Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 5

Neytendablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 5
Kertaljós og klæðin rauð... Um jól og áramót loga ljós á mörgum mismunandi gerðum kerta og aldrei er minnt um of á að fara varlega með kertalýsingar yfir jólin því logandi kerti geta valdið ómældum skaða: Kertakúlur og -kubbar, kerti í áldósum, sprittkerti, sjálfslökkvandi kerti, málmkerti húðuð með silfur- eða gulllit og svo fram- vegis. Kertum má skipta í tvo flokka eftir öryggi: Kerti sem eru varhugaverð í sjálfu sér og kerti sem geta reynst hættuleg vegna rangrar notk- unar. Kerti í áldósum geta verið varasöm Kerti í áldósum stórum sem smáum tilheyra fyrri flokkn- um. Þau geta hitnað svo mjög að það kviknar í öllu yfirborði þeirra og loginn getur orðið 5-15 cm hár. Aldrei má reyna að slökkva slíkan eld með vatni því þá verður sprenging og logarnir geta leitað í allar áttir. Þess í stað á að kæfa eldinn með pottloki eða ein- hverju álíka. Sprengingin verður vegna þess að vatnið dregur upp með sér parafín- agnir sem kviknar í, og geta eldtungurnar orðið hátt í einn metri að hæð. Þess vegna er óráðlegt að láta slík ljós fljóta í skál með vatni. Þessi kerti verða alltaf að vera á föstum fleti sem ekki getur brunnið, til dæmis ekki á borðdúk eða borðplötu úr tré, og ekki ætti að raða þeim mörgum þétt saman eða setja þau í lokaða stjaka. Hætta vegna rangrar notkunar Aðrar kertategundir, svo sem sjálfslökkvandi kerti, kerta- kubbar og kúlur, málmkerti sem eru húðuð með kopar-, silfur- eða gulllit, eru í seinni flokknum. Sjálfslökkvandi kerti eru oft valin í jólaskreyt- ingar og aðventukransa, því neðsti hluti þeirra er með- höndlaður með eldvamarefni. Þrátt fyrir strangt gæðaeftirlit með kertaframleiðslunni eru þessi kerti aldrei alveg örugg. Það er alltaf viss hættá á því að ekki slokkni á kertinu eins og gert er ráð fyrir og þó að slokkni á því þegar 4—5 cm eru eftir nægir það ekki alltaf til að koma í veg fyrir að log- inn kveiki í skrautinu. Þess vegna er nauðsynlegt að fylgjast með þessum kertum eins og öðrum. Öll kertaljós eru viðkvæm þegar trekkur er í húsinu, þá rennur kertavaxið niður. Þess vegna eiga þau ekki að standa á eldfimum fleti, því þó að parafín og sterín geti ekki kveikt í borðdúk eða borð- plötu þá getur kveikurinn losnað, flotið með vaxinu og haldið áfram að loga. Góð ráð um kertaljós Nokkur einföld atriði sem gott er að hafa í huga þegar kertaljósin loga: ▲ Slökktu aldrei á kerti með vatni. Kæfðu logann með undirskál eða loki. ▲ Slökktu strax á kerti sem logar óeðlilega. ▲ Slökktu áður en kertið hef- ur brunnið alveg niður. ▲ Hafðu alltaf auga með kertaljósum, sérstaklega ef börn eru nærri. A Settu aldrei logandi kerti á flöt sem getur brannið. ▲ Forðastu lokaða stjaka sem ætlaðir eru sprittkertum (teljós). Athugaðu hvort hætta er á að kertastjakinn geti brunnið. Norðmenn sleppa morgun- matnum í vaxandi mæli Samkvæmt nýrri könnun er það æ algengara að Norð- menn sleppi að borða morg- unmatinn sinn, máltíðina sem sérfræðingarnir segja hvað mikilvægasta. Það eru helst yngri neytendur sem þetta gera og sagðist rúm- lega helmingur þeirra sem eru á aldrinum 15-24 ára ekki borða morgunmat dag- lega. í heildina sögðust hins vegar 74% aðspurðra aldrei sleppa þessari máltíð og er brauðið algengasti rétturinn á morgunverðarborðum frænda okkar Norðmanna. Tíminn hleypur frá PVC-plastefninu PVC-plastefnið hefur lengi verið um- deilt og margir hafa krafist banns við notkun þess. Og fleiri og fleiri framleið- endur láta undan þessum kröfum neyt- enda, umhverfissamtaka og fleiri. Nú hefur einn stærsti framleiðandi íþrótta- fatnaðar í heiminum, Nike, ákveðið að hætta að nota þetta umdeilda plastefni í framleiðsluvörur sínar. Auk þess sem hætt verður til dæmis að nota PVC í Nike-íþróttaskó hefur fyrirtækið ákveð- ið að nota ekki PVC í byggingu nýrrar aðalstöðvar fyrirtækisins sem rísa á í Hollandi. Með þessari ákvörðun fylgir Nike í kjölfar ýmissa annarra alþjóð- legra fyrirtækja, svo sem og Lego og IKEA, sem hætt hafa allri notkun PVC í framleiðslu- og söluvörur sínar. PVC-efnið sjálft er ekki talið mjög skaðlegt umhverfinu. En þegar efnið er komið í samband við sérstök mýkingar- efni, sem notuð eru eins og nafnið ber með sér til að mýkja plastið, hefur verið sannað að það geti orsakað að einstak- lingar innan margra dýrategunda geta þróast yfir í að verða tvíkynja. NEYTENDABLAÐIÐ - desember 1998 5

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.