Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.02.1998, Blaðsíða 9

Neytendablaðið - 01.02.1998, Blaðsíða 9
Markaðskönnun Örbylgjuofnar, fjölbreytni og gæði eru meiri Orbylgjuofnar eru öruggir, þægilegir í notkun og spara rafmagn í samanburði við eldavélar og ofna. Og úr nægu er að velja, eins og sjá má í markaðskönnun sem Neytendablaðið gerði um miðjan janúnar. Þrjár mis- munandi gerðir ofna eru til sölu, venjulegir örbylgjuofn- ar, örbylgjuofnar með grilli og samsettir ofnar. Mögu- leikar og vörumerki eru einn- ig í rniklu úrvali. Og verðið er breytilegt, þannig kosta ódýrustu ofnarnir 13.900 kr. en þeir dýrustu 55.000 kr., en þá er maður raunar kominn með allt aðra vöru í hend- urnar. Sé örbylgjuofninn notaður á réttan hátt er þetta örugg og fljótleg leið til til að þíða mat, hita hann upp og elda. Það er afar lítil hætta á því að ör- bylgjurnar berist út fyrir ofn- inn. Mesta hættan er hinsveg- ar matareitrun vegna þess að maturinn hefur ekki verið hit- aður nægilega. Mismunandi gerðir örbygjuofna Þrjár gerðir örbylgjuofna eru framleiddar. Odýrasta og algengasta gerðin eru hefð- bundnir örbylgjuofnar sem nota eingöngu orku frá ör- bylgjum til hitunar. Þeir elda matinn með því að láta stutt- bylgjugeisla dynja á honum. Þetta örvar vatnssameindirnar í matnum sem veldur því að hann hitnar. Önnur gerðin eru ofnar sem sameina örbylgju- hitun og grillun svo hægt er að brúna matinn og gera hann stökkan. I þessum gerðum má nota annaðhvort grill- eða ör- bylgjuna, en í flestum tilvik- um er einnig hægt að nota þær samtímis eða í tengslum hvora við aðra. Þriðja gerðin er ýmist kallaður samsettur ofn eða þríþættur ofn og er í senn örbylgjuofn, grill og hefðbundinn ofn (með hita- hringstreymi - blástur). Þessa eiginleika er hægt að nota hvern fyrir sig, en oftast einn- ig saman eða tengja þá saman. I gæðakönnun sem International Testing hefur gert kom í ljós að samsettu ofnarnir unnu almennt vel og skiluðu ofnbökuðum mat á styttri tíma en í venjulegum bökunarofni. Gæðin eru meiri International Testing og sæns- ka neytendablaðið Rád och rön hafa nýlega gert gæða- kannanir á öllum gerðum örbylgjuofna og franska neyt- endablaðið Que Choisir á örbylgjuofnum með grilli. Félagsmenn geta fengið ljósril af þessum könnunum á skrif- stofu Neytendasamtakanna. Eftirtaldir ofnar í þessum gæðakönnunum eru til í ver- slunum hér (innan sviga í hvaða blöðum): Venjulegir örbylgjuofnar: AEG Micromat 21 (þýsk), Melissa M WT 2010 (sænsk, frönsk), Sharp R-4V17 (þýsk), Sharp R 210 (ensk), Siemsen HF 22023 (þýsk). Örbylgjuofnar með grilli: Daewoo KOG 3667 (frönsk), Miele M 626 (sænsk), Pana- sonic NN-K 354 (frönsk, ensk), Panasonic NN-K456 (þýsk), Sharp R4P58 (frönsk), Sharp R-4P58 (þýsk), Whirl- pool MT 243 (sænsk, frönsk). I heild hituðu örbylgjuofn- arnir í þessari könnun jafnar en örbylgjuofnar í fyrri gæða- könnunum. Örbylgjuofnarnir eru al- mennt orðnir betri en áður hvað jöfnun á upphitun varðar. Og hvað varðar frávik í hitastigi matarins voru tlestar gerðir viðunandi. Sjálfvirka afþíðingarkerfið reyndist vel og í sumum tilvikum betur en handvirki mátinn. Fullkomnustu ofnarn- ir stóðu einnig uppúr í jafnri upphitun og eldun þegar mið- að er við hefðbundna blást- ursrofna og reyndust miklu fljótvirkari. Til dæmis tók klukkustund að elda tvo kjúk- lingahelminga í hefðbundnum ofni, en aðeins 30 mínútur í hitahringstreymi og örbylgj- um í samsettum ofni. Handvirkir ofnar með góðum merkingum voru taldir einfaldir og góðir í notkun. Hinsvegar var erfitt að stilla nákvæmlega. Sjálfvirkni A einföldustu örbylgjuofnun- urn er eingöngu hægt að stilla afkastagetuna (wött), eldunar- tímann og grilltímann ef grill er ti I staðar. Rafrænar gerðir örbylgjuofna eru hinsvegar með rnarga mismunandi möguleika og fjölmörg kerfi (prógrömm). Flestir þessara örbylgju- ofna eru með afþíðingarkerfi F.h. bls. 12 NEYTENDABLAÐIÐ - febrúar 1998 9

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.