Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 20

Neytendablaðið - 01.12.1998, Blaðsíða 20
Matarverðið Hænsnafóður allt að 93% dýrara hér á landi egar neytendur sjá verð á eggjum og kjúklingum í nágrannalöndum okkar verða þeir oft pirraðir og bölva í hljóði. Þetta er svo dýrt heima. Þó hefur verð á þessum vörum lækkað á síðustu árum. En það er margt sem gerir það að verkum að þessar vörur eru dýrari hér en í nágrannalöndum okkar. Samkeppnis- hömlur hafa verið verulegar innan þess- ara greina með fullum stuðningi stjórn- valda og mjög erfítt er fyrir nýja aðila að byrja framleiðslu á þessum vörum. En það skiptir einnig verulegu máli að fóður sem íslenskir framleiðendur þurfa að kaupa er allt að því 93% dýrara hér á landi en í Danmörku. Verðið hækkaði með samkeppnishömlum I nóvember 1986 kostaði kílóið af kjúklingum 222 krónur, en ári síðar var kílóið komið í 338 krónur. Á þessum árum átti þessi grein við mikla erfiðleika að etja vegna salmonellu sem hafði skot- ið sér niður á einstaka búum og varð til þess að salan minnkaði verulega. Verð á eggjum var einnig lágt á þessum sama tfma og kostaði kflóið 148 krónur 1986, en fór niður í 79 krónur árið á eftir. Á- stæða þessa var fyrst og fremst mjög hörð samkeppni milli framleiðenda. En þá kom áfallið fyrir neytendur, því framleiðendur ákváðu að útrýma allri samkeppni og tekin var upp framleiðslu- stýring, sem meðal annars kom í veg fyr- ir að nýir aðilar kæmu inn í þessar grein- ar. Jafnframt var tekin upp miðstýrð verðlagning. Og verðið rauk upp. I nóv- ember 1988 kostaði kílóið af kjúklingum 532 krónur og var komið í 608 krónur ári síðar. Verð á eggjum var komið í 318 krónur kflóið í nóvember 1988 og í 407 krónur ári síðar. Þannig hafði verð á kjúklingum hækkað um 174% á fjórum árum og á eggjum um 175%, á meðan framfærsluvísitalan í heild hækkaði rétt rúmlega helmingi minna, eða um 85%. Síðan hefur verðþróun á þessum vör- um verið hagstæðari neytendum. Þannig hafa kjúklingar lækkað að meðaltali í verði um 10,5% á síðustu níu árum og egg hafa lækkað um 12%. Á sama tíma hefur framfærsluvísitalan hækkað um 35,7%. Þó er það enn svo að mörgum neyt- endum finnast þessar vörur dýrar, að minnsta kosti í samanburði við nágrann- lönd okkar. Reyndar hafa nokkrir eggja- framleiðendur fullyrt að lækkun á verði til bænda hafi orðið enn meiri, en það hafi ekki skilað sér að fullu í verslunum. Ástæða er fyrir samkeppnisyfirvöld að kanna hvers vegna svo er. Kornverð hátt hár á landi Komverð skiptir miklu máli í verðmyndun þessara afurða, enda er fóðurkostnaður í eggjaframleiðslu 35-^45% af heildarfram- leiðslukostnaði eggja. Gróft tekið er verð á • • ••••....................................................................... Ofát á jólum og vanlíðan vegna þess Brjóstsviði, höfuðverkur og vindverkir eru fylgikvillar mataræðis yfir jóla- hátíðina þegar menn borða og drekka of mikið og hreyfa sig of lítið. Hefðbundinn jólamatur er bæði þyngri og feitari en sá sem við höfum venjulega á borðum. Margir hreyfa sig jafnframt lítið þessa frídaga. Við borðum enn of mikið af fitu og of lítið af trefjarfkum mat. Hefðbundnum jólamat fylgja feitar sósur og jafningar, sætar kökur og konfekt. Ráð handa þeim sem rata af réttri leið Árlega eru blöð og tímarit full af matar- og kökuuppskriftum í jólamánuðinum og eftir áramót koma svo uppskriftir að alls kyns megrunarfæði og kúrum. Vilji mað- ur komast nokkurn veginn óskaddaður frá jóladögunum án líkamlegrar vanlíð- unar, og án þess að megrunarkúrar þurfi að fylgja í kjölfarið, verður að hvfla mag- ann á milli þess sem farið er í matarveisl- umar. Þá er gott að borða til dæmis grænmeti, ávexti og gróft brauð, og reyna að hreyfa sig. Ef skaðinn er skeður Ef við ofgerum meltingunni með feitum mat og sætindum í óhófi þá gerir maginn uppsteyt. Hafi einnig verið drukkið of mikið af áfengum drykkjum bætist höf- uðverkur við næsta dag. Ef brjóstsviði, magaverkur og timburmenn fara að herja á líkamann eru til ýmis hjálparmeðul, það er að segja ef þolinmæði skortir til að láta tímann lækna kvillana. Lyfjaverð sem fram kemur síðar í greininni er fengið með úrtaki frá nokkrum apótekum, verð á einstökum lyfjum getur því reynst bæði hærra eða lægra hjá öðrum apótekum en blaðið leit- aði til. Hagstæðustu kaupin eru oftast í stærstu umbúðunum. Magasýrur í apótekum er hægt að fá margar tegund- ir af lyljum sem slá á vanlíðan vegna of mikillar magasýru sem lýsir sér sem brjóstsviði eða nábítur. Eftirtaldar teg- undir eru allar tuggutöflur: Alminox, Balancid Novum, Maxikon og Gaviscon. Af þessum tegundum reyndist 100 stk. Maxikon-pakki á hagstæðasta verði, rúmar 5 krónur tafian, en 20 stk. Gaviscon-pakkning dýrust, 16 krónur taflan. Vindgangur Ýmsar tegundir af lyfjunt er einnig hægt að kaupa án lyfseðils við óþægindum í maga vegna vindverkja. 100 stk. Aero- pax-pakka er hægt að fá fyrir 964 krónur, Miniform, 100 stk., á 1002 kr., og 25 stk. pakka á 306 kr. Timburmenn Við timburmönnum er hægt að kaupa ýmis verkjastillandi lyf án lyfseðils, og reynast þau vel ásamt nægum svefni. Al- geng verkjalyf eru til dæmis Kodi- magnyl, Áspirín, Paratabs, Parkódín og Ibumetin. Treo eru verkjastillandi freyði- töflur Paratabs er hægt að fá í 30 stk. pakkn- ingu á 5 krónur stykkið og Treo, 60 stk. 20 NEYTENDABLAÐIÐ - desember 1998

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.