Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 19

Neytendablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 19
hans, sem nam samtals einmitt um 14 milljónum króna árin 1996 og 1997. Skuldir hlaöast upp Skuldir Heyrnar- og talmeina- stöðvar Islands vegna hjálpar- tækjakaupa námu samtals um 18 milljónum króna um síð- ustu áramót og verða fyrirsjá- anlega komnar nálægt 30 milljónum um næstu áramót. Þetta samsvarar því sem næst alveg þeirri upphæð sem veita á til slíkra tækjakaupa á næsta ári. Verði þess krafist að þess- ar skuldir verði greiddar á næsta ári segir Birgir As fyrir- sjáanlegt að alls ekki verði unnt að úthluta neinum nýjum tækjum fyrr en árið 2000. Skuldir stöðvarinnar eru ekki einungis við ríkissjóð heldur einnig við Ríkiskaup, raunar hátt í helmingurinn, og Birgir As segir yfirvofandi að Ríkiskaup fari að loka á frek- ari viðskipti verði skuldin ekki greidd. Örvæntingarkaup fyrir hundruð þúsunda Vegna þess að algengustu heyrnartækin eru tiltölulega ódýr er algengt að fólk lýsi sig reiðubúið að greiða þau fullu verði í stað þess að þurfa að bfða mánuðum saman í ein- angrun frá umhverfi sínu og daglegu lífi í samfélaginu. I íslenska úthlutunarkerfinu er þessi möguleiki þó ekki í boði. Heyrnar- og talmeina- stöðin er eini aðilinn sem flyt- ur þessi tæki til landsins og þau eru einungis afgreidd samkvæmt úthlutunarreglun- um. „Ég veit heldur ekki hvernig ætti að fara að því að selja sumum heyrnartæki á fullu verði en niðurgreiða fyr- ir aðra,“ segir Birgir As Guð- mundsson. „Hverjum ætti ég að bjóða að greiða fullt verð? Ég tók nýlega lista yfir 50 manns og reyndi að raða þessu fólki í forgangsröð. A listanum reyndust vera tveir einstaklingar sem forsvaran- legt kynni að vera að láta bíða eitthvað. En ef þeir væru settir aftast yrðu þeir að bíða miklu lengur en ég treysti mér til að bera ábyrgð á.“ Þess eru allmörg dæmi að fólk hafi farið til útlanda og keypt sér heymartæki á frjáls- um markaði. Það er þó ærið kostnaðarsamt fyrirtæki því á frjálsum markaði kosta heyrn- artæki að minnsta kosti nokk- ur hundruð þúsund. Til munu dæmi um einstaklinga sem hafa pungað út yfir hálfri milljón króna til þess arna. í athugun í ráðuneyti Davíð A. Gunnarsson ráðu- neytisstjóri í heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu segir að Jóhannes Pálmason forstjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur og stjórnarformaður Heyrnar- og talmeinastöðvar hafi vakið at- hygli ráðuneytisins á fjárhags- erfiðleikum stofnunarinnar og sé málið nú til nánari skoðun- ar í ráðuneytinu. Davíð segir að athugað verði hvort stofn- unin kunni að geta náð auknu fjármagni til kaupa á heyrnar- tækjum með hagræðingu og ef til vill einhverju samstarfi við háls- nef- og eyrnadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Þá verði einnig farið yfir það með fjárlaganefnd alþingis hvort unnt verði að hækka framlög til stofnunarinnar á fjárlögum næsta árs. NEYTENDUR! Gerið ykkur grein fyrir rétti ykkar með LAGASAFNI NEYTENDA Verð kr. 900 tii hfl AGSMANNA KR. 700 (póstkröfukostnaður bætist við ef bokin er send) V 19

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.