Neytendablaðið - 01.06.1998, Síða 14
Gleraugnakaupin
Aðlögunarhæfni augna tap-
ast um miðjan aldur og
fólk þarf þá yfirleitt lesgler-
augu. Þeir sem ganga með
gleraugu að staðaldri vegna
sjónlagsgalla (íjarsýni, nærsýni
og sjónskekkju) þurfa þá ann-
aðhvort skipt gleraugu eða sér-
stök lesgleraugu. Oftar en ekki
er hentugt að fá sér skipt gler-
augu, þau eru sambyggð, með
leshluta neðan til. Slík gler-
LA6ASAFN
NEYTENDA
§
§
NEYTENDUR!
Gerið ykkur
grein fyrir
rétti ykkar
með
Lagasafni
neytenda
Verð
kr. 900
Verö til
félagsmanna
kr. 700
Skipt gleraugu
augu eru ýmist tvískipt með
slípuðu lesgleri að neðan (-
bífókal) og sjást þá skiptin sem
þverstrik í glerjunum, eða
margskipt með fljótandi skipt-
um (prógressíf) og sjást þá
skiptin ekki. Neytendablaðið
hefur kynnt sér þennan mark-
að.
Skipt gleraugu eru hentug
við flest störf og í daglegu lífi.
Gleraugu með fljótandi skipt-
um hafa batnað verulega á
seinni árum og orðið æ vin-
sælli. I ýmsum tilvikum eru
tvískipt gleraugu þó hentugri
vegna stærra lessviðs, til dæm-
is við ýmis iðnaðarstörf, sé
fólk eingöngu með sjón á öðru
auga, eða vegna sérstakra sjón-
lags- eða sjóngalla, og þarf að
meta það sérstaklega. Við
tölvuvinnu, lestur útafliggjandi
og ýmislegt fleira þarf oft sér-
stök gleraugu, sem henta betur
í þeim tilvikum. Notandinn
þarf því að gera sér góða grein
fyrir því um hvað málið snýst
og hvaða kostir eru til staðar.
Hérlendis eru sjónmælingar
í höndum augnlækna. Sjón-
tækjafræðingar taka síðan við,
staðsetja sjónmiðju glersins,
hanna og smíða gleraugun.
Víða erlendis mega sjóntækja-
fræðingar einnig mæla sjón, en
kröfur um menntun eru mis-
miklar eftir löhdum. íslenskir .
sjóntækjafræðingar hafa sett
fram óskir um aukin réttindi til
sjónmælinga, meðal annars til
að örva samkeppni. Auglæknar
halda hins vegar fast í óbreytt
kerfi og hafa komið með
heilsufræðileg rök sem verður
að skoða í þessu samhengi.
Aðlögun
Margskiptu gleraugun eru kær-
komin þeim sem sífellt þurfa
að skipta á milli gleraugna, en
þó er talið að þeir sem lesa
mikið þurfi eftir sem áður að
eiga sérstök lesgleraugu. Áður
en nýju gleraugun eru keypt er
nauðsynlegt að vita að það get-
ur tekið nokkum tíma að venj-
ast þeim. Eftir um tvær vikur á
notandi að sjá skýrt nær sem
íjær, ef ekki er skekkja við
mælingu, slípun eða vinnslu
glerjanna. Aðlögunin tekur
mislangan tíma, enda em gler-
augu og fólk misjöfn. Flestir
sjóast að lokum og muna síðan
varla eftir aðlöguninni þegar
eftir er spurt. Einn og einn get-
ur þó alls ekki vanist þessum
gleraugum, talið er að það séu
á bilinu 1-3%. Gangi illa að
venjast gleraugunum þarf að
láta sjóntækjafræðinginn stilla
þau betur og séu áfram vanda-
mál á undantekningalaust að
leita augnlæknis og þá helst
þess sem skrifaði uppá gler-
augun. Er vandinn þá undan-
tekningalítið leystur á viðun-
andi hátt.
Vandinn er að í fyrsta skipti
veit maður ekki fyllilega hvað
verið er að kaupa fyrr en búið
er að ganga frá gleraugunum
og þau em sett upp. Það er ekki
hægt að prófa glerin sem slík
áður en kaupin em ákveðin,
það er ekki gerlegt því að þau
em sérstaklega gerð og gler-
augun hönnuð og smíðuð fyrir
hvem einstakling fyrir sig.
Nýju glerin gagnast flestum
sem ganga með gleraugu og
orðnir em 40-45 ára og eldri,
en valið getur verið erfitt, því
úrvalið er mikið. Hér á landi er
algengast að gleraugnasalar
flytji sjálfir inn þau sjóngler
sem þeir selja og segir Karl
Davíðsson sjóntækjafræðingur
á Akureyri að þeir flytji ein-
göngu inn sjóngler í háum
gæðaflokki, þess vegna sé á
þeim lítill verðmunur. Hann
nefnir Varilux BBGR frá
franska fyrirtækinu Essilor,
Gradal HS frá þýska fyrirtæk-
inu Carl Zeiss, Hoya Lux frá
Japan og svo Rodenstock.
Sjóntækjafræðingar leggi mik-
ið upp úr gæðum og séu yfir-
leitt ekki með óvandaða og ó-
dýra vöm á boðstólum.
Kostnaður
Skoðun hjá augnlækni ásamt
sjónmælingu kostar yfirleitt
2-3 þúsund krónur.
Sjóngler, ólitað með fljót-
andi skiptum kostar á bilinu
15-18 þúsund krónur. Ef styrk-
leiki er orðinn plús/mínus fjórir
og glerin slípuð þunn getur
verðið verið á bilinu 20-25
þús. kr. Séu glerin með
glampavöm, sem nú er mjög'
vinsælt, og með meðalstyrk-
leika er verðið á bilinu 25-30
þúsund. Til viðmiðunar kosta
venjuleg gler á bilinu 4—8 þús-
und krónur.
Umgjörð kostar frá 5-15
þúsund og jafnvel meira ef um
merkjavöru er að ræða. En á-
hugaverðasta spumingin er að
sjálfsögðu: Em gæðin í sama
hlutfalli og verðlagið, og hve
nauðsynleg em gæðin?
Vafalaust em dýmstu sjón-
glerin vandaðri en þau ódýrari.
En hvort dým gleraugun em
peninganna virði fyrir viðkom-
andi notanda er erfiðara að
svara. Sumir hafa mjög sveigj-
anlega sjón, þannig að þeir
geta nánast vanist öllu. Öðmm
verður einfaldlega illt af sjóná-
hrifum sem ekki em fullkom-
lega rétt.
Nákvæmni
Það er tiltölulega einfalt að
smíða gleraugu með einum
styrkleika, en vandamál koma
frekar upp með margskiptu
glerin. Það þarf að vera ljóst
til hvers nota á gleraugun. Ef
notandinn er til dæmis tónlist-
armaður, og þarf að geta lesið
nótur í 80 cm fjarlægð, er nið-
urstaða sjónmælingaar sem
tekin hefur verið í 40 cm
lestrarfjarlægð ónothæf. Þá er
mikilvægt að taka tillit til þess
hvernig notandinn ber.gler-
augun, hvemig höfuðburður
hans er og hvar á nefinu gler-
augun sitja. Að teknu tilliti til
alls þessa ákvarðast það svo
hvernig glerin eru unnin í um-
gjörðina.
Glerin era gerð af svo mik-
illi nákvæmni að það er nauð-
synlegt að þeim sé komið fyr-
ir í umgjörðinni af sömu ná-
kvæmni. Ef ekki er tekið tillit
til hvemig gleraugun sitja get-
ur notandinn fundið fyrir
14
NEYTENDABLAÐIÐ - júní 1998