Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.02.1998, Blaðsíða 3

Neytendablaðið - 01.02.1998, Blaðsíða 3
Úr starfi Neytendasamtakanna Aukin útgáfutíðni Neytendablaðsins, árgjald hækkar Stjóm Neytendasamtakanna hefur ákveðið að auka útgáfu Neytendablaðsins í sex tölu- blöð á þessu ári, en á síðustu árum hafa verið gefin út fjög- ur tölublöð á ári. Samhliða því á að styrkja starfsemina enn frá því sem nú er og mun það koma fram í bættri þjón- ustu við neytendur. Auk þess gerir þetta Neytendasamtök- unum mögulegt að gæta betur hagsmuna neytenda almennt. Til að þetta sé hægt verður að hækka árgjald Neytenda- samtakanna. Á síðasta ári var árgjaldið 2.000 krónur sem er tiltölulega lágt miðað við ár- gjald flestra félaga og sam- taka. Stjóm Neytendasamtak- anna hefur því ákveðið að ár- gjald þessa árs verði 2.400 krónur. Með þátttöku Neytenda- samtakanna í „International testing“ skapast miklu meiri möguleikar á að upplýsa ís- lenska neytendur um gæði á einstökum vörum. Þetta er þó því aðeins mögulegt að út- vel, enda ljóst að félagsmenn greiða aðeins 200 krónur aukalega fyrir hvort tölublað sem nú bætist við, auk bættrar þjónustu. Jafnframt biðjum við þá félagsmenn velvirðing- ar sem hafa fengið upplýsing- ar um annað og lægra árgjald en stjórn Neytendasamtak- anna hefur nú ákveðið. gáfutíðni Neytendablaðsins og starfsemi Neytendasam- takanna verði aukin. Þessi breyting skapar einnig betri möguleika á að upplýsa les- endur betur um fjölmörg önn- ur atriði, svo sem um lagaleg- an rétt þeirra. Það er von okkar að félags- mönnum líki þessi breyting Kvörtunar- og úrskurðarnefndir Dómstólar landsins eru oftast ekki árennilegur kostur fyrir neytanda sem telur á sér brot- ið í viðskiptum, enda oft deilt um tiltölulegar lágar upphæð- ir. Þess vegna hafa Neytenda- samtökin á umliðnum árum beitt sér fyrir stofnun kvört- unar- og úrskurðarnefnda, þannig að neytendur eigi kost á greiðri og ódýrri leið til að fá fljótt úrskurð í ágreinings- málum sínum við seljendur. Eru nú starfandi sex slíkar nefndir. Þegar neytandi leggur fram kæru þarf hann að greiða kærugjald. Kærugjaldið getur neytandinn fengið endurgreitt fallist nefndin á sjónarmið hans að einhverju leyti. Neytendasamtökin taka við kvörtunum og málskotum til allra nefndanna, en fjórar þeirra eru vistaðar hjá Neyt- endasamtökun. Þær eru: Kvörtunarnefnd Neytenda- samtakanna og Félags ís- lenskra ferðaskrifstofa, sem fjallar um ágreining neytenda og ferðaskrifstofa. Kærugjald er 3.500 kr. Kvörtunarnefnd Neytenda- samtakanna og Félags efna- laugaeigenda, sem fjallar um ágreining vegna þjónustu þvottahúsa og efnalauga. Kærugjald er 1.000 kr. Kvörtunarnefnd Neytenda- samtakanna, Kaupmanna- samtakanna og Samtaka sam- vinnuverslana, sem fjallar um ágreining neytenda og kaup- manna vegna kaupa á vörum. Kærugjald er 1.000 kr. Kvörtunarnefiid Neytenda- samtakanna, Húseigendafé- lagsins og Samtaka iðnaðar- ins, sem fjallar um nýbygg- ingar og viðhald íbúðarhús- næðis. Kærugjald er 10.000 kr. Eftirtaldar tvær úrskurðar- nefndir sem Neytendasamtök- in eiga aðild að eru vistaðal' annars staðar. Þær eru: Úrskurðarnefnd í vátrygg- ingamálum, sem fjallar um ágreining neytenda og vá- tryggingafélaga. Hún er vist- uð hjá Vátryggingaeftirlitinu, Suðurlandsbraut 16, Reykja- vík, og er síminn 568 5188. Kærugjald er 3.700 kr. Úrskurðarnefnd um við- skipti við fjármálafyrirtœki, sem fjallar um ágreining neyt- enda og fjármálafyrirtækja. Hún er vistuð hjá Sambandi íslenskra viðskiptabanka, Austurstræti 5, Reykjavík, og er síminn 525 6045. Kæru- gjald er 5.000 kr. Hikaðu ekki við að nýta þér kvörtunar- og úrskurðar- nefndir Neytendasamtakanna teljir þú á rétti þínum brotið í viðskiptum. Til þess eru þær. til starfa þakkar blaðið Vil- hjálmi Inga Árnasyni, fyrr- verandi starfsmanni á Akur- eyri, störf hans. Nýr starfsmaður á Akureyri Nýr starfsmaður, Ulfhildur Rögnvaldsdóttir, hefur hafið störf á skrifstofu Neytenda- samtakanna á Akureyri. Ulf- hildur hefur frá árinu 1975 starfað hjá lífeyrissjóðunum á Akureyri, en áður starfaði hún hjá Iðnaðarbanka ís- lands. Úlfhildur sat í 12 ár í bæjarstjórn Akureyrar, en hefur auk þess meðal annars setið í stjórnum Verkalýðsfé- lagsins Einingar og Neyt- endafélags Akureyrar og ná- grennis. í viðtali við blaðið sagðist Ulfhildur hafa mikinn áhuga á þessu starfi. „Málaflokkur- inn er vissulega víðfeðmur og verkefnin því æði mörg. Neytendur þurfa einstak- lingsbundna aðstoð, en það er ekki síður mikilvægt að leiðbeina neytendum al- mennt um markaðinn með ýmsum upplýsingum. Það er mjög mikilvægt að fólk sé vakandi fyrir þessu, enda skipta neytendamál miklu l'yrir afkomu fjölskyldna." Um leið og Neytendablað ið býður Úlfhildi velkomna NEYTENDABLAÐIÐ - febrúar 1998 3

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.