Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.02.1998, Blaðsíða 18

Neytendablaðið - 01.02.1998, Blaðsíða 18
Gæða- og markaðskönnun GSM-símar, verð og gæði breytilegt Neytandablaðiö gerði um miðjan janúar markaðskönnun á GSM-símum á höfuðborgarsvæðinu. Til sölu eru 24 mismunandi símar og verð símanna er mjög breytilegt, eða á bilinu 19.900-69.900 kr. miðað við staðgreiðslu. Neytendablaðið hefur einnig gert gæðakönnun á þessum símum í samvinnu við International Testing og er helmingur þeirra síma sem hér eru á markaði í þessari gæðakönnun. í Ijós kemur að gæði geta verið breytileg. Samkeppnin á þessum markaði er hörð og vænta má verðlækkana. Þannig að margt er að varast í GSM-frumskóginum. Markaðskönnun Stærð síma Eins og sjá má í töflu eru sím- ar þessir afar mismunandi að stærð og gerð. Þeir geta vegið allt frá 99 gr og upp í 250 gr. Þótt það sé kostur að hafa lít- inn síma getur það lfka verið vandamál að tala í slíkan síma, sérstaklega ef þeir eru mjög stuttir og þá verður að vera hægt að opna símann þannig að hann lengist. Stærð símans skiptir miklu máli og eru til dæmis Motorola StarTac 70, Panasonic G 600 og Ericsson 768 og 788 mjög litlir og létt- ir. Sony CMD-Zl er einnig lítill en þyngri sem stafar af mjög kröftugri rafhlöðu. Rafhlaða Tegund ratlilöðu skiptir miklu máli og það er ánægjulegt að NI-CD-rafhlöður hafa horfið af markaðnum en ending þeirra rýrnaði mjög ef ral'- hlaðan var ekki alveg tóm áður en hún var endurhlaðin. Ni-MH (Nikkel-Metal Hydridej-rafhlaðan er algeng- ust á markaðnum en þetta er miklu síður vandamál við þessa tegund og hættan á að þurfa að fleygja rafhlöðu eftir nokkra mánuði er því lítil með Ni-MH. Li-ion (Lithium- ion) rafhlaðan er nýjasta teg- und rafhlaðna enda dýrari en Ni-MH. Li-ion er alveg laus við þetta vandamál, auk þess sem hún hefur betri endingar- tíma. Það er rétt að hafa í huga að endingartími rafhlöðu 18 getur verið mismunandi og því getur verið gott að eiga aukarafhlöðu. Verð á þeim er einnig mismunandi og getur haft áhrif á hvar hagstæðast er að kaupa símann sé keyptur bæði sími og aukarafhlaða. Tekið skal fram að Radíomið- un og Hátækni selur tvenns- konar aukarafhlöður af Ni- MH gerð í Ericsson 628 og 688. Þá er hægt að kaupa bæði Ni-MH og Li-ion raf- hlöðu í Nokia 61 l0-síma. íslenskar leiðbeiningar Nauðsynlegt er að auðvelt sé og fljótlegt að læra þær að- gerðir sem í boði eru í við- komandi síma. Islenskar leið- beiningar fylgja mörgum þessara síma en ekki öllum og eru misítarlegar. Ef íslenskar leiðbeiningar liggja ekki fyrir og þú kannt ekki tungumálið sem leiðbeingarnar eru á, er best að láta sölumanninn sýna nauðsynlegustu aðgerðirnar. Hjá Landssímanum er verið að þýða leiðbeiningar fyrir Sagem 730, og Ericsson-sím- anna GF 788, GH 688 og GH 628. Hjá Klapan fylgir til dæmis ítarlegur leiðarvísir á íslensku fyrir Panasonic G 500, en stuttur leiðarvísir á ís- lensku fylgir öðrum símum sem Klapan selur. Þá býður Radiomiðun upp á námskeið í notkun símanna. Samkeppni, tilboð Á töflunni á bls. 19 má sjá staðgreiðsluverð eins og það var um miðjan janúar. Verð á GSM-símum breytist hratt, enda mikil samkeppni á þess- um markað. Hjá einu fyrir- tæki, Radiomiðun, var blað- inu sagt að verð yrði lægra upp úr mánaðamótum janúar- febrúar vegna lægra innfluln- ingsverðs. Þvf má vænta verð- breytinga hjá öðrum söluaðii- um. NEYTENDABLAÐIÐ - febrúar 1998

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.