Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.02.1998, Blaðsíða 12

Neytendablaðið - 01.02.1998, Blaðsíða 12
Markaðskönnun sem byggja á þyngd þess sem afþítt er. Notandinn velur matartegundina (t.d. kjöt eða físk) og stillir inn þyngdina og ofninn reiknar síðan út hversu langan tíma það tekur matinn að þiðna. Sumar gerðir örbylgjuofna nota aðrar og óhent- ugri aðferðir við afþíðingu. A þeim ofnum er þrýst á afþíðingarhnappinn og þannig valið hve langan tíma afþíðing á að taka. Gallinn er bara sá að þá verður notandinn að hafa einhverja hugmynd um hve langan tíma afþíðingin tekur. I sumum ofnum er hvatt til þess að mat- num sé snúið. Afþíðingarkerfi sem byggjast á þyngd eru betri og fljótari en afþíðing með handvirkri stillingu. Sjálfvirk eldun (Auto Cooking) er kerfi sem byggir á að stillt er inn hvers konar mat á að elda og þyngdin á honum. Ofninn reiknar síðan út eldunartíma. Ef ofninn er samsettur eða með grilli geta sjálfvirku kerfin unnið saman til að gera matinn brúnan og stökkan í lokin. Hámark sjálfvirkninnar er sjálfvirk matreiðsla/eldun og sem mætti kalla einshnappskerfi (One-touch program). Ef ofninn er með forstillta hnappa (pre-pro- grammed buttons) þarf aðeins eina snertingu á ofninn til að elda máltíð. Ráð til kaupenda • Áður en þú kaupir þér örbylgjuofn þarftu að gera upp við þig hvernig ætlunin er að nota hann. Kaupverðið geturfarið talsvert eftir því. • Ef þú ert að kaupa ofn með grilli eða sam- settan ofn vinna kerfin oftast saman, þannig að þú getur stillt ofninn strax í upphafi til að hann framkvæmi það sem þú ætlasttil af honum. • Lítinn ofn með einföldum stillingum er auðveldast að nota. Slíkur ofn dugar ef þú ætlar aðeins að hita eða þíða upp mat. • Litlir ofnar nota oft minni orku og eru því seinvirkari. • Athugaðu hvort auðvelt er að ná taki á stjórnhnöppum og stilla með þeim, - að tákn og aðrar upplýsingar séu greinileg og auðvelt að lesa þau, - einnig að stafrænar upplýsing- ar séu skýrar. • Stafrænn aflestur á tíma gefur nákvæmari tímastillingu. Þetta er einkum mikilvægt þegar nota á ofninn í stuttan tíma. • Athugaðu hvort þú sérð vel inn í ofninn. • Það getur skipt máli, sérstaklega þar sem yngri börn eru á heimili, hvernig ofninn fer í gang. Margir ofnar eru með sérstakan start- hnapp, sumir fara í gang þegar tímarofi er stilltur og enn aðrir þegar hurðinni er lokað. • Notkunarleiðbeiningar eiga að vera skýrar og matreiðslubók góð. Hafðu í huga að ekki eru alltaf leiðbeiningar á íslensku og matreiðslubók fylgir ekki alltaf. • Áferð ofnsins á að vera slétt bæði að utan og innan til að hreingerning sé auðveld. Ofninn sér um að allt fari sem best fram enda forritaður til viðkomandi þarfa. Einstaka ofnar eru með nema sem stjórnar framleiðslu á gufunni og ákveður hvort maturinn sé nægilega heitur. Örugg upphitun Ef matur er hitaður í gegn með a.m.k. 70°C í tvær mínútur eða lengur eiga allar skaðlegar bakteríur sem valdið geta matareitrun að drepast. Mikilvægt er að fylgja leiðbeiningum á matarumbúðun- um en einnig þarf að athuga hvort maturinn er vel heitur í gegn. Ef ör- bylgjuofninn hitar matinn ekki jafnt geta sumir hlutar hans verið sjóðandi heitir en aðrir ekki nægilega heitir. Einnig er hægt að nota hitamæli fyrir örbylgjuofna til að ganga úr skugga um að maturinn sé nægilega heitur. Hitamæl- inn má hafa í matnum á meðan verið er að elda. Samt þarf að athuga hitastigið í öllum hlutum matarins en ekki bara á einum stað. Afkastageta, orkugeta Framleiðendur örbylgjuofna setja stöðugt afkastameiri ofna á markað, en afkasta- getan er gefin upp í wöttum sem breytast í örbylgjur. Mikilvægt er að upplýsingar um afkastagetu séu réttar og kvartar breska neytendablaðið Which yfir að aðeins einn ofn af tólf á breskum markaði sé rétt merktur hvað þetta varðar. Ef farið er eftir slíkum leiðbeiningum er hætt við að maturinn verði ofeldaður eða soðinn. Eldunartíminn er einfaldlega styttri því meira sem afkastagetan í wöttum eykst. Eftir að ofninn hefur náð ákveðinni orku breytir engu þótt hún sé aukin. Þá er hætta á að ofninn ofeldi matinn út við kantana til að hann sé nógu heitur í miðjunni. Skárri kostur er að nota jafnari upphitun og beita minni afköstum í lengri tíma. Hverjir selja hvað? Aðeins einn innflytjandi, I. Guðmundsson, selur ekki beint til neytenda. Tvö fyrirtæki flytja inn Samsung, Bónus Radíó og Radíónaust. Bónus Radíó flytur inn tvo Samsung-ofna, M 735 og M 643. Radíónaust flytur einnig inn þessa ofna, auk fleiri Samsung-ofna. Vörumerki Innflytjandi Framleiðsluland AEG Bræðurnir Ormsson Þýskaland Arthur Martin Húsasmiðjan Bretland Blomberg Einar Farestveit Frakkland Candy Pfaff Ítalía Clatronic Rafvörur Þýskaland Daewoo Einar Farestveit, Radíónaust1 Frakkland De Longhi Fönix Ítalía Electrolux Húsasmiðjan2 Bretland Goldstar Radíóbúðin 3 Bretland Gorjene Rönning Kórea IDÉIine Raftækjaverslun íslands Svíþjóð Kitchenaid Einar Farestveit Svíþjóð Kuppersbusch Rafha Svíþjóð Melissa Fálkinn4 Bretland Miele Eirvík Þýskaland Moulinex I. Guðmundsson5 Frakkland Panasonic Japis Japan Samsung Bónus Radíó, Radíónaust6 Bretland/Kórea Sanyo Heimilistæki Bretland Sharp Bræðurnir Ormsson Bretland Siemens Smith og Norland Þýskaland Whirlpool Heimilistæki7 Svíþjóð 1. Þessir ofnar eru einnig seldir hjá Heklu, Heimskringlunni og Pfaff. 2. Þessir ofnar eru einnig seldir hjá Radíónausti. 3. Þessir ofnar eru einnig seldir hjá Bónus Radíó. 4. Þessir ofnar eru einnig seldir hjá Glóey. 5. Innflytjandi selur ekki beint til neytenda. Þessir ofnar eru seldir hjá Glóey, Heklu, Raftækjaverslun íslands og Rafvörum. 6. Þessir ofnar eru einnig seldir hjá Heimilistækjum, Heimskringlunni, Pfaff, Radíóbúðinni, Rafha. 7. Rönning. 7. Þessir ofnar eru einnig seldir hjá Byggt og búið og Radíónausti. 12 NEYTENDABLAÐIÐ - febrúar 1998

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.