Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.02.1998, Blaðsíða 16

Neytendablaðið - 01.02.1998, Blaðsíða 16
Húseigendatryggingar Hvað er húseigendatrygging? Húseigendatrygging er vá- trygging sem býðst húseig- endum og inniheldur vátrygg- ingavernd gegn helstu tjónum sem orðið geta á húseign, að undanskildum þeim tjónunr sem vátryggð eru með lög- boðnum vátryggingum. Hús- eigendatryggingar hafa einnig að geyma ábyrgðartryggingu sem bætir tjón húseiganda þegar hann er krafinn um bæt- ur vegna skaðabótaábyrgðar sinnar sem húseigandi. Hús- eigendur eru ekki skyldaðir samkvæmt lögum til að kaupa þessa vátryggingu, heldur er um að ræða frjálsa vátrygg- ingu. Húseigendatrygging er hvorki lögákveðin né sam- ræmd með neinskonar staðli. Hinsvegar hefur myndast venja um það hvað felst í vá- tryggingunni, og er því bóta- sviðið svipað hjá öllum vá- tryggingafélögum. Það er þó alls ekki eins. Sum vátrygg- ingafélög bjóða misvíðtæka húseigendatryggingu, vita- skuld gegn misháu iðgjaldi. Bótasvið húseigendatrygginga I dæmigerðri húseigenda- tryggingu er að finna tiltekna vátryggingavernd. Hér að neðan er gerð grein fyrir helstu atriðum þessarar vernd- ar, en ekki er um að ræða tæmandi talningu á bótasviði eða undanþágum. Vatnstjónstrygging Með vatnstjónstryggingu fæst bætt tjón vegna skyndilegs leka úr leiðslum hússins og þegar vatn flæðir úr hreinlæt- istækjum, vatnsrúmum og fiskabúrum, svo og vatns- krönum sem gleymst hefur að skrúfa fyrir. Sum félög bjóða upp á ákveðið val, til dæmis tvo möguleika um það hvers- konar vatnstjónstrygging er innifalin í vátryggingunni. Vatnstjónstryggingin er án efa einn mikilvægasti þátturinn í húseigendatryggingum, þar sem vatnstjón er algengt í húsum hér á landi og hefur valdið miklu eignatjóni. Verulegur hluti þeirra bóta sem greiddar eru vegna hús- eigendatryggingum eru vegna vatnstjóns. Fok/óveðurstrygging Með þessari tryggingu fæst bætl tjón sem verður á húsinu þegar vindur nær að rjúfa þak, glugga eða veggi húseignar- innar. Skilyrði bótaskyldu er að vindhraði hafi náð 11 vind- stigum. Húsaleigutrygging Með henni er bætt húsaleiga sem vátryggður tapar eða verður að greiða ef hann neyðist til að flytja úr hús- næðinu vegna tjóns sem er bótaskylt úr vátryggingunni. Slíkt getur til dæmis komið fyrir þegar um meiriháttar vatnstjón er að ræða. Innbrotstrygging Með henni eru bættar skemmdir á húsinu vegna inn- brots eða tilraunar til innbrots. Ekki má rugla þessari vá- tryggingavernd saman við innbrotsþjófnaðartryggingu sem almennt er innifalin í heimilistryggingum og bætir tjón á innbúi. Glertrygging Með henni er bætt tjón á venjulegu rúðugleri ef það brotnar eftir að því hefur ver- ið komið endanlega fyrir. Yf- irleitt eru gerðar undantekn- ingar frá bótaskyldu, til dæm- is vegna byggingarfram- kvæmda og viðhalds. Ábyrgðartrygging húseiganda Vátryggingin greiðir bætur vegna tjóns sem húseigandi veldur og ber skaðabóta- ábyrgð á sem eigandi hús- eignar. Vátryggingin greiðir því ekki bætur vegna tjóns sem húseigandi veldur, ef tjónið stendur ekki í neinu sambandi við hina vátryggðu húseign. Það er oft á tíðum álitaefni hvort skilyrði bóta- skyldu eru fyrir hendi úr þess- um lið húseigendatryggingar, og ákveðin grundvallarþekk- ing í almennum skaðabótarétti er nauðsynleg þegar bóta- skylda er könnuð. Grundvall- arskilyrði þess að húseigandi geti talist skaðabótaskyldur er að hann hafi valdið tjóninu af gáleysi, til dæmis þannig að honum hafi orðið á mistök eða hann gerst sekur um van- rækslu. Húseigendur bera þó víðtækari ábyrgð þegar um er að ræða bilun á búnaði sér- eignar og lagna. Sem dæmi um tjón sem yrðu eftir atvikum greidd úr ábyrgðartryggingu húseig- anda má nefna tjón vegna þess að grýlukerti eða snjór fellur af húsþaki á fólk eða bfla og tjón vegna þess að gangandi vegfarandi dettur í hálku og slasast við inngang á húsi. Þetta á sérstaklega við um verslunarhúsnæði og aðrar byggingar þar sem er mikill umgangur eða umferð, vegna þess að ríkari kröfur eru gerð- ar í þeim tilfellum um að- gæslu húseiganda, þ.e. að hann geri ráðstafanir til að koma í veg fyrir tjón. Ýmsir bótaþættir Að auki bætir húseigenda- trygging oft á tíðum tjón vegna skyndilegs úrhellis og NEYTENDASTARF ER ÍALLRA ÞÁGU Ágæti hf. Vagnhöfða 13-15, Reykjavik Feróaskrifstofa Reykjavikur Aðalstræti 9, Reykjavik Samvinnuferðir-Landsýn Austurstræti 12, Reykjavík GJ Fossberg hf. Skúlagötu 63, Reykjavik Herjólfur hf. Básaskersbryggju, Vestmannaeyjum Hitaveita Reykjavíkur Húsgagnahöllin hf. Biidshöfða 20, Reykjavik íslenska útflutnings- miðstöðin hf. Síðumúla 34, Reykjavík íslenskir aóalverktakar Keflavíkurflugvelli Jón Bakan ehf. Nýbýlavegi 14, Kópavogi Gnoóavogi 44, Reykjavík Karl K. Karlsson hf. Skúlatúni 4, Reykjavík KEA Rafiagnadeiid Óseyri 2, Akureyri Kjarnafæói hf. Fjölnisgötu 1b, Akureyri Kjötiðnaðarstöð KEA Hafnarstræti 91-95, Akureyri Málningaþjónustan hf. Stillholti 16-18, Akranesi Mjólkursamlag KEA Akureyri Nóatúnsbúðirnar höfuóborgars væóinu Osta- og smjörsaian Bitruhálsi 2, Reykjavik Skeljungur hf. Suðurlandsbraut 4, Reykjavík Sláturfélag Suóurlands Fosshálsi 1, Reykjavík Póstdreifing ehf. Skipholti 11-13, Reykjavík Veislueldhúsió Skútan Hólshrauni 3, Hafnarfirói Veitingahúsiö Viö Tjörnina Templarasundi 3, Reykjavík Verkamannafélagið Hlif Reykjavíkurv. 64, Hafnarfirói Verslanir KÁ Suóurlandi Verslunin 17 Laugavegi 91, Reykjavik Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Kringlunni 7, Reykjavik Visa ísland - Greiðslumiðlun hf.; veffang: www.visa.is 16 NEYTENDABLAÐIÐ - febrúar 1998

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.