á lítra. Dæli menn sjálfir er þjónustustigið hinsvegar orð- ið það sama og hjá ÓB-bens- íni og Orkan. Munurinn er sami og áður eða 4080 kr., en afsláttur fríkortsins nemur 1098 kr. og munurinn er því 2982 kr. sem er það sem tap- ast haldi menn í tryggð við Skeljung vegna Fríkortsins. Vildarkiúbbur Flugleiða Innan Vildarklúbbs Flugleiða eru þrenns konar kort, Saga Bonus, Saga Buisness Club og Saga Gold, en þessi kort eru ekki greiðslukort. Skilmálar: Hér safnar kort- hafi punktum með því að kaupa þjónustu hjá Flugleið- um og nokkrum samstarfsað- ilum þeirra. Um tvenns konar punkta er að ræða, ferða- og kortapunkta. Ferðapunktarnir eru notaðir til að fá vildar- ferðir og aðra vildarþjónustu en kortapunktarnir segja til um það hvers konar korti klúbbfélagi á rétt á. Kortin ICELANDAJR SlNCE *■ ! Z . 1 ? 7 V . - ---- ' veita rétt á ýmissi þjónustu sem Flugleiðir bjóða. Því fleiri punktar sem safnast, þeim mun meiri þjónusta er í boði. Punktarnir fyrnast á fjórum árum. Til að komast inn í Vildar- klúbbinn þarf að sækja um það skriflega og fæst þá Saga Bonus-kort en alltaf er hægt að segja sig úr klúbbnum. Gildistími Saga Bonus-korts er fjögur ár og er þá kannað hversu margir punktar hafa safnast á þeim tíma. Hafi safnast ákveðinn punktafjöldi er korthafi sjálfkrafa skráður áfram sem Saga Bonus-kort- hafi. Hafi safnast of fáir punktar er aðild ekki endur- nýjuð og áunnin punktainn- eign felld niður. Ekki er sótt sérstaklega um Saga Busi- ness- og Saga Gold-kort, heldur fá þeir sem nota Saga Bonus-kort þau sjálfkrafa ef ákveðnum punktafjölda hefur verið náð á 12 mánuðum. Hvað kostar kortið: Ekkert stofngjald eða árgjald er í Vildarklúbbi Flugleiða. Fjárhagslegur ávinningur: Fyrir ferð fram og til baka til áfangastaða í Norður-Evrópu fást 3.000 ferðapunktar ef ferðast er á almennu farrými, en 7.600 ferðapunktar ef ferð- ast er á Saga Class. Fyrir ferð- ir til Suður-Evrópu fást 3.600 og 9.000 punktar og til Ameríku 4.200 og 10.600 punktar. Auk þess sem hægt er að safna ferðapunktum hjá Flugleiðum eru í þessu sam- starfi Flugfélag íslands, íslandsilug, SAS, bflaleiga og hótel sem eru í samstarfi við Flugleiðir. Það þarf 36.000 ferðapunkta til að fá frímiða á almennu farrými til Norður- Evrópu, 42.000 punkta til Suður-Evrópu og 50.000 punkta til Ameríku. Helmingi fleiri punkta þarf til að ferðast á Saga-Class. Einnig er hægt að nýta lerðapunktana til að leigja bíl og fyrir gistingu á hóteli. Vildarkort Visa og Flugleiða Flugleiðir og Visa ísland hafa gert með sér samstarfssamn- ing um tvö kort sem heita Farkort og Gullkort. Þessi kort eru frábrugðin Vildar- klúbbskortunum þar sem þau eru kreditkort. Skilmálar: Skilmálar Visa gilda fyrir Vildarkort Visa og Flugleiða, auk sérákvæða vegna Vildarkortsins. Kortin veita nteiri ferðatryggingu en venjuleg Visa-kort ef ferða- kostnaður er greiddur að hluta til ineð kortinu fyrirfram. Ferðapunktar sem safnast fyrnast ekki. NEYTENDABLAÐIÐ - febrúar 1998 7

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.