Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.02.1998, Blaðsíða 24

Neytendablaðið - 01.02.1998, Blaðsíða 24
Sofðu vært Við hjónin fórum í húsgagnaverslun og keyptum okkur svefnherbergishús- gögn fyrir 170.000 krónur. Eftir að- eins tvo mánuði fór húðin á hurðun- um á svefnherbergisskápnum að flagna af og flauelið á höfuðgaflinum á rúminu hafði slitnað óeðlilega mik- ið og var farið að láta mjög á sjá. Við fengum mann frá versluninni til að koma heim til okkar og skoða hús- gögnin og var hann sammála okkur um að húsgögnin væru ekki í lagi. Seinna sagði eigandi búðarinnar við okkur að ástæðan væri framleiðslu- galli og að hann mundi fá framleið- anda húsgagnanna til að leysa málið. Að öðru leyti vildi hann ekki ræða málið frekar. Hver er ábyrgur fyrir göllunum? Svar Neytendablaðsins: Þú keyptir húsgögnin af húsgagnaversluninni, ekki framleiðandanum. Þú átt því að snúa þér beint til húsgagnaverslunar- innar, verslunin getur ekki vísað ábyrgðinni á framleiðandann. Sam- kvæmt lögum um kaup og sölu lausa- fjármuna (nr. 39/1923) áttu rétt á því að fá bætt úr galla á söluhlut, enda samþykki seljandi að um galla sé að ræða. Því skaltu skrifa bréf til hús- gagnaverslunarinnar þar sem þú minnir á þennan rétt þinn. Þú skalt einnig taka skýrt fram að þú sért til- búinn að leita allra leiða til að ná rétti þínum bæti hann ekki úr göllunum. Gefðu honum mest tveggja vikna frest til að svara. Ef verslunin ansar ekki erindi þínu eða hafnar bótakröfum geturðu líka vísað málinu til kvörtunarnefndar Neytendasamtakanna, Kaupmanna- samtaka Islands og Sambands ís- lenskra samvinnufélaga, sé verslunin aðili að þessum samtökum. Nefndin úrskurðar í málinu og ganga mál sem fara fyrir úrskurðarnefndina mun hraðar en eftir hinni hefðbundnu dómstólaleið. Þvotturinn Eg keypti um daginn nýja þvottavél og reyndist hún mér vel fyrstu vik- urnar. Síðan gerðist það að ég ætl- aði að þvo nokkrar fínar flíkur sem ég á, en þá bilaði vélin og skemmdi hún það sem var í þvotti. Eg hafði samband við búðina sem seldi mér vélina og eftir að hafa skoðað vél- ina sögðu þeir að galli hefði komið upp í henni og að þeir mundu gera við vélina mér að kostnaðarlausu. Þegar ég spurði þá hvort þeir bættu ekki flíkurnar sem skemmdust sögðu þeir að þeir bæru ekki á- byrgð á öðru en galla á vélinni Kemst ekki í bað Það stíflaðist hjá mér baðkarið um dag- inn og hafði ég samband við stífluþjón- ustu. Sendu þeir til mín mann sem reyndi að losa stífluna í tvo klukkutíma, en án árangurs. Aður en hann fór sagði hann við mig að hann gæti ekki losað þessa stíflu og ég yrði því að leita ann- arra leiða. Ég spurði manninn hvað hann hefði unnið lengi við að losa stífl- ur og sagðist hann hafa unnið við það í nokkra mánuði. Ég hef grun um að van- ari maður hefði getað gert betur en reyndin varð í þessu tilfelli. Nokkrum dögum síðar barst mér reikningur frá stífluþjónustunni þar sem ég var rukk- aður um 7.000 krónur vegna vinnunnar. Mig langar ekki til að greiða þennan reikning, enda tel ég að vanur maður hefði gert betur. Get ég neitað að greiða reikninginn? Svar Neytendablaðsins: Fyrirtæki sem selja þjónustu við að losa stíflur eiga að beita faglegum vinnubrögðum eins og aðrir sem selja sérfræðiþjónustu. Hafi ■ viðkomandi starfsmaður ekki beitt þeim faglegu vinnubrögðum sem vænta mátti, eins og þú hefur grun um, ber þér ekki að greiða fyrir þjónustuna. Þú ættir því að hafa samband við fyrirtækið og óska eftir að það sendi annan mann á slaðinn þér að kostnaðarlausu og að sá maður sé starfi sínu vaxinn. Ef fyrir- tækið vill ekki gera það hefur þú þá einu leið að leita eftir aðstoð hjá öðru fyrirtæki, og ef það getur losað stífluna getur þú bent á það ef fyrra fyrirtækið ætlar að rukka þig fyrir ófullnægjandi vinnu, og neitað að greiða reikninginn. skemmdist sjálfri. Getur þetta virkilega verið rétt? Svar Neytendablaðsins: Nei, þetta er ekki rétt, því samkvæmt lögum um skaðsemisábyrgð ber seljanda í þessu tilfelli að bæta tjón sem hlýst vegna ágalla á söluhlul. Það er al- veg skýrt að þú átt rétt á bótum frá seljanda vélarinnar vegna skemmdu flíkanna. Þú skalt benda seljandan- um á lögin um skaðsemisábyrgð frá árinu 1991 og segja honum að þú munir leita réttar þíns ef tjón þitt verður ekki bætt.

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.