Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.02.1998, Blaðsíða 13

Neytendablaðið - 01.02.1998, Blaðsíða 13
Umhverfismál Svanurinn, hvað er nú það? Svanurinn, norræna umhverf- ismerkið, er fyrsta fjölþjóð- lega umhverfismerkið í heim- inum og hófst vinna við það í lok árs 1989 hjá Norrænu ráð- herranefndinni með aðild Norðmanna, Svfa og Finna. Tveimur árum síðar bættust íslendingar við sem þátttak- endur og nú um áramótin slógust Danir í hópinn síðastir Norðurlandaþjóða. Meginmarkmið umhverfis- merkinga er að draga úr mengun sem stafar af fram- leiðslu og notkun á neytenda- vörum og að leiðbeina neyt- endum um val á umhverfis- vænni vörum. Vörur sem merktar eru með svaninum þurfa að stand- ast mjög stangar kröfur um hráefnisnotkun, framleiðslu- feril, orkunotkun og notkun- arhæfileika, áður en leyfi fæst til að nota merkið. Kröfurnar sem vörurnar þurfa að stand- ast gilda yfirleitt í þrjú ár í senn, en þá eru þær endur- skoðaðar með tilliti til nýjustu framleiðsluhátta og umhverf- istækni. Sækja þarf um leyfi til yfirvalda til að nota svan- inn á vörur og fer Hollustu- vemd ríkisins með það mál hér á landi og er þar hægt að fá allar nánari upplýsingar um skilyrði og kostnað. Vörur sem bera svaninn eru orðnar fjölmargar. Samd- ar hafa verið viðmiðunarregl- ur fyrir eftirtalda vöruflokka: Pappírsvörur (pappír, umslög, prentun), sápur og hreinsiefni (þvottaefni, uppþvottalögur, hreinsiefni fyrir salerni og bifreiðar og fleira), bygging- arefni (byggingarplötur, vegg- fóður, gólfefni, innréttingar og gluggar), skrifstofutæki (faxtæki, tölvur, pennar, ljós- ritunarvélar, prentarar, blek og prentlitir), heimilistæki (uppþvottavélar, kæli- og frystiskápar, ljósperur, þvotta- vélar og sláttuvélar) og al- mennar neytendavörur (hár- sápa, lím, ralhlöður, bleiur, dömubindi, eldhús- og kló- settpappír og fleira). Yfir 400 leyfi á meira en 1000 mismunandi vörum eru alls skráð á Norðurlöndum. Hér á landi hafa þó aðeins verið skráð 34 leyfi. Hvaða vörur eru seldar hér? Af þeim vörum sem hafa fengið leyfi til að bera svan- inn eru pappírsvörur al- gengastar. Neytendur verða lítið varir við þessar vörur í sinni daglegu neyslu, enda mest prent- og ljósritunar- pappír. En vanti okkur um- slög er ástæða til að kíkja eftir svaninum. Eftirtaldar vörur hafa auk þess fengið leyfi til að nota svaninn: Duracell, Tudor og Hellesens alkaline- rafhlöður, Sharp-ljósritunar- vélar, Stiga-sláttuvélar, Snurredassen-þurrklósett, Ergo-pennar, gólfefni fram- leitt af Perstorp sem er selt í Ofnasmiðjunni og að lokum tvær tegundir hreinlætisvara, Golden-vörur sem seldar eru í kynningu í heimahúsum og Mr. Muscle-vörur sem seldar eru í verslunum. Enn skortir mikið á Fjölmargar vörur sem fengið hafa leyfi til að nota svaninn á öðrum Norðurlöndum eru fluttar hingað inn, en eru þó ekki merktar hér. Neytenda- blaðið gluggaði í lista frá Norræna umhverfismerkinu og fundum við þar meðal annars eftirtaldar vörur: Þvottaefni: Omo, Tend og Ariel. Uppþvottaefni/töflur: Yes og Finish. Hreinlætisvör- ur: Ajax, Vim og Jif. Hrein- lætispappír: Lotus og Edet. Bílahreinsivörur: Sonax. Raf- hlöður: Philips, Panasonic og Varta. Engir innlendir framleið- endur hafa enn fengið leyfi til að nota svaninn á framleiðslu- vörur sínar, en vonandi breyt- ist það fljótlega. Eðlilcgt er til dæmis að gera kröfur til að prentsmiðjur og framleiðend- ur á hreinlætisvörum og hreinlætispappír fari að huga að því í alvöru að framleiða vörur sínar á þann hátt að þær uppfylli þau skilyrði sem svanurinn gerir. Það er raunar einnig út í hött að vörur sem bera svaninn í nágrannalöndunum séu fluttar hingað inn án hans, í raun er slíkt óvirðing við íslenska neytendur. Neytenda- blaðið hvetur innflytjendur þessara vara að nýta sér þenn- an möguleika í meira mæli í markaðssetningu sinni. Neytendur eiga að geta hagað neyslu sinni á eins umhverfisvænan máta og þeir kjósa. Framleiðendur og inn- flytjendur gegna mikilvægu hlutverki við að miða upplýs- ingum til neytenda til að gera þeim það mögulegt. Svanur- inn gegnir þar lykilhlutverki. Vörur með svaninum eru ein- faldlega umhverfisvænni og aðstoða neytandann við að afla sér upplýsinga á auðveld- an hátt. Kjör stjórnar Neytendasamtakanna 1998 Samkvæmt 11. og 12. gr. laga Neytenda- samtakanna lýsir kjörstjórn eftirframboðum til stjórnar Neytendasamtakanna. Samkvæmt 11. grein skulu formaður og varaformaður kosnir sérstaklega, en 19 stjórnarmenn skulu kosnir sem fulltrúar frá ákveðnum landshlutum sem hérsegir: Reykjavík: 7 fulitrúar Reykjanes: 4 fulltrúar Vesturland: 1 fulltrúi Vestfirðir: 1 fulltrúi Norðurland: 3 fulltrúar Austurland: 1 fulltrúi Suðurland: 2 fulltrúar Frambjóðandi til stjórnar skal eiga lögheimili í þeim landshluta sem hann er í kjöri fyrir. Allir skuldlausir félagar í Neytendasamtökunum eru kjörgengir í stjórnarkjöri. Ef fleiri gefa kosta á sér en einn til for- manns eða varaformanns fá allir félagsmenn í Neytendasamtökunum sendan atkvæðaseðil. Ef fleiri gefa kost á sér en kjósa á í stjórn úr einstökum landshlutum fá félagsmenn í þeim landshluta sendan atkvæðaseðil. Ef fleiri bjóða sig fram til formanns, vara- formanns eða fulltrúa landshluta annast kjörstjórn kynningu frambjóðenda í næsta tölublaði Neytendablaðsins. Framboðsfrestur rennur út kl. 17 hinn 10. mars 1998 og skal framboðum skilað á skrif- stofu Neytendasamtakanna, Skúlagötu 26, 101 Reykjavík. Framboði telst rétt skilað sé bréf með framboði póststimplað í síðasta lagi 10. mars 1998. Reykjavík 1. febrúar 1998 Kjörstjórn Neytendasamtakanna, Jakob R. Möllerformaður NEYTENDABLAÐIÐ - febrúar 1998 13

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.