Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.02.1998, Blaðsíða 6

Neytendablaðið - 01.02.1998, Blaðsíða 6
Tryggðarkort á lægra vcrði annars staðar þótt ávinningur tryggðarkorts- ins sé tekinn með f reikning- inn. Eins og áður var nefnt er meiri ávinning að hafa í sérvöru og þjónustu. Ókostir tryggðarkerfa Ekkert er ókeypis hér í heimi, heldur ekki heimsendingin á pítsunni, heimsendingin er einfaldlega innbyggð í verð- lagninguna. Öllum er ljóst að hækka þarf álagningu til að standa straum af tryggðar- kortum, en vissulega er kostn- aður við þau mismikill. Sá sem fær afslátt fær afslátt frá hærri upphæð en hefði þurft að vera og sá sem ekki notar tryggðarkort þarf að borga enn hærra verð hjá þeim sem taka við tryggðarkortum. Tryggðarkortin leiða til hærra verðlags og það skilar sér í vísitölu og þar með hækkun á lánum. Þar sem verðtryggðar skuldir heimil- anna námu um 335 milljörð- um í september 1997 leiðir 1% hækkun á verðlagi til 3,4 milljarða hækkunar á skuld- um heimilanna. Neytendur tapa því á tryggðarkortunum hvernig sem á það er litið. Tilkoma tryggðarkorta vekur fjölmargar spurningar frá samkeppnislegu sjónar- miði, til dæmis um það hvort samstarf fyrirtækja um tryggðarkort sé æskilegt, þar sem þau eru að vísa viðskipta- vinum sínum hvert til annars. Þátttaka greiðslukortafyrir- tækja í tryggðarkortum er einnig áleitin spurning. Þessi fyrirtæki eru á fákeppnis- markaði og því hlýtur að telj- ast óeðlilegt að þau séu á þennan hátt að hafa áhrif á öðrum mörkuðum. Tryggðarkort draga úr verðskyni neytenda. Neytend- ur eru hvattir til að versla við ákveðinn aðila vegna óveru- legs fjárhagslegs ávinnings og punkta. Verð og gæði skipta neytandann hinsvegar megin- máli. Eltingarleikur við punkta gerir það að verkum að aðhald neytenda að verði og gæðum minnkar. Slfkt er óæskilegt fyrir samkeppnina og neytendur einnig. Fjárhagslegur ávinningur Það er erfitt fyrir neytendur að átta sig á skilmálum tryggðarkorta og hvaða ávinning þeir hafa af kortunum. Því hefur Neytendablaðið tekið saman upplýsingar um þetta varðandi öll helstu tryggðarkort sem hér eru á markaði. Það skal tekið fram að reglan er sú að ef seljandi tekur við fleiri en einu korti, eins og stöðugt er algengara, verður ney- tandinn að velja hvaða tryggðarkort hann vill nota, hann getur ekki notið fjárhagslegs ávinnings af nema einu tryggðarkorti hverju sinni. Sérkort Stöðvar 2 og Kreditkorta Skilmálar: Sömu skilmálar gilda fyrir Euro-kreditkort og fyrir Sérkort Stöðvar 2 og Euro, enda er Sérkortið einnig Euro-kreditkort. Við skil- málana hefur þó verið bætt tveimur greinum vegna Sérkortsins. Þær fjalla um ár- gjald vegna Sérkortsins og um afslátt sem viðskiptavinir fá ef Sérkortið er notað. Afsláttur- inn er bundinn því að viðkom- andi sé áskrifandi að Stöð 2. Allir handhafar Sérkortsins fá sendar mánaðarlega með greiðslukortareikningnum upplýsingar um þau fyrirtæki sem veita afslátt og um þann afslátt sem veittur er. Þeir sem ekki hafa verið með Euro- kreditkort þurfa að skila inn umsókn til að fá Sérkortið. Ef Sérkortshafi vill hætta með Sérkortið þarf hann að hafa samband við Kreditkort hf. og skila kortinu. Hvað kostar kortið: Sá sem er áskrifandi að Stöð 2 allt árið fær árgjald fyrir Sérkortið frítt, en það er 3.600 kr. Ef áskrifandi ákveður að vera ekki með áskrift að Stöð 2 í tiltekinn tíma verður hann að greiða 300 kr. á mánuði. Sérkortið snýst því fyrst og fremst um að hafa viðskipta- vini Stöðvar 2 trygga áskrif- endur, þannig að ef áskrifandi hættir með Stöð 2 borgar sig ekki fyrir hann að hafa Sérkortið. Fjárhagslegur ávinningur: Þegar Sérkort er notað á áskrifandi rétt á afslætti hjá 80 verslunum og þjónustuaðilum og er afslátturinn frá 0,65%- 15%. Afslátturinn sem þannig vinnst kemur til frádráttar á mánaðarlegu áskriftargjaldi að Stöð 2. Ef afslátturinn reynist vera hærri í krónum talið en áskriftargjaldið er mismunur- inn reiknaður til frádráttar á reikning korthafans. Fjárhags- legur ávinningur af þessu korti er enginn nema korthafi sé einnig áskrifandi að Stöð 2. Sé hann það fær hann afslátt. Kortið veitir til dæmis 0,65% afslátt hjá KÁ, Kaskó, Kjar- val, Slaðarkaup, Samkaupum, Nóatúni, 11-11 og Fjarðar- kaupum. Sé haft til viðmiðun- ar að fjölskylda eyði um 600 þúsund krónum á ári í mat- og hreinlætisvörur cr afslátturinn á ári 3.900 kr. Þetta er þó ekki sagan öll því taka verður tillít til verðmunar á milli verslana. Sé miðað við könnun Neyt- endasamtakanna og DV og tekið dæmi um tvær verslun- arkeðjur með svipað þjónustu- stig, 11-11 sem er með Sérkortið og 10-11 sem ekki tekur við tryggðarkortum, kosta vörurnar í 11-11 8,5% meira þegar ekki er notað Sérkort en 7,8% meira að teknu tilliti til ávinnings af Sérkortinu. Sérkortið gefur 1,25% af- slátt af bensínverði hjá Esso og Olís. Bensínlítrinn kostar 76 kr. fyrir 95 oktana bensín hjá báðum þessum félögum og 80,70 kr fyrir 98 oktana bensín. Þannig sparast 1.140 kr. miðað við 1200 lítra notk- un á ári á 95 oktana bensíni og verð eins og það var 20. janú- ar sl. Dæli menn sjálfir er verðið hins vegar 74 kr. á lítra eða tveggja króna afsláttur. Dæli menn sjálfir er um sama þjónustusti^ að ræða og hjá Orkan og OB-bensíni. 95 okt- ana bensín kostar 70,60 kr. hjá Orkan, þannig að munurinn er 3,40 kr. Sé áfram miðað við 1200 lítra sparast 4.080 kr. með því að skipta við Orkan á meðan þeir fá 1.140 kr. í af- slátt af Sérkortinu. Því tapast 2.940 kr. með því að halda sig við Sérkort Stöðvar 2 í stað þess að kaupa það þar sem það er ódýrast. Fríðindakort Visa ísland Skilmálar: Engir sérstakir skilmálar gilda um Fríðinda- kortið umfram almenna við- skiptaskilmála Visa-kredit- korta. Ef korthafi hefur átt viðskipti við fyrirtæki sem veitir afslátt er uppsafnaður afsláttur færður mánaðarlega til frádráttar á reikningi hans. Hvað kostar kortið: Allir handhafar Visa-kreditkorta geta fengið Fríðindakortið. Þeir sem nota Visa-kreditkort þurfa ekki að sækja sérstak- íega um Fríðindakortið og ekki þarf að greiða árgjald og stofngjald þar sem það er þeg- ar greitt, en árgjald af al- mennu Visa-korti er 1.900 kr. og stofngjaldið 1.000 kr. Fjárhagslegur ávinningur: Fríðindakortið veitir afslátt FRÍÐINDAKORTIÐ 'I iiM"H • I- H 11> l \ i' • \ » •> l \ i l t lt hjá ýmsum sölu- og þjónustu- aðilum hér á landi sem nú eru 107. Afsláttur sem fyrirtækin veita er á bilinu 3%-15%. 6 NEYTENDABLAÐIÐ - febrúar 1998

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.