Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.02.1998, Blaðsíða 23

Neytendablaðið - 01.02.1998, Blaðsíða 23
Neytendur um allan heim Svíþjóð: Ný rafmagns- lög vernda neytendur betur Frá og með síðustu áramót- um tóku gildi í Svíþjóð ný lög um rafmagnsveitur. í lögunum er m.a. að finna ákvæði um að seljanda sé skylt að bæta tjón sem verður, til dæmis á matvæl- um sem eyðileggjast í frysti, vegna rafmagnsleys- is þegar seljandi rafmagns- ins ber ábyrgð á rafmagns- leysinu. Einnig er að finna í lögunum ákvæði um að óheimilt er að grípa til harðra lokunaraðgerða þótt greiðsla berist ekki. Raf- magnsveitur þurfa að senda nokkrar ítrekanir til not- enda með ákveðnum hætti og ekki má loka fyrr en fé- lagsmálanefnd viðkomandi sveitarfélags hefur fengið tilkynningu um fyrirhugaða lokun, enda gert ráð fyrir að nefndin geti gripið inn í og greitt reikninginn sé þess talin þörf. Enda er hér um að ræða nauðsynlega þjónustu sem neytendur geta alls ekki verið án. Athugasemd vegna gæða- könnunar á filmum f síðasta Neytendablaði var birt gæðakönnun á filmum. í texta með könnuninni sagði að sú filma sem reyndist best meðal 35 mm filmna, Fu- jicolor Reala, væri ekki seld hér á landi. Þetta er ekki rétt, hún er seld hér en er talsvert dýrari en Fujicolor Super G plus, sem er algengasta 35 mm Fuji-filman. Fujicolor Reala-fdman er aðeins flutt inn í einni stærð, 36 mynda, og kostar hún 725 kr. hjá um- boðsaðila en sama stærð af Fujicolor Super G plus- filmu kostar 495 kr. Erfðabreytt matvæli, val neytendans skiptir öllu Neytendaamtök Evrópu (BEUC) hafa hvatt þingmenn á Evrópuþinginu að taka af- stöðu gegn nýjustu tillögum framkvæmdastjórnar ESB um merkingar á matvælum sem innihalda að hluta erfðabreytt soja og maís. Verði hugmynd- ir framkvæmdastjórnarinnar að veruleika þarf ekki að merkja flest þau matvæli sem innihalda erfðabreytt hráefni að hluta. Samkvæmt þessum hugmyndum þarf aðeins að merkja afurðir úr soja og maís ef hægt er að finna í endan- legu vörunni merki um DNA (litningar/gen) eða prótein sem eru erfðabreytt. í fram- kvæmd eru margir efnisþættir matvæla hinsvegar þróaðir eða umbreyttir á þann hátt að DNA og prótein eru ekki lengur til staðar í sínu upp- ^éSmmSmmsc'" - * SAINSBURYS 'jceéipmtim MAOÍ WIIH .... GEHETICAUY MODIFIED TOMATOIl runalega formi og finnast því ekki t matvælunum. BEUC telur að vörur sem framleiddar eru með erfða- breyttu soja og maís eigi að aðgreina að fullu frá fæðu- keðjunni, þannig að hægt sé með upplýsingum á umbúðum vara að bera kennsl á þau mat- væli sem innihalda erfðabreytt efni. A þennan hátt einan hafa neytendur raunverulegan möguleika á að velja og hafna. Aðgreining á erfðabreytt- um vörum og vörum fram- leiddar á hefðbundinn hátt mun tryggja að framleiðendur sjálfir þurfa að sannfæra neyt- endur um öryggi, gæði og innihald vöru sem að hluta eða að öllu leiti er framleidd með erfðabreyttum lífverum. Neytandinn á að hafa valið á grundvelli upplýsinga, hann á einfaldlega kröfu á að vita hvað það er sem hann kaupir. Erfðabreytt matvæli eru þar engin undantekning. Þing Neytendasamtakanna 1998 Þing Neytendasamtakanna verður haldið í Borgartúni 6 (Rúgbrauðsgerðinni), Reykjavík, dagana 24.-25. apríl nk. Samkvæmt 7. grein laga Neytendasamtakanna eiga allir félagsmenn, sem tilkynna um þátttöku með eins mánaðar fyrirvara, rétt til setu á þinginu. Stjórn Neytendasamtakanna hvetur þá félagsmenn sem áhuga hafa á að sitja þingið að tilkynna um þátttöku sem allra fyrst og eigi síðar en 24. mars nk. Þátttöku ber að tilkynna til skrifstofa Neytendasamtakanna í Reykjavík, ísafirði, Akureyri eða Selfossi. Stjórn Neytendasamtakanna NEYTENDABLAÐIÐ - Janúnar 1998 23

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.