Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 16

Neytendablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 16
Gæði, markaður Rafmagns- rakvélar Hér birtast niðurstöður úr gæðakönnun International Testing á nokkrum gerðum rafmagnsrakvéla og íslensk verðkönnun. Gæðin reyndust nokkuð misjöfn. Aðalgallarnir fólust í því að rakvélamar klipptu ekki nógu snöggt (- komust ekki nógu nærri húð) og rökuðu illa háls, höku og kinnar. „Ófullnægjandi“ þótti aðeins Braun Flex Integral ultra speed 6015 vegna út- komu í höggprófi sem var framkvæmt með því að láta vélarnar detta 50 cm niður 50 sinnum. Til viðbótar við tæknipróf- in voru 30 karlmenn látnir raka sig með hverri vél í 3-4 daga. Metið var meðal annars hve vel þær rökuðu mismun- andi húðhluta og hvort húðin skaddaðist, hitnaði eða roðn- aði undan þeim. Einnig hve vel þær fóru í hendi, hvað þær voru þægilegar í notkun, hreinsun og viðhaldi, hve lengi rafhleðslur entust, hve auðvelt var að leggja vélarnar frá sér og setja í hylki og hve hávaðasamar þær voru. Nauð- synlegt er að hreinsa rakvél- amar reglulega til að tryggja endingu þeirra. Þyngstu vél- amar vom stirðastar í notkun, háværastar og titmðu mest. Tveir flokkar Rafmagnsrakvélar skiptast í tvo meginflokka eftir lögun og gerð hnífanna. í flokki „hringvélanna" eru Philis- have-vélamar. Þær em með hringlaga snertiflötum og hnífum sem snúast en í hinum flokknum em vélar með í- löngum snertiflötum og hnífs- blöðum sem ganga fram og aftur. Val á milli flokkanna fer eftir smekk notandans en líka eftir gerð og lögun skeggsins. Notendur Philishave-vélanna fullyrtu að þær væru ívið fljótvirkari og klipptu samt löng skegghár og krulluð án vandkvæða. Séu menn með skegg og vilji aðeins raka á- kveðna hluta húðarinnar henta hins vegar betur rakvélar með beinum blöðum sem sneiða nákvæmar meðfram jöðrum hárs og skeggs. Margar gerðir Rafmagnsrakvélar eru til í ýmsum útgáfum, bæði fyrir karla og konur. Flestar eru hleðsluvélar með rafhlöðum en athugið að hleðslutæki er ekki alltaf innifalið í verði. Sumar má líka beintengja raf- kerfi húsa. Hægt er að velja úr margskonar vélum með ýms- um stillingum og búnaði og kosta þær dýrustu upp undir 20 þúsund krónur. Odýrastar eru ferðavélar með rafhlöð- um. Odýrustu vélar eru með eitt hnífsblað en í þeim dýrari eru þau tvö eða þrjú. Sumar vélanna má jafnt nota á þurra húð ef krem eða rakefni hefur verið borið á hana fyrst („wet and dry“) og getur það verið góður kostur fyrir þá sem eru með sérlega viðkvæma húð. Philishave Cool Skin HQ 5620 sem fékk einkunnina „góð“ hefur sér- stöðu því í henni er hylki með rakefni sem dælist á húðina við notkun. Hylkið dugir í um 10 rakstra. Flestum karlmönn- um sem notuðu vélaramar í könnuninni gast sérlega vel að þessari tækni en sumir virtust hafa ofnæmi fyrir efninu. Líka er hægt að nota vélina án þess. „Wet and dry“-rakvélar er yfirleitt ekki hægt að bein- tengja við húsarafmagn ef raf- hlaðan hefur tæmst og hleðslutæki þeirra eru yfirleitt ekki innbyggð í vélamar. Rafhlöðurnar Venjulega er hleðslutækið innifalið í verði. Það er kostur við sumar vélanna að á þeim sést hve mikið er eftir af orku í rafhlöðunum svo unnt er hafa varann á og hlaða tíman- lega. Sumar vélanna er líka hægt að tengja beint við raf- Bestu kaupin • I flokki rakvéla með hringhnífum komu best út Philips Reflex Action HQ 5830 og Philips Philishave Cool Skin HQ 562. Bestu kaupin í þessum flokki miðað við verð og gæði þóttu í þeirri fyrrnefndu og Philips Philishave HQ 5425 sem rakaði almennt best. • I flokki rakvéla með beinu blaði kom best út Panasonic ES 883 (fæst ekki hér) en bestu kaupin þóttu í Braun Flex Integral 5010 og Panasonic ES 765. Líka þóttu góð kaup í Braun 2040 (fæst ekki hér). kerfi húss meðan á notkun stendur. Allar vélamar geta notað 110-230 volta spennu og allar stilla sig sjálfvirkt á rétta voltatölu (sem er misjöfn eftir löndum) nema Philips Cool Skin HQ 5620. Til að hámarka endingu hleðslurafhlaðna á láta þær tæmast til fulls oft á ári. Yfir- leitt tók full endurhleðsla 50-70 mínútur en hún entist mjög misjafnlega eftir rak- vélagerðum. Það þótti lélegt ef hlaða varð í hverri viku miðað við fimm mínútna dag- lega notkun. Næðust bara sjö rakstrar á hleðslu olli það ein- kunninni „ófullnægjandi“ og hana fékk af þeim sökum Philips Rota Action HQ 2830. Aðeins tvær rakvélar fengu einkunnina „góð“ í þessu efni, Philishave Cool Skin HQ 5620 með 20 rakstra á hieðslu og Philips Reflex Action HQ 5830 með 27. Allar vélamar sem hér fást nýta rafhlöður með blöndu nikkels og „málmlíkis" en þær em oft kallaðar „grænar“ og þykja vistvænni en raf- hlöður með nikkel-kadmíum blöndu. Ekki hentug gjafavara Ekki er ráðlegt að nota raf- magnsrakvélar til tækifæris- gjafa að þiggjandanum for- spurðum. Það fer mjög eftir smekk, húð, skeggvexti og skegggerð hvaða vélar menn kjósa helst. Flestir karlmenn hafa skoðun á því hvort þeir vilja rakvél með hringskurði eða ílöngum snertiflötum. Húðin þarf um hálfan mánuð til að venjast nýrri gerð rak- vélar. Að frátöldu verðinu er mikilvægast að gæta að því að rakvélin fari vel í hendi og hve auðvelt er að beita henni á húð og skegg notandans. Líka er rétt að aðgæta hvað í- hlutir kosta, til dæmis ný hnífsblöð, rafhlöður og rakefni. Skýringar með töflu *) Fengi rakvél einkunnina „óviðunandi" i höggprófi leiddi það til „óviðunandi" i heitdareinkunn hvað sem öðrum kostum viðvék. **) Yfirleitt staðgreiðsluverð hjá innflytjanda. Vélarnar geta fengist á hærra og lægra verði. Prósentutölur i svigum í einkunnagjöf (fremsti dálkur) eiga við rakvélar sem ekki eru með rafhlöðuhleðslutæki. Öltum rakvélunum fytgja hreinsibursti og hlífðarlok og altar hafa sjálfvirka voltaskiptingu nema Philishave Cool Skin HQ 5620. Rafhlöðurnar nýta allar nikkel og málmliki (metathybrid). Einkunnirnar í gæðakönnuninni eru frá 1 til 5, slakast er 1 HQ 5620 Einkunnir i gæðaprófi: • Rakstur 35% (40%) Fjötdi skurðflata Hreyfanleiki fiata Sveigjanlegir Sveigjanlegir Sveigjanlegir Fastir Fastir Sveigjanlegir Sveigjantegir Þyngd i grömmum Spenna í voitum Braun Flex Philips Remington Philips Panasonic Integral uttra Reflex Action Micro screen Rota Action Wet/Dry speed 6015 HQ 5830 DA757 HQ 2830 ES765 ! 4 | 4 I 3 4 4 | 4 3 4 4 4 ; 5 5 . 5 5 4 4 4 3 4 4 ; 4 3 2 3 4 ; 27 11 9 11 20 4 4 1 3 ■■HHHHHHI^H^MH 4 4 ......... 1 Hver selur hvað? Neytendablaðið kannaði markaðinn á rafmagnsrakvélum í nóvember. Sex mis- munandi vörumerki fundust en fleiri verslanir selja vélarnar heldur en inn- flytjendur. Vörumerki Innflytjandi Braun Pfaff Fagor Raftækjaverslun ísl. Grundig Sjónvarpsmiðstöðin Panasonic Japis Philishave Heimilistæki Remington I. Guðmundsson 16 NEYTENDABLAÐIÐ - desember 1998 NEYTENDABLAÐIÐ - desember 1998 17

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.