Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 2

Neytendablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 2
Leiðari sem styrkja rétt neytenda Ný frumvörp Viðskiptaráðherra hefur lagt fram á alþingi þrjú lagafrum- vörp sem skipta miklu fyrir eðli- lega þróun neytendaréttar hér á landi. I öllum tilvikum er um að ræða frumvörp sem Neytendasam- tökin hafa lengi barist fyrir, en þetta eru nýtt ffumvarp til kaupa- laga, frumvarp til laga um þjón- ustukaup og frumvarp til inn- heimtulaga. Raunar hafa Neyt- endasamtökin krafist þess í yfir tuttugu ár að fyrstnefnda frum- varpið kæmi fram og jafnlengi hafa viðskiptaráðhcrrar lofað því. Um er að ræða breylingu á lögum sem samþykkt voru 1922 og eru löngu orðin úrelt, en á þessum lög- um byggja neytendur meðal annars allar kröfur sínar á hendur seljend- um vegna galla og vanefnda. Eftir að lögmönnum var bannað að nola sameiginlega verðskrá, og var þar með veitt sjálfdæmi um inn- heimtulaun af skuldurum, hafa Neytendasamtökin krafist þess að sett yrðu sérstök lög um þessa starfsemi þar sem mcðal annars sé gert ráð fyrir hámarki á launum vegna slíkra verka. Eins og áður sagði eru kaupa- lögin, eða lög um lausaíjárkaup eins og þau reyndar heita, löngu úrelt. Þegar þau voru samþykkt á sínum líma var það að norrænni fyrirmynd. Öll hin norrænu ríkin hafa síðan breytt sínum kaupalög- um eða bætt við þau og sum oftar en einu sinni, enda hefur margt breyst frá því um síðustu aldamót. Frumvarpið er mjög til bóta, þótt þar þurfi vissulega ýmislegt að laga og bæta öðru við. I frumvarpinu er meðal annars gert ráð fyrir að ábyrgðartími vegna galla á vöru verði að lág- marki tvö ár og allt upp í fimm ár á vörum sem ætlað er að endast lengi, eins og til dæmis heimilis- tækjum, en nú er ábyrgðartíminn aðeins eitt ár. Mikilvægt er að þessu ákvæði í frumvarpinu verði ekki breytt, eins og hagsmunaaðil- ar í framleiðslu og verslun lögðu til við viðskiptaráðuneytið þegar þeir fengu drög að frumvarpinu til umsagnar. Þessi afstaða er raunar mjög furðuleg með tilliti til þróun- ar á þessu sviði í nágrannalöndum okkar, en þessar tímatakmarkanir er meðal annars að finna í norskum lögum. Abyrgðartími hér er ein- faldlega of stuttur til að tryggja eðlilegan neytendarétt, en jafn- framt er ljóst að lengri ábyrgðar- tími hvetur framleiðendur til auk- innar vöruvöndunar og er því þjóð- hagslega mjög hagkvæmt að lengja þennan tíma. I frumvarpinu er einnig að finna ítarlega skil- greiningu á því hvenær söluhlutur telst gallaður. Kanna þarf hvort ekki þurfi að bæta við ýmsum ákvæðum eins og nánari skilgreiningu á hve oft framleiðend- ur/seljendur mega gera við gallaðan sölu- hlut. Einnig vantar ákvæði um skilarétt á ógölluðum hlut, til dæmis tíu daga. A síðasta þingi var lagt fram frumvarp til laga um þjónustu- kaup, en ákveðið var að fresta af- greiðslu jress frumvarps og af- greiða það samhliða nýjum kaupa- lögum. Lengi hefur skort leikregl- ur í viðskiptum neytenda við þjón- ustuaðila, meðal annars um það hvemig leysa eigi ágreiningsmál. Nú hcfur þetta fmmvarp verið lagt fram á nýjan leik og leysir það úr brýnni þörf þegar það verður að lögum. Neytendasamtökin fengu á sín- um tíma til umsagnar frá sam- keppnisyfirvöldum erindi um hvort heimila ætti lögmönnum sameigin- lega verðskrá, og var það þá niður- staða samtakanna að banna ætti lögmiinnum að hafa slíka verðskrá, enda ætti samkeppni í verði á þess- ari þjónustu að vera virk. Neyt- endasamtökin settu þó ákveðinn og mikilvægan fyrirvara - að setja yrði hámarksverð á innheimtulaun- in. Astæðan er ofur einföld, skuld- arinn velurekki innheimtumann- inn og hefur því enga samnings- stöðu gagnvart honum. Innheimtu- aðilinn hefur því sjálfdæmi um hvaða innheimtukostnað hann krefur skuldarann. Slík staða er ó- eðlileg og beinlínis ósanngjöm, enda ganga sögur um mjög miklar hækkanir á þessari þjónustu hjá sumum innheimtuaðilum. I frum- varpinu er kveðið á um að viðskiptaráðherra geti í reglugerð ákveðið hámarksljárhæð inn- heimtukostnaðar. Neytendasam- tökin gera tillögu um að þessu verði breytt og viðskiptaráðherra skuli gefa út slíka gjaldskrá. Fmmvarpið tekur ekki aðeins á innheimtukostnaði, heldur skapa þau eðlilegar leikreglur milli skuldara og innheimtumanns. Þar er meðal annars að finna tímafrest sem veita skal skuldaranum sem og ákvæði um hvemig innheimtu- aðilinn megi haga innheimtunni. Þó er eitt atriði í þessu fmmvarpi ófullnægjandi - þar segir að inn- heimta skuli vera í samræmi við góða innheimtuhætti. Þetta þarf að orða miklu nákvæmar, svipað og gert er í sambærilegum dönskum og norskum lögum. Meðal annars þarf að kveða á um að innheimtu- aðila sé óheimilt að koma á heimili skuldara nema fyrir liggi aðfarar- og/eða fullnustuaðgerð. I raun er löngu kominn tími á öll þessi fmmvörp og öll em þau lil hagsbóta fyrir almenning og eðlilega þróun á sviði neytenda- réltar og neytendavemdar. Alþing- ismenn þurfa því varla að velta lengi vöngum, heldur geta þcir tekið snöfurmannlega á og afgreitt þessi fmmvörp. Það er þó mikil- vægt að alþingismenn vandi af- greiðslu þessara mála, enda mikið í húfi fyrir neytendur og því þarf að tryggja að friunvörpunum verði breytt í þá veru sem Neytendasam- tökin hafa lagt til. Neytendasam- tökin lýsa hér með yfir vilja sínum til að vinna með alþingismönnum til að tryggja að neytendur hér á landi búi ekki við slakari neytenda- vemd en í nágrannalöndum okkar. Jöhannes Gunnarsson Efnisyfirlit / stuttu máli 3-6 „Standby“ óþarfa bruðl 4 Tíminn hleypur frá PVC-plasinu 5 Gæöi, markaður Litlar myndavélar, 35 mm og ASP 7 Ferðatæki með geislaspilara og kasettutæki 12 Rafmagnsrakvélar 16 Eldhúsverkin Hvernig á að geyma matinn? 10 Hreinlæti í eldhúsinu 11 Haldlítil viðurlög við brotum á reglum um verðmerkingar 15 Heyrnarskertir látnir bíða og missa vinnuna 18 Ofátájólum 20 Hænsnafóður dýrt hér 20 Eldvarnir 22 Tímarit Neytendasamtakanna, Skúlagötu 26,101 Reykjavík, s. 562 5000. Netfang: neytenda@itn.is og heimasíða á Internetinu: http://www.itn.is/neytenda Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jóhannes Gunnarsson. Myndir: Einar Ólason. Umbrot: Blaðasmiðjan. Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Pökkun: Bjarkarás. Upplag: 18.000. Blaðið er sent öllum félagsmönnum í Neytendasamtökunum. Ársáskrift kostar 2.600 krónur og gerist viðkomandi þá um leið félagsmaður í Neytendasamtökunum. Heimilt er að vitna í Neytendablaðið í öðrum fjölmiðlum sé heimildar getið, óheimilt er þó að birta heilar greinar eða töflur án heimildar Neytendasamtakanna. Upplýsingar úr Neytendablaðinu er óheimilt að nota í auglýsingum og við sölu, nema skriflegt leyfi Neytendasamtakanna liggi fyrir. Neytendablaðið er prentað á umhverfisvænan pappír. 2 NEYTENDABLAÐIÐ - desember 1998

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.