Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.02.1998, Blaðsíða 8

Neytendablaðið - 01.02.1998, Blaðsíða 8
Tryggðarkort Hvað kostar kortið: Greiða þarf árgjald af kortunum, 4.500 kr. fyrir Farkortið en 8.500 kr. fyrir Gullkortið auk stofngjalds sem er 1.000 kr. og 1.500 kr. Fjárhagslegur ávinningur: Hægt er að safna ferðapunkt- um í formi afsláttar ef kort- hafi á viðskipti við Flugleiðir og samstarfsfyrirtæki þeirra innan Vildarklúbbs Flugleiða, auk 150 annarra fyrirtækja hér á landi. Einnar krónu af- sláttur gefur einn ferðapunkt. Ef verslað erfyrir 5.000 kr. og veittur 5% afsláttur gefur það ígildi 250 kr. sem eru 250 ferðapunktar. Viðskipti við Flugleiðir og samstarfsfyrir- tæki gefa sama ávinning og gildir um Vildarklúbb Flug- leiða. Safnkort og Einkakort Esso Safnkortið er l'yrst og fremst fyrir viðskiptavini Esso. Ef greitt er með peningum þarf að framvísa Safnkortinu, en nægjanlegt er að framvísa greiðslukorti ef greitt er með slíku, enda er þá búið er að tengja það við Safnkortið hjá Esso. Einkakortið er lánskort og lætur korthafi þá gjaldfæra úttekt sína á bankareikningi viku- eða mánaðarlega. Ef út- tektin er gjaldfærð vikulega fær korlhafinn sama afslátt og Safnkortshafar í formi punkta. Skilmálar: Sækja þarf skrif- lega um Safnkortið og Einka- kortið. Með notkun kortanna hjá Olíufélaginu safnar kort- hafi punktum inn á reikning og fer fjöldi punkta eftir því hve mikil viðskiptin eru. Ef safnað hefur verið saman ákveðnum fjölda punkta fær korthafinn senda ávísun á þriggja mánaða fresti. Ávís- unina má leysa út í peningum á næstu Essostöð eða fá þar vörur og þjónustu. Safnkorts- punktar fyrnast ekki. 8 Hvað kostar kortið: Ekkert stofngjald eða árgjald er fyrir Safnkortið. Fjárhagslegur ávinningur: Með því að nota Safnkortið fást 80 aurar f afslátt af bens- ínlítranum. Það er rúmum 11 aurum minna en fæst með Fríkortinu hjá Skeljungi. Olís- kortið veitir afslátt sem nemur 20 aurum á lítra, þannig að Safnkortið/Einkakortið gefur 60 aura á lítra umfram Olís- kortið. Esso er einnig aðili að Sérkorti Stöðvar 2 sem veitir 95 aura afslátt af 95 oktana bensíni og 101 eyris af 98 oktana miðað við núverandi verðlag. Sérkort Stöðvar tvö er því hagstæðast af þeim korlum sem Esso er aðili að. Dæli menn sjálfir er Orkan og OB-bensín hagstæðara eins og kom fram í umljöllun um Sérkortið. Þannig er neikvæð- ur ávinningur af Safn- og Einkakorti Esso hvort sem menn dæla sjálfir eða ekki, þar sem hægt er að fá lægra verð á lítra án notkunar þess- ara korta. Olískort Skilmálur: Sótt er skriflega um kortið og má greiða með gíróseðli eða láta skuldfæra af kreditkorti. Hvað kostar kortið: Ekkert stofngjald eða árgjald er fyrir Olfskortið. Fjárhagslegur ávinningur: Kort Olís veita afslátt á elds- neyti hjá Olísstöðvum. Einnig er veittur afsláttur á verkstæð- um, smurstöðvum, gasaf- greiðslum og vörunt/veiling- um hjá Olísstöðvum. Með notkun kortsins fæst 20 aura afsláttur og miðað við 1200 lítra á ári er afslátturinn 240 krónur. Borið saman við Frí- kortið og Safnkortið er ávinn- ingur af Olískortinu óveruleg- ur, því að meðan 240 krónur fást með Olískortinu er ávinn- ingur af Fríkortinu 1.098 krónur og Safnkortinu 960 krónur. Einkaklúbburinn Skilmálar: Félagar í Einka- klúbbnum fá sérstakt kort sem veitir afslátt hjá um 350 fyrir- tækjum um allt land. Ekki þarf að sækja með formlegum hætti um Einkaklúbbskort heldur nægir að hafa samband símleiðis. Kortið er endurnýj- að á árs fresti með því að Einkaklúbburinnn hefur sam- band við klúbbfélaga og býð- ur þeim áframhaldandi aðild að klúbbnum. Hvað kostar kortið: Greiða þarf sérstakt árgjald til að vera í Einkaklúbbnum, 2.500 kr. Handhafar Atlas- og Gull- korts frá Eurocard þurfa ekki að greiða árgjald. Fjárhagslegur ávinningur: Afsláttur hjá þeim fyrirtækj- um sem eiga aðild að Einka- klúbbnum er á bilinu 10%- 30%, en ekki er veittur af- sláttur þegar um er að ræða sértilboð eða útsölur. Kort Byko Hægt er að fá sérstök kort hjá Byko og veita þau 9% stað- greiðsluafslátt. Þetta gildir þó ekki um nokkra vöruflokka, eins og sement og eldhúsinn- réttingar, og ekki ef vara er á sérstöku tilboði. Ekki þarf að greiða árgjald eða stofngjald vegna Bykokortanna. I Z/9S- Fjárhagslegur ávinningur af notkun tryggðarkorta í matvöruverslunum Neytendasamtökin og DV gerðu verðkönnun í nokkrum matvöruverslunum 12. desember síðastliðinn. Sé miðað við að fjölskylda noti 600.000 kr. í mat- og hreinlætisvörur má sjá í töílu hvað innkaupin kosta í hverri verslun með tryggðarkorti og án, og fjárhagslegan ávinning af kortunum. Þegar metinn er ávinningur af tryggðarkortum verður jafn- framt að taka mið af verðlagi í viðkomandi verslun. Þótt könnunin sé tæplega tveggja mánaða gömul segir hún það sem segja þarf um ávinninginn af tryggðarkortum í mat- vöruverslunum. Án Med tryggðar- tryggðar- korta kortum Ávinningur Bónus 467.407 Kaskó 511.061 507.739 3.322 Fjarðarkaup 569.946 566.241 3.705 |10-11 577.289 Samkaup 585.313 581.508 3.805 Kaupgarður 604.896 586.749 18.147 Hagkaup 606.256 604.379 1.877 KÁ 611.015 607.044 3.971 Nóatún 619.039 615.015 4.024 11-11 626.247 622.176 4.071 NEYTENDABLAÐIÐ -febrúar 1998

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.